Feykir


Feykir - 13.02.2002, Blaðsíða 2

Feykir - 13.02.2002, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 6/2002 Björn Bjarnason menntamálaráðherra á fremsta bekk meðal ráðstefnugesta. Hálít líf á hestbaki á Hólum í Hjaltadal „Það er bjart yfir þessum degi. Vonandi mun þessi ráð- stefna marka þau spor sem henni eru ætluð, og ýta undir vöxt þeirrar menningarstarf- semi og þjónustu sem tengd er íslenska hestinum”, sagði Björn Bjamason menntamálaráðherra við upphaf ráðstefnunnar „Hálft er líf á hestbaki”, sem haldin var á Hólum í Hjaltadal sl. föstudag. Bjöm minntist við þetta tækifæri æskudaga sinna í Skagafirði, þegar hann dvaldist nokkur sumar á Reynistað og undi sér þá vel svo sem á hey- vagninum þegar heyið var flutt heim i hlöðu á hestum. Á ráðstefnunni á Hólum var m.a. kynnt Sögusetur íslenska hests- ins sem ákveðið er að komið verði upp á Hólum. Fjallað var um hestatengda ferðaþjónustu og menningarferðaþjónustu, en rannsóknir hafa sýnt að mjög stór hluti ferðamanna kemur hingað til lands nánast einungis vegna kynna sinna af íslenska hestinum. Víkingur Gunnarsson kynnti „sögusetrið” og er áformað að starfsemi þessi skiptist í þrjá grunnþætti. 1. Heimilda- og efnisöflun, gagnagmnnur. 2. Rannsóknir. 3. Fræðslu, kynn- ingu og skemmtun. Víkingur segir styrk þessa verkefnis fel- ast einkum í því að höfðað sé til mjög stórs áhugahóps, Skaga- fjörður hafi mjög sterka ímynd sem hestahérað og þá sé sterk safnahefð í héraðinu. Sigríður Sigurðardóttir safn- vörður í Glaumbæ flutti mjög fróðlegt og ítarlegt erindi um reiðver; reiðbúnað. Jóhann Már Jóhannsson söng nokkur lög við undirleik Rögnvaldar Val- bergssonar, Sigurður Hansen flutti ljóð, Harpa Hlín Þórðar- dóttir og Guðrún Helgadóttir fjölluðu um ferðaþjónustu, hesta- og mennngartenda, og Bjarni E. Sigurðsson talaði um hestinn í Njálu. Ráðsteftian var mjög lifleg og skemmtileg, ekki síst fyrir- lestur Magnúsar Péturssonar forstjóra Landspítalanna, á- hugamanns um sagnffæði, sem kom mjög inn á hestamennsku á Sturlungu, en fjallaði einkum um hestinn sem farkost milli landshluta fyrr á öldum og lýsti helstu ferðaleiðum. Sagði Magnús menn hefðu oft furðað sig á því hvað hestar komust langar leiðir, þegar járningar voru á frumstigi hér á landi, og væri það umhugsunarefhi. Hástemmdar lýsingar Magnús skreytti erindi sitt bókmenntalegum innskotum, með líflegum lýsingum, svo sem þessari úr bók Thors Vil- hjálmssonar „Morgunþula í stráum.” Sturla Sighvatsson ríð- ur með foður sínum höfðingj- anum á Grund í Eyjafirði suður að Keldum til að biðja sér konu, og ekki vantar hástemmdar lýs- ingamar. Thor hugsar sér at- burðinn með effirfarandi hætti: „Er sem mér sýnist ffændi að hugur þinn sveimar mjög, segir Sighvatur með fingur í úlfgráu hári sínu og sat á þúfu með hrosshársreipi á hné sér og lyfti því í hinni hendinni eins og hann væri að skoða það en ekki son sinn: Stendur hugurþinn til kvonbæna? Eg er ekki annars hugar, seg- ir Sturla: Heldur einhuga. Hveija kosti sérðu? Ég sé einn og annars engan. Það er hressilega mælt. Og hvert gerum við ferð okkar í dag? Að Keldum. Að biðja Sól- veigar, segir Sturla. Albúinn er ég, segir Sighvat- ur: Og sækjum nú stóra hestinn því ekki hamlar veður í dag. Sturla reið Álffarlegg og hafði rauða skikkju, skjöld á baki sér bundinn blikandi, og dregið í leó; en Sighvatur hafði silfurrekið spjót bundið við hnakktösku sína og buklara. Og riðu við tólfta mann. Þeir fóru fjallabaksleið, og glóðu jöklar með skýlausum himni og landið var margbless- að í sólardýrð. Ámar sungu og laxar þreyttu flug í hyljum og um fossa og flúðir. Smáblóm tindmðu í auðnum og á söndum sttjál og skörtuðu fjölbreyttum litum, og ggotið gerðist vænt og stillt þar sem þeir fóm. Öll vöð vom auðfundin og hestarnir tóku sundtökin eins og þeir vildu he§a sig til flugs í þessum erindum.” Ráðstefnustjóri var Jón Ormar Ormsson, sem einnig kom með möig skemmtileg inn- skot, en ráðstefnunni lauk með sýningu „búálfanna” í reiðhöll- inni, áhugahóps um varðveislu gamalla vinnubragða, ekki síst þeirra er tengjast notkun ís- lenska hestsins. Auglýsing í Feyki ber árangur Breytt staða með nýrri byggðaáætlun Trúlegt er að margir Skagfirðingar, og sambýlingar í nýju kjördæmi hér vestan við, hafi hrokkið við núna fyrir helgina, þegar fréttir bárast af nýrri byggðaáætl- un, þar sem höfuðáherslan er lögð á efl- ingu Eyjafjarðarsvæðisins til að skapa mótvægi gegn höfuðborgarsvæðinu. Það eigi sem sagt að vera einn punkur fyrir norðan gegn stóra punktinum syðra. Nú er að sjá sem um talsverða á- herslubreytingar sé að ræða í byggða- málunum, menn séu að hverfa frá hug- myndum að efla nokkra byggðakjarna um landið og treysta byggðina á þann hátt. Nú eigi að einbeita sér að einu svæði á landsbyggðinni, og sjálfsagt finnst mörgum að þama sé hrein uppgjöf á ferðinni. Nær hefði verið að halda efl- ingu byggðakjamanna inni í byggðaáætl- uninni: Borgamess, Sauðárkróks, ísa- íjarðar og Egilsstaða, auk Akureyrar. Og er þetta í takt við þær aðgerðir og áætlanir sem nú er unnið að, virkjun fyr- ir austan og álver við Reyðarfjörð. Nei aldeilis ekki. Það er eins og nú eigi að fara út í einhverjar kúvendingar. Hverju megum við eiga von á næst? Ljóst er að framtíð Norðurlands kem- ur til með að ráðast af öflugri byggð á Akureyri og við Eyjafjörð, því verður ekki mótmælt. Við Skagfirðingar og íbú- ar á Norðvesturlandi gerum okkur alveg grein fyrir því, en fleira þarf að koma til, þar sem að samgöngur verða aldrei það skjótar inn á það svæði að fólk úr vestri nruni sækja þangað atvinnu, ekki einu sinni næstu nágrannar; Skagfirðingar. Því verðum við að efla norðvestursvæð- ið eins og frekast er kostur. Þetta útspil ráðuneytis byggðamála, þar sem Valgerður Sverrisdóttir er yfir- maður, hlýtur að kalla á það að sveitar- stjómarmenn hér á svæðinu verði að endurmeta stöðuna. Og þessar fregnir kalla lram áleitnar spurningar, svo sem eins og þá hvort ekki sé að verða tíma- bært að Skagfirðingar setji ffam ákveðna kosti í atvinnumálum. Það er margt sem bendir til þess að Eyfirðingar séu að und- irbúa stóriðju og ætli sér að verða næstir í röðinni á eftir Austfirðingum á lands- byggðinni. Skagfirðingar þurfa kannski á þessari stundu að spyija sig hvort ekki sé réttast að stíga skrefið til ftills og knýja á um Skatastaðavirkjun, stóriðjutengda virkj- un. Það heyrist hjá mörgum þeim sem em andvígir Villinganesvirkjun, að miklu betra væri að fara bara beint í Skatastaðavirkjun, sem hefði þann mikla kost að jökulffamburðurinn stöðvaðist í lóni þeirrar virkjun. Nær væri að fara þessa leið en með Villinganesvirkjun þar sem ffamburðurinn, hálfíyllir lónið á 50 árum, og vandséð er hvort það mundi svara kostnaði að hreinsa lónið, en ljóst er að aðstæður til þess em ekki ákjósan- legar við Villinganes og Tyrfingsstaði. Kolkuós í Skagafirði hefur verið ncfndur sem álitilegur staður fyrir stað- setningu stóriðju og víst er að þangað er ekki langt fyrir t.d. Siglfirðinga að sækja vinnu og ekki heldur Austur-Húnvetn- inga þegar I’verárfjallsvegur verður kom- inn i gagnið. j fljótu bragði virðist þetta því álitlegur kostur til að efla atvinnu- svæðið á Norðvesturlandi, sem vert væri að skoða. Víst er að varla hefiir hingað til mátt minnast á stóriðju á Norðvesturlandi og vitaskuld verður stóriðja aldrei neitt lyk- ilorð í byggðamálum, en hún getur ver- ið einn margra þátta sem vert er að huga að. ÞÁ. Kemur út á miðvikudögum. Utgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Agústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 190 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 kiónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.