Feykir


Feykir - 12.12.2001, Síða 1

Feykir - 12.12.2001, Síða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Blönduósingar vilja menningarhús Jólaverslunin er komin á fullt. Bæði barnakór Árskóla og Álftagerðisbræður sungu fyrir viðskiptavini Skagfirðingabúðar á Sauðárkróki sl. laugardag. Dræmar heimtur í Fljótum Umræðan um menningarhús á Norðurlandi vestra hefur skotið upp kollinum að nýja, eftir lítinn þrýsting Skagfirð- inga á það mál að undan- tórnu, en upphaflega var Sauðákrókur nefndur sem staður fyrir menningarhús á Norðurlandi vestra. Nú eru það Blönduósingar, nánar til- tekið atvinnumálanefnd Blönduóss með Valdimar Guðmannsson í broddi fylk- ingar, sem hefur fullan hug á því að leita eftir því við menntamálaráðuneytið og Byggðastofnun að félags- heimilið á Blönduósi verði gert að menningarhúsi, en í tillögu Valdimars felst að fé- lagsheimilinu verði breytt í hótel-, veitinga- og menning- arhús líkt og á Húsavík. „Við eigum mjög öflugt fé- lagsheimili sem með litlum breytingum gæti orðið gott menningarhús”, segir Valdimar. Tillagan í atvinnumálanefiid- inni er sett fram í ljósi hótel- málanna á Blönduósi, og þess ófremdarástands sem ríkt hefur að mjög gott hótel með um 20 herbergjum hefiir ekki veriði í rekstri á Blönduósi í nokkum tíma, eftir að rekstur hótelsins hafði gengið mjög illa um langt skeið. En Valdimar í Bakkakoti og hans fólk er ekki á því að gefast upp á hótelrekstri á staðnum og vilja nú kanna möguleika þess að koma upp 25-50 gistiherbergjum í áföng- um við félagsheimilið. „Við teljum að hótelrekstur hafi ekki verið reyndur af al- vöm í nokkur ár síðan Oskar Húnfjörð fór. Þetta hafa verið ævintýramenn sem rekið hafa hótelið 2-3 mánuði á ári og ekki einu sinni tekið við pöntunum yfir veturinn”, segir Valdimar um hótelmálin. . I greinargerð með tillögunni er nefndir kostir fyrir félags- heimilið sem menningar og hótelhús: Góð staðsetning, góð aðstaða til leiksýninga, tón- leikahalds, bíósýninga og ráð- stefnuhalds, frábær aðstaða til veitinga- og dansleikjahalds, ásamt öðrum mannfögnuðum. Einnig komi til greina að Blönduósbær geri samning við rekstraraðila um aðstöðu yfir veturinn fyrir kennslu í mat- reiðslu og jafhvel heita máltið í hádeginu fyrir nemendur grunnskólans, vegna nálægðar skólans við félagsheimilið. Nefndarmenn vom sam- mála um að þetta ástand í hótel- málunum væri óásættanlegt og reynist ekki áhugi hjá heima- mönnum að standa að þessum rekstri yrði „pakkinn” auglýst- ur í dagblöðum og víðar. Fljótamönnum hefúr gengið óvenju illa að heimta á þessu hausti. Þeir vonuðust til að fé myndi skila sér að talsverðum hluta úr eftirleitum sem fram fóm í Héðinsfirði um helgina, en sú varð ekki raunin. Þaðan komu einungis fjórar kindur, allar frá Brúnastöðum í Fljótum. Vitað er um kindur ífammi í Ólafafirði, sem ekki náðust um síðustu helgi en erfiðlega gengur nú að fást við fé sem ekki hefúr skilað sér affjalli. Þorsteinn Jónsson bóndi í Helgustöðum segir að kindur vanti af nokkrum bæjum og heimtur séu óvenju slakar. Þeir Helgustaðamenn voru að eltast við fé ofan við Kvíabekk í Ólafs- firði um helgina en urðu frá að hverfa, þar sem það var komið hátt upp. „Þetta er mjög erfitt að eiga við kindur í tíðarfarinu eins og það hefur verið og þegar þær hafa komist upp með það einu sinni að skila sér ekki þá reyna þær það aftur”, segir Þorsteinn sem grunar að enn sé fé eftir í Héðinsfírðinum og víðar. Það sé svo auðvelt fyrir það að leynast við aðstæður eins og nú, þirtu- tími orðinn afar stuttur, mjög skellótt jörð og í litum sauðkind- arinnar þar sem að snjór er orð- inn mjög aurlitaður. Eftirleitir í Héðinsfirði dróg- ust óvenju lengi að þessu sinni og er ástæða þess að siglfirskir skíðamenn, sem sjá um leitirnar, hafa staðið í miklum fram- kvæmdum við gerð skíðalyftu uppi í Skarði og einnig hafa þeir verið að bíða eftir snjó til að féð kæmi niður og unnt væri að fara yfir fjallið á snjósleðum. Jóhannes Ríkharðsson bóndi á Brúnastöðum segist sakna nokkurra kinda, tæplega tíu tals- ins, sem venjulegast hafi haldið sig í Siglufirði eða Héðinsfirði. Jóhannes sagði að Siglfirðingar hefðu staðið vel að fyrri göngun- um í haust og þá smalast ágæ't- lega, en féð hafi verið að koma í allt haust, og einnig leita í burtu það sem heim var komið. „Það var reyndar afarslæmt að eftir- leitimar skyldu dragast svona lengi núna vegna þess að féð vantaði og það getur þess vegna leynst víðar”, segir Jóhannes, en sauðfé Fljótamanna virðist leita um vitt og fjöllótt svæði, sem oft er erfitt að finkemba. Matvælafvrirtæki á Blönduósi í athugun að byggja sam- eiginlega frystigeymslu Forsjármenn fyrirtækja í matvælaframleiðsiu á Blöndu- ósi komu til fúndar við atvinnu- málanefnd bæjarins á dögunum og þai' var rætt um möguleika á byggingu sameginfegrar frysti- geymslu fyrir afúrðir fyrirtækj- anna. Þetta eru fyrirtækin Særún rækjuvinnsla, Norðurós fiskverkun og Sölufélag Austur -Húnvetninga. Valdimar Guðmannsson hjá atvinnumálanefnd sagði að frystigeta fyrirtækjanna og geymslurými væri mjög tak- markað, og þau væm að geyma sínar vömr í Reykjavík og víð- ar. Því væri nú rætt um að byggja nýtt frystihús á Blöndu- ósi. Sigurður Sigurðsson hjá In- vest hefúr unnið að þessu máli fýrir atvinnumálanefndina og eftir miklar umræður á fúndin- um var ákveðið að Sigurður kannaði ákveðna þætti málsins, áður en aðilar hittust aftur, en það yrði eins fljótt og kostur væri. —KteH£»!t chjDI— JíMftbílaverkstæöi Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 Æ M M m M sími: 453 5141 . ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA Sæmundargata Ib 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 . FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA JfcBílaviðgerðir tk Hjólbarðaviðgerðir . BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA & Réttingar ^ Sprautun

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.