Feykir


Feykir - 19.06.2002, Blaðsíða 1

Feykir - 19.06.2002, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Afsögn hjá báðum toppunum Loft var lævi blandið í aðal- stöðvum Byggðastofnunar á Sauðárkróki fyrir stjómarfund sl. miðvikudag. Starfsmenn vissu af því fyrir fundinn að forstjóri stofnunarinnar myndi segja af sér á fundinum, en ekki var vitað um viðbrögð stjómarformanns- ins Kristins H. Gunnarssonar, en þessir tveir menn höfðu deilt um hríð, þannig að stofnunin var nánast komin í herkví af þeim sökum. Það kom á daginn að bæði forstjórinn og stjómarformaður- inn sögðu af sér og margir bíða því spenntir eftir ársfundi stofn- unarinnar um næstu helgi, sem haldinn verður á Isafirði. Þar verður kosinn nýr sjómarfor- maður og væntanlega mun ráð- herrann á þessum fundi tilkynna hver verði settur forstjóri í stað Theodórs Bjamasonar. Það var gefið út að fúndi loknum að það hefði verið á- kvörðunTheodórs sjálfs að segja af sér, en fjölmiðlar hafa véfengt það og gagnrýni komið fram á starfslokasamning hans. Theo- dór hefúr starfað hjá stofnuninni í eitt og hálft ár. Starfslokasamn- ingur hans nær til tveggja ára og á þeim tíma hefúr ráðherra í nafhi ráðuneytisins skuldbundið sig til að útvega Theodór sam- bærilegt starf hér á landi eða er- lendis. Þessi starfslokasamning- ur hefúr verið metinn á hátt í 15 milljónir króna. Kristinn H. Gunnarsson, Valgerður Sverrisdóttir ráðherra og Kristján Pálsson bera saman bækur sínar fyrir fundinn. Alþjóðleg ráðstefna á Hólum Um og fyrir helgina var hald- in á Hólum alþjóðleg ráðstefna um atferli hesta. Þátttakendur vora rúmlega 30 vísindamenn á þessu sviði úr nánast öllum heimsálfúm, en Evrópu- og Bandaríkjamenn voru í miklum meirihluta. Ráðstefna sem þessi er kostuð að alþjóðlegum sjóði og var þessi ráðstefna á Hólum skipulögð af bandarískum aðil- um í samvinnu við Hólamenn. Ráðstefúan stóð frá fimmtu- degi og ffarn á laugardagskvöld. Víkingur Gunnarsson á Hólum segir að þátttakenur hafi verið mjög ánægðir með umgjörðina og Hóla sem ráðstefnustað. Það hafi komið fólki á óvart hvað öll aðstaða er kjörin á Hólum, nál- gæðin við hestana, náttúrana og tölvutæknin mjög góð. „Það þykir gott að hópurinn sé svona út af fyrir sig, gott að halda honum saman og ná upp vinnustemningu. Effir viðbrögð- unum að dæma er ljóst að við höfúm góða möguleika á að ná fleiri svona ráðstefhum hingað tengda hestinum. I þessu sam- bandi skipta peningarnir ekki máli, það er bara hvar era hent- ugustu aðstæðumar og ráðstefn- ur á þessu sviði hafa verið haldn- ar í Ungverjalandi, í Bandaríkj- unum á Barbadoseyjum og víð- ar”, sagði Víkingur Gunnarsson. Flöldi erlendra sérfræðinga fjallaði um atferli hesta á Hólum. Góð þátttaka var í kvennahlaupinu í Skagafirði sl. laugar- dag. Þessar t\ær konur í Varmahlíð fá sér yfirleitt góðan göngutúr daglega, Helga Bjarnadóttir og Sigríður B. Hall- dórsdóttir. Og í þetta sinn sem ljósmyndari Feykis var á ferð var einnig með þeim Guðný Klara dóttir Sigríðar. Erill hjá lögreglu Talsverður erill hefúr verið hjá lögreglunni á Sauðárkróki síðustu vikuna, nokkuð um um- ferðaróhöpp, og þá heíúr einnig borið mikið á tilkynningum um búpening við vegi. Þar á meðal var ekið á kind í Norðurárdal um helgina. Rúður vora brotnar í Arskóla á Sauðárkróki aðfaranótt sl. fimmtudags. Á föstudag urðu tvö umferðaróhöpp, útafkeyrsla við Birkihlíð, þar sem smávægi- leg meiðsl urðu á fólki, og affa- nákeyrsla átti sér stað í Hegra- nesi. Þar slapp fólk án meðsla en skemmdir urðu á bílum. Á laug- ardag missti ökumaður stjórn á bíl sínum við brúna yfir Svartá við Reyki í Tungusveit. Bíllinn skemmdist talsvert, en engin slys á fólki. Um nóttina var dráttarvél tekin ófijálsri hendi við gatna- mótin í Varmahlíð neðan kaup- félagsins, og ekið út í skurð. Ekki er vitað hver var þar að verki, en þetta gerðist að loknum dansleik í Miðgarði. Að morgni þjóðhátíðardags var síðan bíl ekið út af Sauðár- króksbraut við Ármúla. Öku- maður mun hafa sofnað undir stýri. Slys urðu ekki á fólki en bíllinn er mikið skemmdur. —ICTcH^ftt chjDf— Jítfttbílaverkstæði^°o-> Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 ÆUMLÆ sími .453 5141 ' • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA Sæmundargata 1 b 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA jfcBílaviðgerðir Hjólbarðaviðgerðir • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Ci Réttingar Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.