Feykir


Feykir - 31.07.2002, Blaðsíða 5

Feykir - 31.07.2002, Blaðsíða 5
26/2002 FEYKIR 5 Höfnun Villinganesvirkjunar kallar fram ýmsar spumingar Umdeild ákvörðun nýs meiri- hluta sveitarstjórnar Skaga- fjarðar, unt að hafha virkjun við Villinganes, vekur upp ýmsar spumingar, og þær ekki smáar sumar. Svo sem þá, hver sé staða Skagafjarðar varðandi atvinnuuppbyggingu á svæð- inu á næstu árum. Svo virðist sem aðalpúðrinu á undanfom- um ámm hafi verið eytt í verk- efni sem tengdust fyrirhugaðri virkjun. Það er staðreynd að á vegum atvinnuþróunarfélags- ins Hrings var unnið að ýmsum gmnnþáttum og skoðun iðnað- arkosta tengdri Villinganes- virkjun og m.a. veitti Rarik styrk til þeirra verkefna er skipti nokkmm milljónum, bæði beint og einnig í gegnum Héraðsvötn ehf., sem er félag Rarik og heimaaðila sem átti að standa að virkjuninni. Nú er það spumingin sem íbúar á þessu svæði vilja sjálfsagt gjaman ffá svar við, á hvað ætlar nýskipuð sveitarstjórn Skagafjarðar að leggja áherslu á í atvinnumálum á næstu ámm? Fölsk fyrirheit Væntanlega hefur ákvörðun sveitarstjómar Skagafjarðar við upphaf kjörtímabils í vor, komið mörgum á óvart. Það er nefnilega svolítið óvanalegt að nýjar héraðs- eða landsstjómir, breyti þeim farvegi mála sem fyrri stjómir hafa mótað. Það verður ekki horft fram hjá því að með ákvörðun sinni um þátttöku í Héraðsvötnum ehf. hafi seinasta sveitarstjórn Skagafjarðar ákveðið að standa að virkjun. Það virðist því mik- ill sannleikstónn í orðum for- svarsmanna Rarik, sem segja sveitarstjóm Skagafjarðar hafa gefið fölsk fyrirheit. Til em líka þeir menn hér heima sem segja að það hafi verið tóm vitleysa hjá Skag- fírðingum að taka þátt í þessu virkjunarfélagi á móti Rarik. Það gefi alveg auga leið að það sveitarfélag sem hefúr ekki efhi á því að eiga eigin rafveitu, hafi ekkert efni á því að taka þátt í virkjun. Því hefði það verið f takt við gang mála ef sveitarstjórn Skagafjarðar hefði sagt í vor við Rarikmenn, „við höfum ekki efni á því að virkja, en virkið þið.” En sveit- arstjórn Skagafjarðar steig skrefið til fulls, og afþakkaði virkjun. Víst er að þeir em býsna margir sem em á móti Villinga- nesvirkjun og fagna ákvörðun sveitarstjórnar. Ein aðalfor- sendan sem nefhd hefur verið á móti virkjun, era íjótasigling- arnar „rafting”. Fylgjendur virkjunar finnst þessi afþrey- ing í ferðaþjónustunni ekki vega þungt, og færa ffam þau rök að þessi atvinnustarfsemi skili ekki miklum tekjum til samfélagsins. Virkjunarsinnar benda einnig á að ef ekki verði að Villinganesvirkjun séu eng- ar líkur á því að Rarik fari i Skatastaðavirkjun, og yfirhöf- uð spurning hvort að sú virkjun verði að vemleika á næstu ára- tugum. Barist um hituna Það er hlálegt þegar horft er til baka og rifjuð upp þau átök sem áttu sér stað milli heima- aðila, þegar undirbúin var fé- lagsstofnun vegna virkunarinn- ar. Þetta var á síðasta kjörtíma- bili bæjarstjómar Sauðárkróks, áður en sveitarfélögin voru sameinuð. Skoðanir forsvars- manna Sauðárkróksbæjar, sem héldu fram hlut RafVeitu Sauð- árkróks í málinu, annarsvegar, og hinvegar fulltrúa Kaupfé- lags Skagfirðinga og hrepps- nefndar Akrahrepps, fóm ekki saman. Málið virtist nokkuð eldfimt og til að mynda, hlupu þeir síðamefndu til og stofnuðu félag sem nefndist Skagfirsk orka. Ekki varð sátt um það fé- lag og Sauðkrækingamir, töldu sig ekki geta staðið að félaginu. Sátt fékkst síðan í málið og stofnað var félagið Norðlensk orka, sem er í eigu Sveitarfé- lagsins Skagafjarðar (fyrir sameiningu Sauðárkróksbæj- ar), Akrahrepps og Kaupfélags Skagfiðinga. Norðlensk orka varð síðan aðili að Héraðsvönt- um ehf. á móti Rarik. Spennandi kostir Og spumingin er líka sú hvort að sveitarstjóm Skaga- fjarðar var með ákvörðun sinni í vor að loka á góða kosti sem hefðu getað reynst reynst þungir á metum hvað varða framtíðaruppbyggingu i at- vinnumálum. A ráðstefnu sem haldinn var á Akureyri fyrir tveimur ámm, með yfirskriftinni „hvaða möguleikar eru í orkufram- leiðslu á Norðurlandi, sagði Þorkell Helgason orkumála- stjóri að virkjanir í Skagafirði væm mest spennandi varðandi raforkukosti á Norðurlandi. Þorkell nefhdi Villinganes- virkjun og Héraðsvötn sem „litlar og snotrar” virkjanir, en Villinganesvirkjun er áætluð sem 40 MW virkjun. Þorkell sagði að menn væm famir að horfa með talsverðum áhuga til Skatastaðavirkjunar, en þar er afl Austari-Jökulsá beislað. Hér væri um nokkuð öfluga og hagkvæma virkjun að ræða, og sagði Þorkell að sínu mati um- hverfisáhrif vegna þessa virkj- unarkosta ekki mikil. Hvað orkufrekan iðnað snerti sagðist Þorkell álíta að Skagafjörður lægi nokkuð vel við. Menn hefðu einblínt nokk- uð á það að orkuvinnsla og orkunotkun fæm saman og þar sem það væri mögulegt sé það sjálfsagt, þar sem að dýrt er að flytja orkuna um langan veg. Þegar hann gerði sig ekki lík- legan að þurrka það upp og ég hafði orð á því við hann, sagði hann. „Uss gerir ekkert til, þetta þomar í nótt.” Þegar ég hef seinna rifjað þetta upp við Jón Magg, borgar hann alltaf fyrir sig, með því að segja að hann hafi nú einu sinni bjargað ullarsokknum mínum af ofnin- um áður en þeir kveiktu í tjald- inu. Þessu man ég reyndar ekki eftir. Og Sölvi Sveinsson, krósk- ari sem í mörg ár hefúr verið skólameistari Fjölbrautaskól- ans við Armúla og lesendur Feykis kannast við, var líka í brúarvinnu á sínum mennta- skólaárum. I pistlinum „um lög unga fólksins”, kemur fram stemning ffá þeim tíma. „Svo kom Yesterday, en þá var ég ekki heima, heldur í grænhvítum vegavinnuskúr í Alflafirði eystra, unglingur í brúargerð hjá Sigurði á Sól- bakka. Það var komið fram í september, kvöldið stjörnu- bjart. Og kalt. Ég stend úti á nærbuxunum að pissa fyrir nóttina, hráslagi undir iljum, grænkan að dofna á grasinu; köngulær leita inn í hlýjuna, fuglar hættir að syngja á morgnana. Dauf þularrödd inn- an við þilið ffá Luxemburgar- stöðinni samlagast kyrrðinni. Svarta kletta ber við dimmblá- an himin, í fjarska geltir hund- ur á bæ; logn. Allt í einu berast nýstárlegir hljómar út útvarp- inu og blandast bunuhljóðinu: Paul McCartney að syngja Yesterday - og iljamar að lok- um iskyggilega kaldar, því að unglingnum dvelst með ólík- indum úti undir þessum fallega hausthimni. Svo stekk ég inn, skríð undir sængina með döggvotar kjúkur og nýt leif- anna af laginu um leið og tæm- ar öðlast lit og líf undir dúnin- um. Æ síðan finn ég yl streyma um fætur mér þegar ég heyri Yesterday. FINNDU ÞÍNA LÍNU í Búnaðarbankanum H K\i L*í-n-a-n Fyrir 0-11 ára Æskulínubók Latibær Leikir Hvataverðiaun Snæfinnur og Snædís Íþróttaálfurinn krakkabanki.is & VAXTALÍNAN Á RÉTTR / L CIS> Fyrir 11-15 ára Fullvaxið debetkort Fermingarleikur Fjármálin á Netinu Leikir SAMFÉS Tveir félagar fá óvænt 5000 kr. í hverjum mánuði www.vaxtalinan.is námsmannalínan Fyrir námsmenn 16 ára og eldri ISIC-debetkort*Kreditkort Betri kjör *Fríðindi Lán*Námsstyrkir Inngöngugjöf Greiðsluþjónusta og útgjaldadreifing .... og margt fleira www.namsmannalinan.is 0 Heimilislínan 1 f -fiirmÁlin I önjagum höndum Heimilislínan er öflug og víðtæk fjár- málaþjónusta fyrir einstaklinga og heimili. Hærri innlánsvextir Hærri yfirdráttarheimild Lægri vextir á yfirdráttar- láni Sveigjanlegt reikningslán Greiðsluþjónusta Spariáskrift og sparivinningur Skuldabréfalán Húsnæðislán o.fl. Sérkjör Heimilislínu eru fyrir trausta viðskipta- vini sem þurfa mikið fjárhagslegt svigrúm. 0) Eignalífeyrir XjB.X njóttu llftiní tll* tevi Fyrir 60 ára og eldri Eignalífeyrisbókin er óbundin með háum vöxtum. Vertu á réttri línu Það borgar sig ® BÚNAÐARBANKINN Sauðárkróki - Hofsósi - Varmahlið

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.