Feykir - 15.05.2002, Page 6
6 FEYKIR 17/2002
Hagyrðingaþáttur 338
Heilir og sælir lesendur góðir.
Er ég ríslaði í vísnakroti mínu nú
fyrir skömmu rakst ég á eftirfarandi
vísur sem ég hef hripað hjá mér án þess
að hafa vitað um höfund að þeim. Eru
þær ortar um það leyti og umræða stóð
sem hæst um uppfinningu á pillu sem
sérstaklega var ætluð konum.
Strákar hengja haus á bringu
hugur fyllist eymd og gráti
fái stelpur fullnægingu
framvegis með lyfja áti.
Það mun vera mjög á mörkum
að maður geti sansað ffúna,
upp á flestum asnaspörkum
eru þeir að finna núna.
Sigurður Kristmann Pálsson mun
hafa ort næstu vísu við fráfall vinar.
Gegnum dauðans skugga ský
skil ég burtför þína.
Guð hefúr vantað gimstein í
geislakrónu sína.
Sá ágæti hagyrðingur Dagbjartur á
Refsstöðum rifjar upp í huganum ýiusa
vafasama dóma um eignarétt og yrkir svo.
Stopult var mitt lífsins lán
og lítið þar um sólskinsbletti.
Hef þó stolið oftast án
aðstoðar frá Hæstarétti.
Höfundur næstu vísu mun vera Er-
lendur Gottskálksson og er hún ort til
eiginkonu hans.
Meðan himinn lætur líf
leika í æðum mínum,
lofaðu mér að vera víf
vin í armi þínum.
Þá mun þessi kunna vísa einnig vera
eftir Erlend.
Alltaf bætist raun við raun
réna gleðistundir.
Það er ei nema hraun við hraun
höltum fæti undir.
Þegar Erlendur varð fýrir þeim
þungu búsitjum að missa kú úr fjósinu
varð þessi vísa til.
Stefnir að mér slysafans
stundir gæfú dvínar,
ætla nú til andskotans
allar reitur rnínar.
Guðfinna Þorsteinsdóttir orti eins
og margir vita undir skáldanafninu
Erla. Bjó hún á Teigi í Vopnafirði í
hartnær 40 ár. Þar mun hún hafa ort
þessa fallegu vorvísu.
Auð er hlíðin upp að sjá
útsjón fríð fráTeigi.
Andar þíðu inni frá
undur blíðum degi.
Önnur vísa kemur hér eftir Erlu.
Fuglinn syngur, fræ í mold
fer að springa úr hýði.
Vorið yngir freðna fold
fegrar ling og víði.
I síðasta þætti birti ég eftirfarandi
vísu, sem ekki mun hafa verið rétt með
farin. Hef ég nú fengið þær ágætu upp-
lýsingar að höfúndur hennar sé séra
Einar Sturlaugsson og rétt er hún þannig.
Ef mér skolar upp á sand
aldan hinsta sinni.
Vona ég að Vesturland
vöggu skýli minni.
Það mun hafa verið hinn snjalli Jón
S. Bergmann sem orti svofellda sveit-
arlýsingu.
Garðurinn með nagg og níð
nær þeim hæstu tónum,
setinn er af sultarlýð
og sálarlausum dónum.
Til er frásögn um að eitt sinn hjálp-
uðu Kristján frá Djúpalæk og Þorsteinn
Magnússon frá Gilhaga, Konráði Vil-
hjálmssyni að stynga upp kartöflugarð.
Að verki loknu orti Þorsteinn.
Eftir linu afköstin
óska ég Konráð góður,
vel að blessist þessi þinn
þriggja skálda gróður.
Konráð yrkir svo um vinnu þeirra
félaga.
Þótt á vori viðri kalt
og visni gróður hinna,
þá mun blessast þúsundfalt
þriggja skálda vinna.
Að lokum þessi frá Kristjáni.
Skrafdrjúgt verður enn um óð
öldnum ljóða svani.
Þá er erjuð þessi lóð
þriggja skálda bani.
Ólína Andrésdóttir mun hafa ort svo
1927.
Úti í móum á ég svið
unaðs bjó mér föngin.
Þar í ró að þreyja við
þrasta og lóu sönginn.
Bragi Bjömsson á Surtsstöðum lýs-
ir svo vorhug sínum.
Skuggar styttast, skýrist ljós
skapið þróttlaust mýkir,
vinir hittast vaknar rós
vorið nóttlaust rikir.
Gott er þá að enda með þessari
kunnu vísu Júlíusar Jónssonar frá Mos-
felli, sem ég held að gerð hafi verið vor
eitt á sumardeginum fyrsta.
Suðrið vígir sumartak
sólblik skýin vefúr,
vorsins hlýja vængjablak
vonir nýjar gefúr.
Veriði þar með sæl að sinni.
Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum,
541 Blönduósi, sími 452 7154.
Raunveruleikinn
Að undanförnu hafa fram-
bjóðendur til sveitarstjórnar
Skagafjarðar flutt kjósendum
boðskap sinn á síðum frétta-
blaðsins Feykis. Þetta hafa yfir-
leitt verið málefnalegar og upp-
lýsandi greinar. Af öðrum toga
er greinarstúfurinn “Kosninga-
loforð og raunvemleikinn” er
birtist í Feyki þann 8. maí sl.
eftir góðan kunningja, Helga
Thorarensen, þriðja mann á
Skagafjarðarlista. Þar leitast
hann við af fremsta megni að
gera lítið úr störfum fúlltrúa
Sjálfstæðisflokksins fyrir sveit-
arfélagið Skagafjörð á yfir-
standandi kjörtímabili. Helgi
dæmir stefnuskrá flokksins fýr-
ir komandi kosningar marklaust
hjal og telur að sjálfstæðismenn
hafi hvorki þor né dug til að
taka á erfiðum málum. Jafn-
framt gerir hann sér til dundurs
að guma af Skagafjarðarlistan-
um lyrir getu og þor bæði í nú-
tíð og framtíð. Svo virðist sem
Helgi trúi því sjálfúr sem frá
honum hefur lekið á pappírinn
en mönnum getur skotist þó
skýrir séu.
Skýr stefna
Staðreyndin er sú að stefna
Sjálfstæðisflokksins fyrir kom-
andi sveitarstjórnarkosningar er
skýr og afdráttarlaus. Hún mið-
ar m.a. að því að efla traust og
trú íbúanna á sjálfa sig og hér-
aðið, sparnaður og hagræðing
verði leiðarljós í rekstri sveitar-
félagsins, aukin verði tengsl i-
búasamtaka og sveitarstjómar,
atvinnu- og menntamál verði
tekin föstum tökum, unnið
verði að margvíslegum fram-
faramálum í samvinnu við ríkið
og svo mætti lengi telja.
Hveijir eru svo þeir sem ætla
að fylgja þessum stefnumálum
eftir? Þá kynnir oddviti D- list-
ans, Gísli Gunnarsson í Feyki
þann 8. maí sl. Þar fara ffernst í
flokki Gísli Gunnarsson og Ás-
dís Guðmundsdóttir sem bæði
eiga sæti í núverandi sveitar-
stjórn og ganga nú til leiks
reynslunni ríkari. í næstu fjór-
um sætum listans er einnig fólk
með margháttaða reynslu af
sveitarstjórnar- og félagsmál-
um. Kynni mín af þessu fólki
eru öll á þann veg að ég fúllyrði
að í þau verk sem vinna þarf
verður gengið af dugnaði og
festu og þau unnin. Með fullri
virðingu fyrir öðrum framboð-
um vil ég fúllyrða að ekkert
þeirra hefur á að skipa í efstu
sætum fólki með jafn mikla og
margvíslega reynslu og fram-
bjóðendur D-listans hafa.
Hver átti eignirnar?
Helgi víkur einnig að
meintri fjármálaóstjóm sjálf-
stæðismanna í bæjarstjórn
Sauðárkróks á fýrri tíð. Ekki efa
ég að þar hefði eitthvað mátt
betur fara en vil minna á hveij-
ir tóku þátt í því að afla þeirra
eigna er núverandi meirihluti
sveitarstjórnar hælir sér af að
selja undan sveitarfélaginu? Var
það ekki bæjarstjóm Sauðár-
króks sem átti sinn þátt í tilurð
Steinullarverksmiðjunnar?
Hvað með Rafveitu Sauðár-
króks? Hvaðan kom hún og
hverjir áttu hana? Ætli Sauð-
krækingar hefðu ekki verið sátt-
ari við hækkun rafmagnsreikn-
inga sinna ef sú hækkun hefði
mnnið til eigin fýrirtækis?
Fasteignasalarnir í sveitar-
stjórn selja eignir til að draga úr
skuldum sveitarsjóðs og halda
því vel á lofti. Þeir hafa færri
orð um árangur sinn varðandi
rekstur sveitarfélagsins. Það er
skynsamlegt af þeiin þvi þar
þarf ekki mörg orð. Árangur
fýrirfinnst enginn.
Fjármálasnilli
meirihlutans
Ymislegt hefði mátt færa til
betri vegar með því fjármagni
er fer til að greiða kostnað við
tvo sveitarstjóra. Annar kostar
sveitarfélagið samtals um 15
milljónir króna fýrir að vinna 4
daga í viku í 10 mánuði en hinn
kostar sveitarfélagið um 10
milljónir fýrir að gera ekki neitt
í 16 mánuði. Þá eru ótalin bið-
laun fráfarandi rafveitustjóra að
upphæð 7-8 milljónir. Ég tek
það skýrt ffarn að ég er ekki að
gera lítið úr þessum starfs-
mönnum sveitarfélagsins.
Laugardaginn 11. maí sl.
undirrituðu Skúli skólameistari
á Hólum og fúlltrúar meirihluta
sveitarstjómar viljayfirlýsingu
um samstarf þessara aðila að
frekari uppbyggingu Hólastað-
ar. Þessari viljayfirlýsingu ber
sérstaklega að fagna og vænti
ég þess að fúlltrúar Sjálfstæðis-
flokksins munu fýlgja henni
eftir í verki, komist þeir í þá að-
stöðu að sveitarstjómarkosning-
um loknum. Minna treysti ég
efndum núverandi meirihluta
og er þess skammt að minnast
þegar fúlltrúar Skagafjarðarlista
og Framsóknarflokks stóðu
saman gegn tillögu fúlltrúa
Sjálfstæðisflokksins um að
staðsetja Náttúmstofú Norður-
lands vestra að Hólum. Með
Náttúmstofú á Hólum hefði að-
allega unnist tvennt. Hún hefði
verið staðsett í þvi rannsókna-
og háskólaumhverfi sem er á
Hólum og stofúnni hæfir.
Einnig hitt að hægt heföi verið
að fresta framkvæmdum við
gamla Bamaskólahúsið á Sauð-
árkróki sem nú hýsir Náttúm-
stofúna. Endurgerð þess húss
var að sönnu þarfaverk en
kostnaður við húsið fór langt
ffarn úr gerðri áætlun og vem-
legar fjárhæðir heföi mátt spara,
heföi tillögu Sjálfstæðismanna
verið fýlgt.
Erfiðleikarnir til að
sigrast á þeim
Hér hefúr nokkuð verið
drepið á örfá atriði er varða for-
tíðina. Henni verðurekki breytt.
Fyrir liggur að takast á við
ffamtíðina. Sveitarfélagið
Skagafjörður á í fjárhagscrfió-
leikum sem glíma þarf við.
Þeirri glímu er óþarfl að kvíða,
erfiðleikar em til að sigra þá.
Hvemig sem næsta sveitar-
stjóm Skagafjarðar verður