Feykir


Feykir - 03.10.2001, Blaðsíða 3

Feykir - 03.10.2001, Blaðsíða 3
33/2001 FEYKIR 3 Mikill mannfjöldi á stóðréttarhelgi - sem fór einstaklega vel fram Eins og jafhan áður reyndist Laufskálaréttarhelgin í Skaga- firði, mesta ferðamannahelgi sumarsins í héraðinu. Glöggum mönnum telst til að á þriðja þúsund manns hafi komið í rétt- ina og nánast húsfyllir var í reiðhöllinni Svaðastöðum á föstudagskvöld þegar 54 hross voru sýnd á velheppnaðri sölu- sýningu, þar sem ýmislegt var til skemmtunar. Mikill fjöldi tók þátt í skemmtanalífinu um helgina, en allt fór það vel fram, lögreglan þurfti nánast engin af- skipti að hafa, enginn gisti fangaklefa og enginn var tekinn fyrir ölvun við akstur þrátt fyr- ir að rnikið hafi verið „tékkað” að sögn lögreglu. Ströng austan átt á laugardag var kannski örlítið angrandi við réttina, en réttargestir létu það samt almennt ekki á sig fá. Eins og mörg undanfarin ár þurftu þeir sem seinna komu til réttar að leggja bílum sínum langt ffá réttinni, hinum megin þjóðveg- arins fram dalinn til að eiga það ekki á hættu að lokast inni. Það var greinilegt þegar gengið var inn rennuna að rétt- inni með langar bílaraðir til beggja handa að stóðréttarhelg- in er býsna ströng hjá mörgum, enda byrjar hún á fostudag og Já það er vissara að skoða markið. Það er ekki síst „maður er manns gaman“ í réttunum. Fjárleitum lokið Umfangsmiklum leitum er lokið á afféttum Húnvetninga með aðstoð flugtækninnar og var það Magnús Ólafsson á Sveinsstöð- urn sem flaug á vél sinni eins og mörg undanfarin ár. Grímur Gíslason á Blönduósi, sem fylgist enn mjög vel með gangi niála á heiðunum á haustin, þótt kominn sé fast að níræðu, segir að rnenn telji að vel hafi til tekist og varla sé þess að vænta að fé hafi orðið eftir á afréttinni. I effirleitum þurfti að ná í fé allt fram til jökla, sem urðu eftir í fyrstu leit, en þoka gerði mönnum erfitt um vik á tímabili í göngunum. Þarna er Ásgeirsbrekkugengið búið að ná traustu taki á einum og hann er hið snar- asta leiddur í dilkinn. stendur fram á sunnudag. Ekki var komist hjá því að veita eftir- tekt að í mögum bílum var fólk í hvíld ffá réttarstörfúm, sumir höfðu lagt sætin aftur og lygnt aftur augum, enda dagurinn langur og réttarböllin og gleðin á veitingahúsunum í Varmahlíð, Fjallakrá og Hofsósi, fram á morgun. Það er vissulega ansi merki- legt fyrirbæri að slíkur mann- fjöldi komi í héraðið vegna stóðréttanna og á svæðum í grenndinni sé gistirými upppantað á stóðréttarhelginni, með rúmra ellefú mánaða fyrir- vara. Einn viðmælanda blaðs- ins taldi það ekki síður rann- sóknarefni en margt annað hvaða markaðslögmál lægju þarna að baki. Þrátt íyrir ágæti skagfirska hestsins og frægð hrossakyna er það eitt væntan- lega ekki sem togar fólk í hérað- ið. Kannski er það söngurinn sem fylgir réttunum og þessi villta sveita-kamivalstemming, og ef til vill ekki síst það að þarna sjái fólk kjörið tækifæri til þess að „slútta“ sumrinu, njóta síðustu dreggja sumars- og hauststemningar með því að slá virkilega úr klaufúnum eina helgi áður en veturinn gangur í garð. effesi O. 60°- 95 MASim vm kaup í búðinnif Buitoni pastaskrufur 42,- Knorr pastasósur 109,- Appelsínusafi 2ltr. 169,- Toblerone 400 gr. 339,- Sirius súkkulaöi 200gr. 229,- Food Line plastfilma 55,- Food Line örbylgjupopp. 169,- Effect þvottaduft 3kg. 298,- Effect mýkingarefni 1ltr.. 298,- Sorppokar 10 stk. 79,- v » slátursalan er ekki opin á mánudögum! Helgartilboo a Frosiö lambalæri 798,- ^ Frosin lambahryggur 898,- Saltkjöt llfl. 399,- Saltaöar hálsasneiðar 299,- Ferskir lambaskrokkar á góðu verði! Food Line flogur 119,- Tartalettur 79,-

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.