Feykir


Feykir - 13.02.2002, Side 5

Feykir - 13.02.2002, Side 5
6/2002 FEYKIR 5 Girnilegt er þorratrogið Þorrinn er góður mánuður. Hjá mér vakna þjóðlegar kenndir og vitundin um að vera Islendingur verður að æi- björtu ljósi sem eyðir öllum hversdagshugmyndum og skuggalegum grun um fallvalt- leika tilverunnar og vonsku mannanna. Þetta er vegna þess að ég er eins og allir hinir, að- eins það sem ég ét og nú ét ég þorramat. Oft í hádeginu, alltaf á kvöldin, og flestar nætur laumast ég í trogið þegar aðrir liggja á meltunni. Við erum heppin að geta notað heilan mánuð til éta okkur aftur í gegnum þjóðarsöguna og svallað hnífaparalaust í öllum þessum mismunandi yldu- og rotnunarstigum sem blessaður þorramaturinn hefur. Ekkert er hollara fyrir þjóð- arsálina eða skapar eins heil- steypta samkennd og að sitja alsæl í kringum sama trogið í sömu ólyktinni og mega hik- laust gramsa með lúkunum í kræsingunum og drekka ó- mælt og átölulaust brennivín með. A slíkum stundum þakka ég goðunum fyrir að vera ís- lendingur og öðrum ónefndum máttarvöldum fyrir að vera Skagfirðingur, sem getur víta- laust sungið á kamrinum til morguns. Þorramatur fyllir mig líka andagift. Ég sé vel hvað flokk- amir okkar, sem eru að máta kosningabuxurnar, eru þjóð- legir og sannir þar sem þeir liggja snyrtilega tilreiddir í troginu og bíða þess með þol- inmæði að kjósendur velji sér leiðtoga og vissulega eru þeir gimilegir. Stærsta skepnan er auðvitað hákarlinn, sá minnir á Sjálf- stæðisflokkinn. Stór er hann gráðugur og beinlaus, en skrápurinn er grófúr og greind- arvísitalan sprengir enga skala, enda þarflaust því verkunin bætir útlitið upp. Hann er lát- inn liggja í kös í nokkrar vikur, síðan Iiengdur á rá og étinn þegar rotnunin er að komast á það stig að hann hættir að tolla saman. En hann er skorinn í svo smáa bita að óbragðið dofnar. Framsóknarflokkurinn er lítið smærri en ffamreiddur á fleiri vegu, þá á ég við sauð- kindina. Með ólíkindum er hvað þá vesalings skepnu er hægt að matreiða í mörgum tegundum. Hún er reykt, ný, söltuð, súrsuð og sér maður þó illa á þeim sauðasvipinn nú- orðið, því er sviðasulta er í tísku um þessar mundir. Samfylkingin er harðfiskur, flattur, þurrkaður, roðflettur og bragðlaus. En verður samt aldrei annað en þorskur, sama hvaða umbúðir eru notaðar. Þá eru það vinstri grænir. Þeir eru nú bara hálfsúrir og ekki bragðgóðir, enda hráefnið selshreifar og hrútseistu, sem hafa tapað bæði lögun, bragði og tilgangi. Svo eru auka- og uppfyllingarefhi, rófústappa, rúbrauð og slátur, sem enginn nennir að éta, og er líka seinni- tíma viðbót rétt eins og Fijáls- lyndir. Skrautið á öllum þorrablót- um er brennivínið, vonandi verður mikið af því í formi aukaframboða, sem fljóta yfir allt í stefnulausri óreiðu en deyfa blessunarlega bragðið af matföngunum. Raunar er brennivínsþorsti okkar svo heilsteyptur að við getum drukkið okkur til skammar blótalaust, en það kemur ekki þessum spaklega pistli við. Glaumur. Frá dorgveiðikeppninni sl. vetur. Ferðamálabraut Hólaskóla Dorgveiðikeppninni vex fiskur Dorgveiði nýtur vaxandi vinsælda hérlendis sem fjöl- skylduskemmtun. Sunnudag- inn 17. febrúar verður haldin hin árlega dorgveiðikeppni ferðamálabrautar Hólaskóla og er þetta Qórða árið sem ferðamálabrautin stendur fyrir slíkri keppni sem hefúr notið sívaxandi vinsælda. Keppnin hefur ffá upphafi farið ffam á Vatnshlíðarvatni á Vatnsskarði. I vatninu eru tvö sérstök af- brygði af bleikju og hefúr hún tekið vel. Keppnin hefúr ávalt um hrygg! verið fjölmenn og heppnast vel. Skráning hefst við Vatns- hlíðarvatn kl. 13:00 og þá get- ur fólk farið að velja sér holu og gert allt klárt fyrir keppnina sem byrjar kl. 13:30 og lýkur kl. 15:30. Keppter íbama-og fúllorðinsflokkum og veitt verða vegleg verðlaun í öllum flokkum að keppni lokinni. Allir eru hvattir til að mæta og njóta samverunnar á ísn- um, segir í tilkynningu frá Ferðamálabraut Hólaskóla. Frábær árangur UMSS á Meistaramótinu „Við náðum okkar lang- besta árangri frá upphafi, alls 28 verðlaunasætum, þar af sjö meistaratitlum. Ef reiknuð væm stig samkvæmt reglugerð um meistaramót utanhúss þá væri UMSS með u.þ.b. jafn- mörg stig FH og Breiðablik samanlagt", segir Gísli Sig- urðsson þjálfari frjálsiþrótta- liðs UMSS, en liðið náði ffá- bærum árangri á Meistaramóti íslands innanhúss um síðustu helgi. „Við emm með langmestu breiddina af öllum liðunum og emm með okkar langbesta lið ffá upphafi. Innanhúsmótið er ekki stigakeppni en samkvæmt útreikningum Gisla miðað við útimótin hlaut UMSS 170 stig, Breiðablik 89 stig og FH 82, og lýsa þessar tölur vel breidd- inni í liði UMSS. Qctdu góð Frábært verð á skíðapökkum UJ<i verö frá. l6-90° jrnapaKi' raUUapaUkiveröfrá ^ oo lng,ingapaUUiverafr^ goo ^orðinspaUUi—- 0 C6„9usUiðapaUU.ver ^ SnióbrettaPaUU.veröfra ÍÍtt'iiiS’ ig skíðafatnaður á alla fjölskyldunkOV pM fyaup tsfydaöúðÍHni • ^

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.