Feykir


Feykir - 13.02.2002, Side 4

Feykir - 13.02.2002, Side 4
4 FEYKIR 6/2002 „Hsegt að hemja samkomuna um stund“ Frá þorrablóti Það var létt yfir fólki á þorrablóti Skagfirðingafélags- ins í Reykjavík, sem haldið var í Akógeshúsinu við Sóltún, laugardagskvöldið 2. febrúar sl. Hvissviðrið sem geysað hafði í borginni sólarhringinn á undan var gengið niður, og á sama tíma og Skagfiðingar syðra settust að sínum þorra- mat í blíðu og blankalogni, geysaði stórhríð með tilheyr- andi rafmgansleysi nyrðra, og búið var að ffesta fyrirhuguðu þorrablóti á Hofsósi. Fólki var hugsað norður, ekki síst til mjólkurbænda sem svo mjög eru orðnir háðir rafmagninu og tækninni. Sölvi Sveinsson veislustjóri sagðist einmitt hafa ffétt það að norðan að Sigurður Sigfússon bóndi í Vík væri komin af stað með hugsugu- dæluna, sem tengd væri við mjólkurkerfin og drifin af dráttarvélaöxli. Eins og vænta mátti gat Sölvi ekki stillt sig um að víkja að sérkennum Skagfirðinga og Qalla um þá á gamansaman hátt. Sölvi sagði eitt víst þegar Skagfirðingar kæmu saman, að þá yrði gleðskapur, og ætla sér að hafa veislustjórn á hönd- um, væri trúlega í of mikið ráð- ist, það væri jú hægt að hemja samkomuna um stund, en svo yrði þetta að mestu stjómlaust. Sölvi vitnaði til orða gamals Skagfirðings séra Baldurs í Vatnsfirði, sem teldi tvö meg- inhémð í landinu, Skagafjörð og Fljótsdalshérað. Bæði með þessa miklu víðáttu og fegurð og Skagfirðingar með sín sér- einkenni: hestamenn, söng- Skagfirðingafélagsins í Reykjavík menn, kvennamenn; gleði- menn miklir. Skagfirðingar væru alltaf til í að skemmta sér og hafa gaman, á meðan ná- grannar þeirra Eyfirðingar tækju hlutunum af meiri festu og alvöru. Þetta hafi verið á- berandi í heyskapartíðinni hér áður fyrr. Þegar glaðnaði vem- lega til í veðri, létu eyfirskir bændur ekki segja sér það tvisvar að hraða sér í heyskap- inn, en á sama tíma átti Skag- firðingurinn það til að láta á hest sinn og njóta veðurblíð- unnar á hestbaki í góðum fé- lagsskap. Það mátti alltaf heyja. Skemmtiatriði voru góð á þorrablóti Skagfirðingafélags- ins og maturinn mikill og góð- ur. Guðbjörg Bjarman endur- flutti gamlan palladóm um Geirmund Valtýsson sem gerð- ur var um hann í þakklætis- skyni fyrir þorrablót Kvenfé- lags Sauðárkróks 1996, og var dómurinn greinilega ennþá í fúllu gildi og vakti kátínu blóts- gesta. Ólafur Sveinsson frá Varmalæk dreif upp fjölda- söng, auk þess sem sönghópur- inn „Veirurnar” söng nokkur lög, þar á meðal stórkostlega Claptonlagið „Tears in haven”. Veirumar, áætla að koma norð- Æskuvinkonurnar úr Sléttuhlíðinni, Ragna Pétursdóttir frá Hrauni og Ólöf Konráðsdóttir frá Skálá. Þau létu fara makindalega um sig: Heiða Sigurðardóttir frá Fitjum, Stefán Árnason, Guðbjörg Bjarman og Kristín Sigurðardóttir frá Ökrum. ur í vetur og syngja með Skag- firska kammerkórnum. Þá kom á óvart eitt skemmtiatriði, tveggja smala- manna að norðan, sem komu úr sitthvorri áttinni á heiðinni og mættust á sýslumörkunum. Þar kernur við sögu Óskar nokkur Hjaltason trúbador frá Skagaströnd, piltur sem fer fimum höndum um gítar- strengina og hefúr fallega rödd. Þeir kalla sig „Tvo góða að norðan”, Óskar og Gunnlaugur Sigurjónsson frá Reykjahóli, eða Gulli á Hólnum eins og hann kallar sig. Þeir félagar hafa verið að troða upp í haust og eru ekki beint líkir lista- menn, Óskar meira „prófes- sonal í spilamennsku og söng”, en Gulli hefúr engu að síður gott álit á sér sem söngvara, lætui' þó meira bera á leikrænu tilburðunum, og t.d. fóra þeir félagar á kosturn í Búkollu- söngnum, þar sem Gulli var kostulegur í hlutverki smalans. Frá veislustjóraborðinu: Hægra megin er Magnea Jóhannsdóttir kona Sölva Sveinssonar, þá Alda Hauksdóttir, Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Þorsteinn Þórsson og innst er Guðbjörg Bjarman. Vinstra megin er Jónatan Eiríksson maður Dennu frá Flugumýri, þá Herdís Sveinsdóttir, Guðmundur Ólafsson maður Öldu, og innst eru svo systurnar Bryndís og Kristín Þöll Þórsdætur. Tveir góðir að norðan: Gunnlaugur Sigurjónsson frá Revkjarhóli og Óskar Hjaltason frá Skagaströnd.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.