Feykir


Feykir - 19.06.2002, Side 2

Feykir - 19.06.2002, Side 2
2 FEYKIR 22/2002 Margir um hituna hjá framsókn Framboðsmál til Alþingis íyrir kosningamar næsta vor eru þeg- ar komin upp á yfirborðið. O- neitanlega virðist sem ákveðin mál hafa ýtt af stað umræðunni á einstökum svæðum, s.s. hjá framsókn hér í kjördæminu. Langt er síðan að Páll Pétursson félagsmálaráðherra gaf það út að hann hygðist halda áfram næsta kjörtímabil og finnst mörgum hreint með ólíkindum seiglan í Páli, þrátt fyrir að heilsan hafi plagað hann mjög við upphaf þessa kjörtímabils. Ljóst er að margir verða um hituna í nýju norðvesturkjör- dæmi. Ungir framsóknarmenn á Vestfjörðum hafa skorað á Krist- inn H. Gunnarsson að gefa kost á sér sem leiðtoga flokksins í kjördæminu á næsta kjörtíma- bili. Kristinn er íhuga málið, en telja verður ntjög líklegt að Kristinn láti til skarar skríða, enda ekki útlit fyrir að hann fari fram í Reykjavík eins og orðrómur var um á tímabili. Þá er sýnt að Magnús Stefánsson þingmaður af Vesturlandi er ntjög stekur kandidat sem hefur fullan hug á því að verða ofar- lega á lista. Arni Gunnarsson varaþingmaður hér í kjördæm- inu hefur einnig gefið það út að hann stefni á fyrsta eða annað sæti listans. Þá rná ekki gleyma kvenfólk- inu, sem væntanlega þykir ó- missandi í eitt eða fleiri af efstu sætum listans. Þar hefa verið nefndar sem alllíklegir fulltrúar þær stöllur úr þessu kjördæmi, Herdís A. Sæmundardóttir og Elín R. Líndal. Ekki er Ijóst með hvaða hætti verður stillt upp á lista hjá flokk- unum við nýja kjördæmaskipan. Sú hugmynd hefur komið upp hjá framsókn í Norðvesturkjör- dærni að efna til prófkjörs með girðingum, það er fulltrúavals á hverju svæði fyrir sig. Talið er nánast útilokað að um opið próf- kjör á öllu svæðinu verði að ræða, en trúlega verða mjög skiptar skoðanir um það víða fyrir næstu kosningar hvernig staðið verði að uppstillingarmál- um. Valgeir hlaut orðuna Forseti íslands veitti að venju á þjóðhátíðardaginn nokkrum Is- lendingum viðurkenningar fyrir vel unnin störf, riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu. Með- al þeirra er hlotnaðist heiðurinn að þessu sinni var Valgeir Þor- valdsson forstöðumaður Vestur- farasetursins á Hofsósi. Valgeiri var veitt orðan fýrir mikið starf að menningartengdri ferðaþjón- ustu. Meðal þjóðkunnra íslend- inga sem fengu fálkaorðuna að þessu sinni var frú Auður Lax- nes, ekkja nóbelsskáldsins, fyrir starf að menningarmálum, Rík- harður Jónsson fyrrum knatt- spymumaður og þjálfari frá Akranesi, fyrir mikið starf að íþróttamálum og Ólafur Örn Haraldsson fjallgöngugarpur, fyrir afrek sín. Þessar hressu stelpur héldu tombólu á dögunum og létu ágóðann 2.000 kr. renna til Rauðakrossdeildar Skagafjarðar. Þær heita frá vinstri Súsanna Margrét Valgarðsdóttir, Jakobína Ragnhildur Valgarðsdóttir og María Ósk Steingrímsdóttir. Þegar Sjálfstæðismenn á Blönduósi komu saman og fögnuðu útkomunni í kosningunum voru einnig mættir gestir frá Skagaströnd. Jón Sigurðsson ásamt þeim Adolf H. Bernd- sen og Lárusi Ægi Guðmundssyni. Mynd Sig. Kr. Málefnasammngurinn á Blönduósi Gerð verður starfsáætlun með skýrum markmiðum til að vinna að á kjörtímabilinu og þau markmið verða endurskoð- uð árlega. Stjórnun sveitarfé- lagsins verður eins gagnsæ og sýnileg og hægt er. Atvinnumál Ahersla verður lögð á að efla atvinnumál i Blönduósbæ, uppbyggingu nýrra atvinnu- tækifæra og að hlúð verði að þeim rekstri sem fyrir er. Aðilar eru sammála um að ljúka stefnumörkun í atvinnumálum fyrir árslok 2002. Bæjarráð fer með atvinnumál og skipar starfshóp i einstök verkefni ef þurfa þykir, í ffamhaldi af stefnumótunarvinnunni. Fjármál Unnið verður að lækkun skulda og skoðaðar leiðir til sölu eigna sem ekki nýtast í rekstri sveitarfélagsins. Unnið verður að skuldbreytingum lána. Verklegum framkvæmd- um verður forgangsraðað og krafa gerð um að vandað verði til undirbúnings, svo kostnaður fari ekki ffam úr heimildum. Stjórnskipulag Blönduóss- bæjar: Samþykktir fyrir hið nýja bæjarfélag verða endur- skoðaðar og verður því starfi lokið fyrir ágústlok n.k. Í því starfi verður skipurit bæjarins einnig endurskoðað, með það að markmiði að stytta boðleið- ir, auka ábyrgð stjórnenda og spara fjármagn. Samstarf og sameining sveitarfélaga Blönduósbær er tilbúinn til að sameinast öðrum sveitarfé- lögum sýslunnar um leið og vilji þeirra stendur til þess. Gerð verður úttekt á ávinningi af samstarfi einstakra verkefna, samstarfið endurskoðað og leit- að hagkvæmustu leiða fyrir Blönduósbæ. Húsnæðismál Málefni félagslegs húsnæð- is á Blönduósi verða tekin til gagngerrar endurskoðunar og unnið að heildarlausn þeirra mála. Skipaður verður starfs- hópur um Flúðabakka 1 og 3 og fundin lausn á því máli í sam- vinnu við nágrannasveitarfélög, á grundvelli þess að um leiguí- búðir verði að ræða. Menntamál Komið verður upp aðstöðu fyrir nemendur í grunnskólan- um til mötuneytis og tóm- stunda. Gerð verður áætlun um uppbyggingu skólamannvirkj- anna. Unnið verður að því að koma á framhaldsnámi og efla endurmenntun og háskóla- menntun í fjamámi, m.a. með því að tryggja nemendum að- gang að starfsaðstöðu. Lögð verður áhersla á að tryggja ungum sem öldnurn góð tækifæri til fjölbreytts fé- lags- og æskulýðsstarfs með öflugum stuðningi við félög og félagasamtök. Sérstaklega verð- ur hugað að því öfluga félags- starfi sem Blönduósbær rekur og styður við bakið á. Skipting embætta Forseti bæjarstjómar skal vera af D-lista. Varaforseti bæj- arstjómar skal vera af Á- lista. Formaður bæjarráðs skal vera af Á- lista. Varafonnaður bæjar- ráðs skal vera af D- lista. Aðilar komi sér saman um skiptingu nefnda sem og for- mennsku og varaformennsku í nefhdum og ráðum. Ráðinn verði bæjarstjóri sem sé emb- ættismaður, en sinni ekki stjómmálalegum skyldum. Páll Snævar í Borgarnes og Orri Hlöðvers í Hveragerði Tvö bæjarstjóraefni hafa komi> af Króknum súustu dagana. Páll Snævar Brynjarsson var í gær, flri>judag, rá>inn bæjar- stjóri í Borgarnesi og í sí>- ustu viku var gengi> frá rá>ningu Orra Hlö>versson- ar sem bæjarstjóra í Hvera- ger>i. Páll Snævar var sem kunn- ugt er bæjarstjóraefni Sjálf- stæðisflokksins á Sauðárkróki fyrir kosningamar í vor, en hann hefur verið við nám í Noregi síðustu misserin. Orri Hlöðversson hefúr síðustu árin starfað hjá Fjárvaka dótturfyr- irtæki KS, en vann áður í nokkur ár hjá Atvinnuþróunar- félaginu Hring. Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Rjtstjóri: Þórhalliu- Asmundsson. Blaðstjóm: Jón F. I Ijartarson, Guóbrandur Þ. Guöbrandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágiistsson og Stefán Ámason. Áskriftarverö 190 krónur hvert tölublað nteð vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og urnbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.