Feykir


Feykir - 23.01.2002, Síða 2

Feykir - 23.01.2002, Síða 2
2 FEYKIR 3/2002 Starfshópur um sauðfjárrækt Málum seinkar til næsta hausts Við byrjun sláturtíðar á liðnu hausti var á stjómarfundi Kaupfélags Skagfirðinga skipuð nefnd sem hefur það hlutverk að kanna með hvaða hætti væri hægt að auka bein- greiðslurétt héraðsins og bæta afkomu sauðfjárbænda í Skagafirði. Starf nefndar sem hafði með málefni mjólkur- bænda að gera fyrir nokkrum ámm skilaði mjög góðum ár- angri og nú vonast sauðfjár- bændur til að svipað verði uppi á teningnum. I sauðfjárnefndinni em bændurnir Þórarinn Magnús- son á Frostastöðum, Örn Þór- arinsson í Ökmm ásamt þeim Sigurjóni Rúnari Rafnssyni fulltrúa kaupfélagsstjóra og Þórólfi Gíslasyni kaupfélags- stjóra. Örn i Ökrurn sagði í samtali við Feyki að því mið- ur yrði dráttur á því að nefnd- in kæmi með tiilögur, sökum þess að ekki hafi tekist að ljúka uppkaupum á kvóta í haust af hálfu ríkisins og það mundi því frestast til 1. sept- ember á næsta ári að bændur fengju að versla með kvóta sín á milli. Það yrði því ekki fyrr en eftir þann tíma sem unnt yrði að kanna möguleika til að aðstoða bændur í héraðinu við kaup á sauðfjárkvóta, sagði Örn. Tónlistarfélag Skagafjarðar Gitar Islancio á Kaffi Krók Næstkomandi föstudags- kvöld 25. janúar verða þriðju tónleikar á vegum Tónlistarfé- lags Skagafjarðar. Að þessu sinni verður það hið frábæra tríó „Guitar Islancio” sem heimsækir okkur. „Guitar Islancio” er orðið íslendingum vel kunnugt en trióið skipa þeir Gunnar Þórðarson gítar, Bjöm Thoroddsen gitar og Jón Rafns- son kontrabassa. Þetta eru allt framúrskarandi snjallir og löngu landsþekktir listamenn sem hafa starfað saman i mörg ár og gefið út þrjá geisladiska. Lögin á efnisskránni eru úr ýmsum áttum en meðal annars flytja þeir þjóðlög í nýjum bún- ingi, gítartónlist eftir gítarsnill- inginn Django Reinhard og ýmislegt fleira. Tónleikarnir verða á Kaffi Krók kl. 21,00. Þetta eru tvímælalaust tón- leikar við allra hæfi og unnend- ur góðrar gitartónlistar ættu alls ekki að láta þá fram hjá sér fara. Við í Tónlistarfélaginu mælum eindregið með þessum tónleikum og eigum von á ffá- bærri skemmtun og notalegri kvöldstund við Ijúfa gítartóna. Sem fyrr er miðaverði stillt í hóf eða kr. 1000. Mætum öll og fyllum húsið, er áskorun í til- kynningu ffáTónlistarfélaginu. Dálitlar breytingar hafa orð- ið á áður auglýstri dagskrá vetr- arins. Til stóð að Rússíbanar kæmu nú í janúar og Scola Contorum kæmi í febrúar en hætt hefur verið við báða þessa tónleika af óviðráðanlegum á- stæðum. Reyndar stendur til að Rússíbanar komi síðar í vetur eða vor ef hægt er. í stað Rússí- bana koma Guitar Islancio 25. jan. og í stað kórsins Scola Cantorum koma „Gospelsyst- ur” undir stjórn Margrétar Pálmadóttur, en þetta eru 100- 120 kvenna kvennakór ásamt hljómsveit svo ekki þarf að ef- ast um kraftinn í þeim. Tónleik- ar Gospelsystra verða í íþrótta- húsinu 15. febrúar og verða auglýstir nánar síðar. Áskrifendur góðir - munið eítir að greiða áskriftargjöldin! Fjárhagsáætlun Húnaþings vestra Verulegar framkvæmdir í ár Fjárhagsáæltun Húnaþings vestra var afgreidd á fundi sveit- arstjórnar 10. janúar sl. Skatt- tekjur eru áætlaðar tæpar 280 milljónir, rekstrargjöld af frá- dregnum sértekjum rúmar 256 milljónir króna, gjaldfærð fjár- festing rúnrar 6 millj. og eign- færð fjárfesting rúmar 55 millj., vegur þar þyngst bygging í- þróttahúss. Að teknu tilliti til greiðslu afborgana og fjár- magnskostnaðar þarf tæpar 66 milljónir til að brúa bilið, og að rnati sveitarstjóra er sigrúm til lántöku upp á tæpar 30 milljónir. Það sem upp á vanti verði að fjármagna með rekstrarafgangi sveitarsjóðs síðustu ára, sem er rúrnar 36 milljónir. A fundinum var talsvert rætt um hlutfall þjónustugjalda af kostnaði við viðkomandi mála- flokk. Ólafur Óskarsson í Víði- dalstungu taldi þörf á því að sveitarstjórn rnótaði stefnu urn hvert hlutfall þjónustugjalda af kostnaði skyldi vera. Taldi hann vatnsskatt heldur háan miðað við árlegan kostnað af rekstri vatns- veitu, þó með því fororði að þar komi hvorki ffam fjármagns- kostnaður né afborganir lána sem tekin vom vegna vatnsveitu- framkvænrda. Þá nefndi Ólafur fýrirvara sinn um fjárveitingu til kennslueldhúss á Hvammstanga og taldi rétt að ffesta þeirri ffam- kvæmd. Einnig vék Ólafur að því að ráðast yrði í kostnaðar- samar gatnagerðarffamkvænrdir á næstu árum. Þorsteinn Helgason á Foss- hóli tók undir skoðanir Ólafs á kennslueldhúsi og byggingu í- þróttahúss. Þá ræddi Þorsteinn unr kostnað við grunnskólarur sem hann taldi mjög háan sem hlutfall af tekjum og lítil breyt- ing orðin til batnaðar frá tínrunr fámennu sveitarfélaganna. Guðmundur Haukur Sigurðs- son fomraður byggðaráðs fór yfir nokkra þætti m.a. fram- kvænrdir við vatnsveitu og til- heyrandi lántökur um 1990. Benti hann á að hitaveitutaxti á Hvammstanga hefði í raun lækk- að á undanfömunr áratug þar sem að engar hækkairir hafi orð- ið á þeinr tíma. Elín Líndal for- seti sveitarstjórnar vék almenn- unr orðum að þjónustugjald- skrám og rakti ennffemur þróun kennslustundafjölda í grunn- skólanum undanfama vetur. Einnig ræddi Elín um stuðning við „Grettistak” sem er verkefhi í ferðaþjónustunni. Þorvaldur Böðvarsson ræddi um kennslu- eldhús og taldi að það myndi nýtast vel. Telur Þorvaldur að vakandi auga þurfi að hafa með rekstrarkostnaði grunnskólans, senr og að leita þyrfti eftir skoð- unum Vesturhópsbúa hvernig fara skuli með húseignir sveitar- félagsins í landi Þorfinnsstaða. Guðmundur Haukur lagði ffanr bókun nreirihlutans: „Fjár- hagsáætlun Húnaþings vestra 2002 ber skýrt með sér að vem- legar ffamkvæmdir verði á veg- um sveitarsjóðs og haldið verður áfram öflugri þjónustu við íbú- ana. Er þó hag sveitarsjóðs hvergi steffrt í hættu. Markmið meirilrluta er sem fyrr, að sýna á- byrga fjármálastjórn og auka ekki skuldsetningu sveitarsjóðs.” Fundurinn um barna- og ung- lingastefnuna ágætlega sóttur Allfjölirremrt var á fundi urn íþróttanrál i Safnahúsinu á Sauðárkróki sl. mánudags- kvöld. Það var menningar- í- þrótta- og æskulýðsnefnd sem stóð fyrir fundinunr í samvinnu við íþrótta- og Ólympíusanr- band íslands, þar sem farið var yfir bama- og unglingastefnu sambandsins. Viðar Siguijóns- son starfsmaður á skrifstofu ÍSÍ á Akureyri skýrði stefnuna og um hana urðu allnokkrar umræður. Talsvert var fjallað um keppni barna og þau nrörk senr bama- og unglingastefnan set- ur þar og verðlaunaveitingar til barna og unglinga, sem oft verða mikil tilfinningamál. Rætt var unr gagnsemi íþrótta, foi'varnir og þau jákvæðu áhrif senr íþróttaiðkun hefúr á náms- árangur, eins og kannanir hafa leitt í ljós. Eiga börn að sunda nrargar íþróttagreinar, hvert er hlutverk foreldra og höfúnr við nrenntaða leiðbeinendur?, voru meðal margra spuminga sem velt var upp. Á fúndinum lágu frammi fjöldi fræðandi bæk- linga fyrir foreldra og íþrótta- fólk, sem væntanlega verður hægt að nálgast á skrifstofúm íþróttafélaganna og jafnvel víð- ar, sem sem á hjá íþrótta- og æskulýðsfúllrúum. Þá var einnig á fúndinum vikið að íþróttaskóla Tinda- stóls, en félagið hefúr verið í fremstu röð í landinu hvað þennan þátt íþróttastarfsins varðar. Skólinn var settur á laggimar 1995 og er samstarfs- verkefni fijálsíþrótta- knatt- spyrnu- og körfúknattleiks- deildar Tindastóls. Ingvar Magnússon íþróttakennari, sem kennt hefúr við skólann ffá upphafi, fór yfir starfið, en þáttakendurhafa yfirleitt verið á bilinu 40-60% úr hveijum ár- gangi við skólann og var met- þátttaka á síðasta ári. Kemur út á miðvikudögum. Utgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Farsími 854 6207. Netl'ang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 190 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.