Feykir - 15.05.2002, Síða 1
rafsjá hf
RAFVERKTAKAR
SÉRVERSLUN
MEÐ RAFTÆKI
SÆMUNDARGÖTU1
SAUÐÁRKRÓKI
Landvinnsla FISK
í 1300 milljónir
Þær slá ekki slöku við konurnar í landvinnslu Fiskiðjunnar Skagfirðings.
Með betri grásleppuvertíðum
Tæplega 250 manns litu inn í
Fiskiðjuna Skagfirðing sl.
föstudag, þegar opið hús var hjá
fyrirtækinu. Gestir urðu þess
áskynja að landvinnsla FISK er
orðin mjög öflug á nýjan leik, en
ekki eru mörg ár síðan úlitið var
þannig að dagar landvinnslu
voru nánast taldir. Þá þurfti að
fækka fólki verulega, en með
breyttri steínu að íramleiða upp í
íyrirframgerða samninga heíur
tekist að byggja vinnsluna upp
og nú starfa við hana 50-60
manns. Hlutur vinnslunnar í
landi er sífellt að hækka í veltu
fyrirtækisins. A síðasta ári var
unnið fyrir tæpan milljarð í
landvinnslunni, en áætlað er að á
þessu ári verði það um 1300
milljónir.
Að sögn Tómasar Ardals
verkstjóra hjá FISK eru unnin að
meðaltali 95 tonn í frystihúsinu í
viku hverri. Stærstur hluti
hráefnis kemur af Hegranesinu,
en við lagfæringar á skipinu er
það nú mjög vel búið til
ísfiskveiða. Hráefnið er snögg-
kælt um borð og stærðarflokkað,
kemur því ferskt í vinnsluna og
yfirleitt líða ekki nema 10 dagar
frá því það kemur þangað og er
komið út úr húsi á leið til kaup-
andans. Ekki hefur verið hrá-
efnisskortur í frystihúsi FISK
síðustu fimm árin, ef undan er
skilið sjómannaverkfallið á
síðasta vori þegar vinnsla féll
niður í fimm daga.
„Við erum með mjög góðan
kjarna starfsfólks héma í
vinnslunni. Það hefúr markvisst
verið unnið að hagræðingu i
vinnslunni á síðustu árum og
lögð mikil áhersla á pökkunar-
þáttinn. Við erum að framleiða
upp í samninga sem gerðir eru 3-
12 mánuði ffarn í tímann og það
hefúr gengið mjög vel að
uppfylla óskir kaupenda”, segir
Tómas Ardal verkstjóri í
Fiskiðjunni.
Á þessu kvótaári er áætlað að
vinna 4400 tonn af þorski, 200
tonn af ufsa og pakka 300
tonnum af karfaflökum, sem
unnin eru í frystihúsinu á
Grundarfriði og um borð í
Málmey.
„Þetta hefúr gengið svona
upp og ofan. Engu að síður er
þetta án efa besta vertíðin í mörg
ár. Veiðin var ágæt í apríl og tíð-
arfarið sérstaklega gott, en síðan
kom þetta hret um mánaðamótin
með miklu brimi sem olli um-
talsverðu tjóni hjá mönnum, ég
held það að hafi varla sloppið
nokkur við talsverðan skaða í
því veðri”, segir Steinn Rögn-
valdsson grásleppuveiðimaður
og bóndi á Hrauni á Skaga.
Steinn segir að reynsluminni
menn á grásleppuveiðunum hafi
aldrei kynnst því hvernig brim-
rótið geti leikið netin eins og
gerðist um síðustu mánaðamót.
„Maður hafði aldrei séð þetta,
bara heyrt af þessu, þetta var það
slæmt. Og svo voru menn rétt að
verða búnir að fara yfir netin,
þegar þetta síðasta hret skall á,
en ég held að sé varla mikil
hætta á tjóni í þessu veðri.”
Þeir Hraunabændur vitjuðu
síðast um á fimmtudaginn var og
varla hefúr gefið á sjó síðan.
Steinn segir að menn séu komn-
ir með um og yfir 50 tunnumar
og kannski sé ágætur möguleiki
fyrir suma að komast í 60 ef vel
gangi það sem eftir er. Þeir
Hraunsmenn fari þó lílega að
hætta veiðunum bráðlega, enda
byiji sú gráa að hrygna upp úr
20. maí og veiðin taki að daprast
úr því ef að vanda lætur.
„Annars er bjart yfir hlutun-
um héma á Skaganum, sauð-
burður að byija og æðafúglinn
að búa um sig. Það er búið að
halda héma einn framboðsfúnd,
með ffamsókn, og sjálfsagt
koma einhveijir fleiri til okkar
fyrir kosningamar sem em að
bresta á”, sagði Steinn á Hrauni.
Útlit fyrir spennu í Húnaþingi vestra
„Hér em fjórir listar í ffamboði og því
kominn stór hluti íbúanna á ffamboðslista
eða em áhangendur þeirra. Það er þvi mat
þeirra manna hér sem hafa „kosninganef-
ið” svokallaða að það þurfi ekki að sveifl-
ast til mörg atvæði svo að þessi listinn eða
hinn fái einn eða þijá menn. Staðan er því
að vissu leyti mjög tvísýn”, segir Sigfús
Jónsson fyrmrn bóndi á Söndum í Mið-
firði, en Sigfus er einn þeirra manna sem
alltaf verður svolítið spenntur er dregur að
kosningum.
Mjög mjótt var á munum í Húnaþingi
vestra við síðustu kosningar og reiknað er
með að svo verði einnig nú. Það var því
svolítið áleitið að leita til einhvers „spek-
ings” á svæðinu og biðja hann að spá fyrir
um úrslitin. Sigfus hefur sem kunngt er ver-
ið laustengdur stjómmálaflokkunum heima
fyrir nú um hríð, dvalið talsvert syðra, en
engu að síður fylgst með. Hann var staddur
á heimaslóðum nú um helgina, fór á fúndi
og hleraði hjá mönnum hvemig líkleg staða
væri.
„Það vom flestir á því að þetta yrði
mjög naumt. Margir þeirra sem ég talaði
við, menn sem em með nokkuð magnað
„kosninganef”,voru helst á því að ffam-
sókn fengi tvo, sjálfstæðið tvo, óháði litinn
merkur T-inu fengi líklega líka tvo og Sam-
fylkingin einn. Reyndar koma S-listinn síð-
astur ffam, þannig að þeir gætu svo sem átt
eftir að rétta sinn hlut. Annars hafa þessir
tveir síðastnefndu listar þá sérstöðu að vera
nokkuð staðbundnir, á t-inu em fólk úr
dreifbýlinu, en á S-inu aðallega frá
Hvammstanga. Það er spumingin hvað tel-
ur meira í kjörkassana, en það er meiri
dreifing á fólki á hinum listunum. Sumir
vom náttúrlega að nefna að sinn listi fengi
þijá menn en aðrir minna, en það held ég
að sé óhófleg bjartsýni sem ekki er mark
takandi á”, segir Sigfús ffá Söndum.
—KTeH£»tt chjDI—
Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019
• ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA
• FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA
• BÍLA- OG SKIPARAFMAGN
• VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA
# JIMff bílaverkslæði*0o
y ÆTæWM. sími: 453 5141 ^
Sæmundargata lb 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140
JfcBílaviðgerðir & Hjólbarðaviðgerðir
& Réttingar # Sprautun