Feykir - 15.05.2002, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 17/2002
Nýtt framboð - nýjar áherslur
Áherslur Vinstri hreyfingar-
innar-græns framboðs í sveitar-
stjórnarmálum eru skýrar.
Hreyfingin leggur áherslu á fjöl-
breytni í byggð landsins, ijöl-
breytni í atvinnulífi, öflugt vel-
ferðarkerfi, jöfnuð lífskjara og
samábyrgð samfara stuðningi
við þá sem höllustum fæti standa
í lífsbaráttunni. Einnig umhverf-
isvernd, því umhverfismálin
verða í sífellt vaxandi mæli við-
fangsefni sveitarfélaga. I Ireyf-
ingin hafnar þcirri kaldrifjuðu
markaðshyggju, sem nú gegn-
sýrir þjóðfélag okkar, þar sem
markaðurinn og peningaöflin
ráða för og valta yfir þá sem
minna mega sín.
Markmið og leiðir
Vinstrihreyfingin-grænt
framboð vill byggja upp samfé-
lag jafitaðar og réttlætis, þar sem
allir íbúar Skagafjarðar eru jafn
réttháir, hvort sem þeir eru bú-
settir á Sauðárkróki, frammi í
Austurdal eða úti í Fljótum.
Hreyfingin vill starfa fýrir hérð-
ið allt og hlusta á raddir heima-
manna á hveijum stað um það,
hvað best megi verða atvinnulífi
og mannlífi til eflingar og fram-
dráttar. Við viljum hlusta á fólk,
en ekki tala niður til þess. Við í
VG viljurn tala skýrt og á
mannamáli, svo allir skilji, en
forðast klisjur og stofnanamál.
Framboðið vill móta skýra
stefnu í þýðingarmestu mála-
flokkum sveitarfélagsins, en ekki
lofa of miklu eða setja upp
skrautlega orðaða stefnuskrá,
sem lítið er á bak við, heldur
reyna að standa við gefin loforð,
svo sem kostur er. Ráðdeild og
lieiðarleika setjum við ofarlega í
öllu starfi.
í atvinnumálum vill VG líta
til sem flestra kosta í héraði með
fjölbreytnina að leiðarljósi.
Hreyfingin er andvíg sölu á hlut
sveitarfélagsins og ríkisins í
Steinullarverksmiðjunni, sem
n'kisstjómin hefúr nú knúið fram
með lagasetningu á Alþingi.
Dapurlegt er, að sveitarfélögin í
landinu skuli knúin til þess íyrir
aðgerðir stjómvalda að selja sín-
ar arðsömustu eignir til að
grynnka á skuldum sínum. Eðli-
legra hefði verið að vinna að
stækkun verksmiðjunnar enda
rekstur hennar gengið vel. Allt er
þetta mál með eindæmum og
mikil andstaða gegn sölunni hér
Aðalfundarboð
Aðalfundur Steinullarverksmiðjunnar h.f. verður haldinn
miðvikudaginn 22. maí 2002 kl. 11:00 að Kaffi Krók,
Aðalgötu 16, Sauðárkróki.
Á dagskrá eru auk tillagna um breytingar á samþykktum
félagsins venjuleg aðalfúndarstörf, en skv. 16. gr. samþykkta
félagsins skal taka fyrir eftirfarandi mál:
1. Skýrsla stjómar félagsins um starfsemi þess s.l. starfsár.
2. Efnahags- og rekstrarreikningur fyrir liðið reikningsár,
ásamt skýrslu endurskoðenda, skal lagður fram til
staðfestingar.
3. Tekin ákvörðun um hvemig fara skuli með hagnað eða tap
félagsins á reikningsárinu.
4. Tekin ákvörðun um þóknun til stjómarmanna og
endurskoðenda.
5. Tillögur til breytinga á 5. tölulið 16. gr., 19.gr. og 27. gr.
samþykkta félagsins.
6. Kosning stjórnar og varastjórnar og tilnefning fulltma
rikisins.
7. Kosning endurskoðenda.
8. Önnur mál, sem löglega em upp borin.
Dagskrá fundarins, ársreikningur, skýrsla endurskoðenda og
tillögur til breytinga á samþykktum félagsins liggja fyrir á
skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfiind skv. 14. gr. samþykkta
félagsins.
Steinullarverksmiðjan h.f.
í héraði svo sem komið hefúr
fram í fjölmiðlum.
Vart verður séð, að Villinga-
nesvirkjun leysi stóran vanda í
atvinnumálum Skagafjarðar,
nema náttúrulega eitthvað með-
an á byggingartíma stendur, enda
líklegast, að orkan ffá henni
verði send suður í Hvalfjörð í
stóriðjuna þar. Hins vegar kann
virkjun að skapa ný vandamál,
sem fæstir vilja hafa hátt um.
Heimamenn þurfa að skoða
rækilega, hver verður fómar-
kostnaður virkjunar, hvort við
viljum taka áhættu á mikilli
röskun á vatnasvæði Héraðs-
vatna samfara virkjun og hvort
við erum reiðubúin að fóma fyr-
ir virkjun þeim vaxtarsprota í
ferðaþjónustu, sem áhugasamt
fólk hefúr verið að byggja upp
hér í héraði síðustu árin, sem eru
fljótasiglingar (river rafting) og
ferðaþjónusta þeim tengd sem
farin er að gefa af sér 3-4 tugi
milljóna árlega í beinar tekjur og
búin að koma Skagafirði inn á
kortið sem miðstöð fljótasigl-
inga. Vilja héraðsbúar fórna
þeint ávinningi fyrir virkjun?
Ferðaþjónusta er einn helsti
vaxtarsprotinn í atvinnulífi á
landsbyggðinni um þessar
mundir. Að honuin þaif að hlúa.
Svokölluð menningartengd
ferðaþjónusta mun fara vaxandi
á komandi árum. Skagafjörður
er eitt af söguríkustu hémðum
landsins. Kirkju-og sögustaðir
héraðsins skipa stóran sess með
Hólastað í broddi fylkingar.
Kynning á sögustöðum í Skaga-
firði er að verulegu leyti óunninn
akur, sem býður upp á aukna
möguleika í ferðaþjónustu.
Einnig er vert að minna á starf-
semi handverksfólks í Skaga-
firði, Alþýðulist, sem atvinnu-
skapandi verkefni.
Efla þarf frumatvinnuvegi
héraðsins og nýta orkulindir í
iðmm jarðar, svo sem heita vatn-
ið sem nóg er af, m.a. til aukinn-
ar ylræktar og fiskeldis, en ekki
síður þann auð sem í fólkinu
sjálfú býr.
Skóli og menning
Skólamálin eru ofarlega á
blaði VG. Við viljum efla allt
skólastarf í sveitarfélaginu á
gmnnskóla-og framhaldsskóla-
stigi, bæta innra starfið, og auka
samstarf skóla með samnýtingu
kennara og aðstöðu í ýmsum sér-
greinum fremur en að fækka
skólum. Við leggjum áherslu á
að skólum verði ekki fækkað
meir en orðið er í sveitarfélaginu.
Skólastarfi verði áfram haldið í
Steinstaðaskóla og engar breyt-
ingar gerðar þar á nema sam-
kvæmt vilja foreldra. Sama gild-
ir um Sólgarðaskóla. Fráfarandi
meirihluti sveitarstjórnar boðaði
sem kunnugt er á liðnu vori, að
skólahald í Steinstaðaskóla verði
endanlega lagt niður haustið
2003.
VG leggur áherslu á að fé-
ERU ÞIÐ TIL f..............................?
Meðferðarheimili í nágrenni höfnðborgarsvæðisins,
óskar að ráða hjón eða sambýlisfólk á besta aldri, til
starfa sem fyrst.
HANN þarf að vera með bílpróf, ráðagóður og hagur á
ýmsum sviðum. Einhver þekking á ylrækt væri
kærkonnn, en ekki skilyrði,-
HÚN þarf að geta eldað og bakað fyrir 25 - 30 manna
mötuneyti.-
ÞAÐ sem mestu máli skiptir fyrir bæði, er reglusemi,
jákvætt hugarfar og góð mannleg samskipti.
Fólk, með börn á skólaskyldualdri, kemur ekki til
grema. Húsnæði er á staðnum.
Upplýsingar í síma 895-3468, virka daga,milli kl. 16.00
og 18.00.
lagsheimilin verði áffam í eigu
sveitarfélagsins, en leitað verði
allra leiða til að auka fjölbreytni
í rekstri þeirra. Við vildum sjá
aukið tómstunda-og forvarnar-
starf í félagsheimilunum, og
fögnum tilkomu kaffi- og menn-
ingarhúss ungs fólks á Sauðár-
króki. Líta verður á skóla-og fé-
lagsheimili sem eina heild, sem
styðja hvort annað rekstarlega
séð þar sem þau eru til staðar.
Hvort tveggja er stór hluti af
sjálfsmynd sveitarinnar, þar sem
þau eru staðsett, og íbúanna þar.
Séu þessar stofnanir lagðar niður
eða hlutverki þeina breytt, skap-
ast tómarúm, sem erfitt verður
að fylla. VG vill auka hlut rnenn-
ingar og lista í Skagafirði, styðja
starf áhugafélaga og einstaklinga
á því sviði og móta skýra stefnu,
hvernig að stuðningi við slíka
starfsemi skuli staðið.
Menn hafa mismunandi sýn á
það, hvemig þeir vilja hafa sam-
félagið, hvað þeir vilja láta hafa
forgang. En öll viljum við vænt-
anlega heill og hag þessa fagra
héraðs, Skagafjarðar, sem mest-
an.
Mestu skiptir nú að horfa til
framtíðar og gera gott samfélag
betra. Að því vill VG vinna fái
framboðið til þess stuðning ykk-
ar, ágætu Skagfirðingar. Ég hvet
alla íbúa sveitarfélagsins til að
kynna sér vel stefnuskrá VG og
skoða hvaða áherslur eru þar
efstar á blaði. Þá mun fólk sjá,
að hér er komið fram nýtt afl
með nýjar áherslur.
Gleðilegt sumar!
Ólafur Þ. Hallgrímsson,
sóknarprestur Mælifelli. Skipar
12. sæti á framboðslista Vinstri
grænna í Sveitarfélaginu Skaga-
firði.
Söngbúðir
Um 45 böm úr bamakórum í
Skagafirði komu saman í æf-
ingabúðum á Löngumýri sl.
sunnudag 12. maí. Börnin sem
vom frá Árskóla á Sauðárkróki,
Varmahlíðarskóla og úr bamakór
Hofsóskirkju æfðu söng og radd-
beitingu undir stjóm Stefáns R.
Gíslasonar, Önnu K. Jónsdóttur
og Önnu M. Guðmundsdóttur.
Dagskráin stóð frá því klukkan
tvö um daginn og var haldið
heim á leið um sjö leytið um
kvöldið.
Auk söngsins var farið í heita
potta og grillað þótt veðrið væri
ekki upp á það besta. Að sögn
Önnu K. Guðmundsdóttur eins
kennarans hafa kórböm í Skaga-
firði ekki komið saman í þessum
tilgangi fyrr, en vonast er til að
ffamhald verði á. Trúlega kemur
starf sem þetta sönglífi í héraðinu
til góða ef til ffamtíðar er litið, að
böm úr þessum kórum eigi effir
að taka virkan þátt í starfi fúllorð-
inskóranna seinna meir.
Kenrur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf.
Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauóárkróki. Póstfang: Box4,
550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703.
Farsími 854 6207. Netíang: feykir @ krokur. is.
Ritstjóri: Þóriiallur Ásmundsson. Blaðstjórn: Jón F.
Hjartarson, Guöbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmiuidur
Hemrannsson, Sigiuhur Ágústsson og Stefán Amason.
Áskriftarverð 190 krónur hvert tölublaö nteð vsk.
Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Seúiing og
umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á
aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.