Feykir


Feykir - 03.10.2001, Blaðsíða 6

Feykir - 03.10.2001, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 33/2001 Hagyrðingaþáttur 324 Heilir og sælir lesendur góðir. Er ég var staddur í réttum nú nýver- ið vék sér að mér aldraður áhugamað- ur þessa þáttar og rétti mér smá miða. Var á honum þessi alkunna vísa sern í mínum haus er ekki vafi á að sé eftir Gísla Ólafsson ffá Eiríksstöðum. Oft á fund með fijálslyndum fyrr ég skunda réði. En nú fæst undir atvikum aðeins stundargleði. Þar sem göngur og réttir hafa verið ríkur þáttur í tilveru margra sem sveit- irnar byggja nú að undanfömu, er vel við hæfi að rifja upp nokkur stef eftir snillinginn Sigurð Hansen í Kringlu- mýri í Skagafirði. Þó látirðu aldrei áfengi í andann smalinn fylla mun hann fjallasvalinn farir þú um Austurdalinn. Hjá Nýjabæ er fagnaskál úr fleygum sopin og klyftaskan er alltaf opin ef að skyldi klárast dropinn. Heldur fer að lifna yfir hugans þeli og telst ei mál þó tæmist peli við tóftirnar á Hjálmarsseli. Fjarskiptin þau em ekki okkar vandi því alltaf hefúr helgur andi heyrt í Stebba á Keldulandi. Sælt er að eiga sálarinnar sælustundir leika sér um lífsins grundir og láta bömin koma undir. Ef ég man rétt þá mun það hafa ver- ið Pálmi Runólfsson sem lagði eftirfar- andi til málanna. Stefán Hrólfsson brosir breitt til beggja handa ennþá leysir ýmsra vanda með afar sterkum Keldulanda. Þá held ég rétt með farið að þessi vísa sé einnig eftir Pálma. Hestamenn á heiminn kunna horskir flytja gleðimál. Þeir sem konu og ástum unna allir drekki þeirra skál. í ágúst síðastliðnum var haldin sam- koma á Blönduósi sem tileinkuð var ís- lensku sauðkindinni. Hafðar vom þar yfir vísur, meðal annars eftirfarandi vísa sem sögð var ort um Agúst á Hofi. Ekki var þar rétt með farið og ættu flestir af þeim sem eldri em hér í hérað- inu og tengjast þeim kveðskap sem til- heyrir göngum og réttum, að vita að umrædd vísa var á sínum tíma ort um Gísla Jónsson á Stóra-Búrfelli í Svína- vatnshreppi. Hef ég aldrei heyrt annað en Haraldur Karlsson þá bóndi í Litla- dal muni vera höfúndur hennar. Klút og pontu kann að meta kær er einnig stúturinn. Léttan Blesa lætur feta lifi gangnaforinginn. í síðasta þætti spurði ég um höfúnd vísunnar: „Heilsa mín hangir á þræði.“ Hef ég nú fengið ágætt bréf ffá manni á Sauðárkróki sem er einn af unnendum þessa þáttar. Segir hann að vísan sé eftir Pál Vatnsdal sem var kunnur hagyrðingur á Akureyri á þeirn tíma og sé hún ort í orðastað Hallgríms Valdimarssonar sem mun hafa verið sérlundaður einsetumaður þar í bæ. Þakka ég fyrir þessar upplýsingar og bið lesendur endilega að hafa samband ef þeir kunna leiðréttingar eða vita svar við fyrirspumum sem velt er upp í þessum þætti. Fyrir um 30 árurn komst á kreik bragur í Biskupstungum sem sunginn er enn þann dag í dag undir laginu, Konrdu og skoðaðu í kistuna mína. Eru tvö fyrstu erindin eftir Guðna Lýðsson frá Gýgjarhóli, en Jón Karlsson bóndi í Gýgjarhólskoti mun vera höfúndur að því þriðja. Fjallferð er æskunnar ffamtíðar draumur ffarn yfir áttrætt þeir fara til fjalls. Óravídd öræfa, gleði og glaumur og gaipamir ijörgamlir búnir til alls. í fjallferðum, konum nú fjölgandi fer svo fjallkóngur uggandi um einlífið er. Guðni mun sjálfúr hafa verið Qall- kóngur þegar bragurinn var ortur og þá einhleypur. Eflirsafhsflokkurinn söngglaðir sveinar en svæsnir ef komast i húfúr og skó. Baritón syngja þeir Amór og Einar og Albert í bassanum bregst ekki, og þó. Tenórinn táhreinan Kristinn og Jón og tónsprotann tvíhendirTjamar Guðjón. í efúrleit ríða þeir Ingvar og Gísli Indriði, Loffur og nefúm við Jón. Víst er þó margur unt völdin hér sýsli að veglegur foringi er Ingvar í sjón. En eiga að borga þeim er ekkert grín þeir em svo lengi sem endist þeim vín. Og ekki er að tala um annað en konumar æði til þeirra með blíðuhót sín. Að lokum þessi gagnavísa. Höfúnd- ur er Sigríður Jónsdóttir í Gýgjar- hólskoti. Fríðastur á fjöllin reið flokkur Tungnamanna, til að vaða vömin breið ver og laut að kanna. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, 541 Blönduósi, sími 452 7154. Þorvarður Guðmundsson, sem nýlega lét af starfí ferða- málafúlltrúa Htinaþings, fjallaði á þingi SSNV á Stað í Hrútafirði í haust, um stöðu ferðamála í Norð- urlandi vestra. Hér birtist útdráttur úr erindi hans. Stíga þarf skrefið til fulls þannig að fyrirtækin verði að alvöru fy rirtækjum - sem staðið geta að markaðsstarfi og undir eðlilegri uppbyggingu Það er á margan hátt tilhlýði- legt að ég sem ferðamálafúlltrúi Húnaþings vestra tali við ykkur um ferðamál hér í gistihúsi Staðarskála, þar sem þetta er eitt elsta og rótgrónasta ferða- þjónustufyrirtæki á Norðurlandi vestra. Hér má segja að ferða- þjónustan hafi hafist með við- komu landpóstanna, en á Stað var fastur skiptistaður fyrir pósta, sem komu úr ýmsum átt- um í veg fyrir norðan- og sunn- an póstana, ýmist af Ströndum eða um Laxárdalsheiði allt ffam til 1930, þegar fært var orðið fyrir bíla á norður-suðurleið. Fram að þeim tíma höfðu ferða- langar í for með pósti gist að Stað ffá árinu 1885, þegar Stað- ur var gerður að helstu bréfhirð- ingarstöð fyrir stóran hluta landsins. Það er því ekkert nýtt að greiðasala og móttaka fyrir ferðamenn sé fyrir hendi í Stað- arskála. Það var á árinu 1929 sem fyrsti vísir að ferðamannaþjón- ustu reis þar sem Staðarskáli er nú. Þá setti Det Danske Petrole- um Aktieselskap, upp bensínaf- greiðslustað við Stað. Seinna varð fyrirtækið Hið íslenska steinolíufélag, en er nú Olíufé- lagið Esso. Árið 1954 var settur upp söluskúr með smávamingi sem seldur var ferðamönnum og sá fastur starfsmaður um af- greiðslu yfir sumarmánuðina. Þremur ámm síðar hófst einnig sala á Shell bensíni og olíuvör- um fyrir Olíufélagið Skeljung. Þótt smátt væri byrjað kom strax í ljós, að fólk vildi stoppa í Staðarskála. Vegur þessa gamla gististaðar landpóstanna óx hröðum skrefúm. Árið 1960 byggðu hjónin Magnús Gísla- son og Bára Guðmundsdóttir á- samt Eiríki Gíslasyni 120 fer- metra söluskála og hófst þá sala á ýmsum smáréttum úr eldhúsi, svo sem hamborgurum og ffönskum. Ein af starfsstúlkun- um hafði unnið í Bandaríkjun- um og þekkti „hamborgara og franskar” ffá veru sinni þar og hvatti til sölu á slíkum rétti hér. Blönduósbakarí tók að sér að baka réttu brauðin því ekki fengust þau í Reykjavík. Með byggingu þessa húss hófst veitingarekstur á Stað og hlaut veitingabúðin nafnið Staðarskáli. Þessi bygging var síðan stækkuð þremur árum síðar. Árið 1971 var enn hafist handa við stækkun skálans að Stað og varð hann nú um það bil sex hundmð fermetrar að stærð. Svo var það í byijun júní 1994 að gistihúsið sem við erurn stödd í var opnað, glæsi- legt 3ja stjörnu gistiheimili. Hér eru 18 tveggja manna herbergi með baði, koníaksstofa og borðsalur. Vinnudagarnir æði langir Fyrir tíð gistiheimilisins hafði gistiaðstaða verið tak- mörkuð í Staðarskála og oft á hörðum vetmm þurftu ferða- menn að bíða af sér veður og ó- færð urn Holtavörðuheiðina í skálanum. Eigendumir bjuggu um ferðalangana í herbergjun- um á neðri hæð skálans og buðu jafnvel sitt eigið íbúðarhús handan við þjóðveginn til af- nota ef á þurfti að halda. Á ámm áður var fastur liður að einhveijir þurftu að gista í Stað- arskála vegna veðurs til dæmis um jól og páska, en í dag em vegir mun betur upp byggðir og til tíðinda heyrir ef einhver ferðalangurinn kemst ekki leið- ar sinnar. Segja má að Staðarskáli sé dæmi um ferðaþjónustu lands- byggðarinnar í hnotskum. Eig- endumir þurfa að vera boðnir og búnir að svara þörfúm „kúnnanna“ og leggja það und- ir sem helst má, og vinnudag- amir verða oft æði langir. Hér á Norðurlandi vestra em ferða- þjónustufyrirtækin flest lítil og nokkur myndu hugsanlega telj- ast meðalstór. Öll eiga þau það sameginlegt að búa við árstíða- bundnar sveiflur sem marka rekstraröryggi þeirra vissar skorður. Islenska sumarið er helsti ferðamannatíminn, þó svo segja megi að á margan hátt sé sá tími sífellt að lengjast með bættum samgöngum og mark- aðsstarfi sem lýtur að því að draga fólk hingað utan háanna- tímans. Jóla- og áramótagestir Arinbjamar á Brekkulæk í Mið- firði er gott dæmi um slíka vinnu. Ég vil meina að á síðustu árum hafi verið hæg þróun en örugg upp á við í ferðaþjón- ustugeiranum á Norðulandi vestra og sífellt fleiri sem hafa vinnu af þessari atvinnugrein. Gististöðum hefúr fjölgað, fjöldi bænda bjóða upp á gisti- möguleika í sveit og gististöð- um í skólum og þéttbýlum hef- ur að sama skapi fjölgað eða þau eflst. Það er ekki hægt að kvarta yfir gistimöguleikum á Norðurlandi vestra, allt frá tjaldstæðum til góðrar hótelgist- ingar. Hinsvegar búa þessi fyr- irtæki við ýmsar ógnir í rekstri sínum. Þorvaldur nefhdi helstu erf- iðleika við reksturinn slaka nýt- ingu utan háannatímans, sem leiddi til ójafnrar tekjumögu- leika á ársgrundvelli. Hann álít- ur að enn þurfi að huga að frek- ari uppbyggingu afþreyingar á svæðinu þó afþreyingarmögu- leikar væm vissulega ágætir. Þá sé stefnumótun í ferðaþjónunni afar nauðsynleg. Sérstaða svæðisins Hver er sérstaða svæðisins gagnvart ferðamálum, em það hestar í Skagafirði, selir við

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.