Feykir


Feykir - 13.02.2002, Síða 8

Feykir - 13.02.2002, Síða 8
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra 13. febrúar 2002, 6. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Hólastaður er þekktur fyrir gestrisni og góðan viðurgjörn- ing. Þaðan fer enginn svangur frá garði. Inga María Stef- ánsdóttir starfsstúlka í eldhúsi Hólaskóla undirbýr fallega vöðva til steikingar fyrir ráðstefnugesti og annað staðarfólk síðasta föstudagsmorgun. Þriggja bíla árekstur Þriggja bíla árekstur varð á bninni yfir Hofsá við Hofsós á sjötta tímanum á föstudag. Karlmaður í einum bílanna slasað- ist lítilsháttar. Tveir bílanna eru talsvert skemmdir, fólksbílar, en þriðji bílinn, jeppabifreið, var ökufær á eftir. Ekki er vitað um frekari tildrög slyssins. Þá barst lögreglunni tilkynning þess efnis að menn á jeppa heföu farið inn á íþróttasvæðið á Sauðárkróki og upp í Grænu- klaufina, keyrt þar þvers og kruss um Klaufina, en þarna eru jafnan böm að leik.Lögreglan vill ítreka að umferð vélsleða og torfæmtækja er bönnuð innan bæjanriarkanna. Bjami tíl Húnvetninga Bjami Stefánsson sýslumaður á Hólmavík hefur verið ráð- inn sýslumðaur Húnvetninga, en 11 sóttu um stöðuna. Bjami, var á árum áður kunnur frjálsíþróttakappi. Nýr útsölustjóri ÁTVR Sigurður Björnsson á Sauðárkróki, sem starfað hefur um árabil í útsölu ARVR á Sauðárkróki, hefur verið ráðinn útsölu- stjóri ffá og með maíbyijun er Stefán Guðmundsson lætur af störfúm. Sigurður var í hópi 30 umsækjenda um stöðuna. KJORBOK Vinsœlasti sérkjarareikningur Islendinga - með hœstu ávöxtun í áratug! Landsbanki jslands í forystu til framtiðar ' Útibúið á Sauðárkróki - S: 453 5353 . Frjálsíþróttasambandið í lið með UMSS að ná landsmóti á Krókinn Frjálsíþróttasamband íslands hefur gengið í lið með Ung- mennasambandi Skagafirðinga og styður það heilshugar að næsta Landsmót UMFI verði haldið á Sauðárkróki. Boltinn er hinsvegar hjá sveitarstjóm Sveit- arfélagsins Skagafjarðar, sem hefúr ekki enn sem komið er tekið málið til formlegrar með- ferðar, og svo virðist sem þar á bæ sé ekki mikill áhugi fyrir landsmótinu. Gísli Sigurðsson frjálsíþróttafrömuður og þjálfari segir að menn viðurkenni ekki á- ætlanir UMSS-manna um að gerð frjálsíþróttavallarins, eina mannvirkisins sem vanti til að halda landsmót, kosti innan við 60 milljónir og þar af komi 45 milljónir frá ríkinu. Gísli vill meina að annar kostnaður við landsmótshals sé hverfandi. Sem kunnugt er sagði Isa- fjarðarbær sig frá því að halda landsmót, en það eru áætlanir og úttekt sem gerð var vestra, sem stuðst er við varaðandi nýjan leikvang á Sauðárkróki. Eins og er hefur einungis ein gild um- sókn borist í landsmótið 2004, ffá Kópavogsbæ fyrir hönd UMSK. Skagfirðingar hafa lagt inn umsókn, en hún mun ekki öðlast gildi fyrr en samþykkt liggur fyrir ffá sveitarstjóm, en landsmótsstaður verður væntan- lega ákveðinn á fundi UMFÍ seint í marsmánuði. I bréfi sem Fijálsíþróttasam- band íslands hefúr sent UMFI er lögð áherslu á að næsta Lands- mót UMFÍ verði haldið á Sauð- árkróki. Helstu rök fyrir afstöðu sambandsins eru þessi: A sambandssvæði UMSS er eitt það öflugasta starf innan ffjálsíþróttahreyfingarinnar sem um getur urn þessar rnundir. Þetta má sjá á frammistöðu keppenda sambandins á nýaf- stöðu Meistaramóti íslands inn- anhúss og Bikarkeppni FRI á sl. ári, þar sem liðið varð í 2. sæti. Innan sambandsins, þó aðallega Umf. Tindastóls, fer ffam ein- staklega öflugt starf og sækjast keppendur effir að komast í þann öfluga og einarða félagsskap sem innan félagsins er að finna. Rausnarlegur styrkur ffá rík- isvaldinu, um 50 milljónir króna myndi verða veittur til uppbygg- ingar á íþróttamannvirkjum á svæðinu, ef Landsmót verður haldið þar. Hér er því einstakt tækifæri til að fá framtíðarað- stöðu með utanaðkomandi stuðningi. Verði Landsmót hins vegar haldið á höfúðborgar- svæðinu, er hætt við að ríkis- valdið myndi ekki veita um- ræddan styrk og að mjög erfitt yrði að sækja hann til ríkisins í ffamtíðinni, t.d. fyrir Landsmót- ið árið 2007. Keppendur í frjálsíþróttum hafa úr sjö fijálsíþróttavöllum að velja til æfinga og keppni. Að- eins einn völlur er utan suðvest- urhoms landsins, á Egilsstöðum. Því er ljóst að frjálsíþróttavöllur nteð gerviefni á Sauðárkróki myndi hafa gífúrlega þýðingu fyrir starfið á staðnum og jafnvel vera öðrurn íþróttafélögum og byggðalögum hvatning. Á sama hátt er hætt við, að ef Landsmót- ið yrði ekki á Sauðárkróki, að brestir mynduðust í það öfluga uppbyggingarstarf sem nú er í gangi”, segir Jónas Egilsson for- inaður FRI. Höfðahreppur dæmdur til að greiða bætur vegna slyss Höfðahreppur á Skagaströnd hefúr verið dæmdur til að greiða fyrrvarandi starfsmanni vinnu- skóla hreppsins 9,3 milljónir í bætur auk vaxta vegna áverka sem hann hlaut í slysi í starfi er leiddi til tímabundins atvinnu- tjóns, varanlegrar örorku og var- anlegs miska. Hæstiréttur felldi þennan dóm í síðustu viku, en Héraðsdómur Reykjavíkur sýkn- aði Höfðahrepp af kröfú manns- ins í fyrra, en hann krafðist 18,9 milljóna í bætttr. Aðdragandi slyssins var sá að þegar vinnuskólinn var að ljúka störfúm gerðu unglingar sér dagamun af því tilefni, og meðal ærsla og leikja er þá áttu sér stað, var að skvetta vatni hver á annan og m.a verkstjórana við vinnu- skólann. Umræddur maður lá á bakinu undir sláttuvél og var að losa aðskothlut úr vélinni þegar tveir piltar skvettu á hann vatni. Maðurinn vék sér undan og rak við það hægri öxlina upp undir öxul vélarinnar og hlaut við höggið áverka sem leiddu til fyrrgreindra afleiðinga. Hæstiréttur taldi viðbrögð mannsins í alla staði eðlileg og að þeir sem vom valdir að ófam- aði hans, hefðu jafnframt mátt sjá það íyrir. í ljósi framburðar vitna var lagt til grundvallar að tilteknir yfirmenn við vinnuskól- ann hefðu sjálfir verið þátttak- endur í aðgerðinni gagnvart manninum. Þeir hefðu þannig borið sök á slysi hans. Málið dæmdu hæstaréttar- dómaramir Markús Sigurbjöms- son, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Lög- maður áfrýjanda, starfsmanns vinnuskólans, var Steingrímur Þormóðsson hrl. og lögmaður stefnda, Höfðahrepps, Hákon Amason hrl. ...bílaj’, tiyggfngai’, bækur, ritföng, framköllun, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYNcJARS SDÐTOOÖTtl 1 SÍMI 463 5960 Kodak Pictures KODAK*ÉXPRESS gæðaframköllun Flísar, flotgólf múrviðgerðarefni Aðalsteinn J. Maríusson Sími : 453 5591 853 0391 893 0391

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.