Feykir


Feykir - 19.06.2002, Qupperneq 3

Feykir - 19.06.2002, Qupperneq 3
22/2002 FEYKIR 3 Svipmyndir frá þjóðhátíðardegi Þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur með hefðbundnum hætti. Flytja þurfti hátíðarhöldin inn á Sauðárkróki, í íþróttahús- ið, vegna kalsams veðurs og ó- tryggs veðurútlits. Það var Her- dís Sæmundardóttir sem hélt hátíðarræðuna, Efemía Sigur- bjömsdóttir flutti ávarp fjallkon- unnar, freestyledansarar sýndu listir sýnar og einnig var brúðu- leikhús á boðstólum í íþrótta- húsinu. A Flæðunum var skáta- félagið Eylífsbúar með tjald og leikjaaðstöðu og rappamir i „Tannlæknum andskotans” létu í sér heyra. Hátíðarhöldin voru haldin utan dyra á Hofsósi, en reyndar þurfti fjallkona þeirra Handanvatna- manna að fá aðstoðarmann, svo höfuðskartið fyki ekki út í busk- ann. Á Hofsósi bar það einnig við að leynigestir komu í heim- sókn og sögðu þeir ástæðu komu sinnar þá að þeir hefðu ætlað að taka þátt í víðavangs- hlaupi sem þeir höfðu heyrt af. Þetta vom tveir jólasveinanna, reyndar í sumarbúningi, en litlar fregnir hafa farið af því að þeir sveinar skiptu litum eftir árstíð- um líkt og rjúpan. Sveinamir kváðust vera á leið út í Málmey í sumarbúðir. Góð þátttaka var í hátíðarhöldunum. Fjallkonan á Hofsósi, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, þurfti að glíma við veðrið og naut aðstoðar Sigurmons Þóðarson- ar, sem ók henni til afhafnarinnar á glæsibifreið sinni, ‘59 módelinu af „drossíu“. Freestyledansrar sýndu Iistir sínar. Fjöruhlaðborði frestað Vegna óviðráðanlegra orsaka hafa húsffeyjur á Drangsnesi ákveðið að fresta fjöruhlaöborðinu við Hamarsbúð sem til stóð að halda nk. laugardag. Að sögn Kristínar Jóhannesdóttir húsfreyju í Gröf er óráðið hvort hlaðborðið verði í ár. Hluti samkomugesta í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. DÚIUDUR fi Meistaratilboð á sjónvörpum Beko 28 kr 39.900 Beko 21 kr. 29.900 Beko 20 kr. 22.900 Q TILBOÐ Á DVD spilurum •United kr. 19.900 • Aiwa kr. 24.990 verð áður kr. 39.990 Einnig spilarar frá Tosiba • Sony • Pioneer Allir spilarar spila öll svæði Frábær verð!!! Playstation 2 leikjatölvan: kHvergi ódýrari? Kr. 28.999

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.