Feykir


Feykir - 31.07.2002, Blaðsíða 6

Feykir - 31.07.2002, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 26/2002 Jóhann Lúðvíksson Hádegissólin skein í heiði. Stilli logn. Eg var að koma með pabba framanaf Borgareyju frá því að vitja um lambféð. Á hlaðvarpanum stendur kom- ungur maður, hár og grannur og allur hinn vörpulegasti. Þeir pabbi heilsast með handabandi og mæla um leið nokkur orð á tungumáli, sem ekki var dags- daglega talað í Eyhildarholti. Eg spurði pabba hver þetta væri? Jú, þetta var norðmaður, sem hafði í hyggju að dveljast í Eyhildarholti næstu mánuði. - Jæja, nú verð ég að drífa mig í að læra norsku, hugsaði eg. Og hver var hann svo þessi norski piltur, sem allt í einu var kominn heim i hlað í Eyhildar- holti? Jú, hann hét Jóhann, fæddurí Hjörgunarvog 18. júní 1914. Hann var naumast fyrr kominn í „kristinna manna tölu” en hann réðist á selfang- ara, sem stundaði veiðar við Grænland. Eitt sinn bar þá að landi á ísafirði. Þar rakst hann á Jón Normann frá Hróarsdal í Skagafirði og það átti eftir að verða örlagaríkur fúndur. Jón lýsti fyrir Jóhanni búskaparhátt- um í Skagafirði og þar með skildu leiðir um sinn. Veturinn eftir barst Jóhanni bréf frá Jóni sem sagðist vera búinn að úvega honum vinnu í Eyhildarholti í Skagafirði. Og nú var þessi komungi norðmað- ur kominn til íslands og ekki tjaldað til einnar nætur. Þótt töluverður aldursmunur væri á okkur Jóhanni, eg strák- pjakkur enn innan við fermingu en hann kominn spölkom á tví- tugsaldurinn og forframaður í Grænlandssiglingum og sel- veiðum, þá tókst fljótlega með okkur góður kunningsskapur. Eg skildi að vísu lítið það sem hann sagði svona fyrstu vikum- ar, en hann var hinsvegar undra fljótur að skilja mig svo að eg hætti alveg við að læra norsk- una. Pabbi hafði verið í Noregi og talaði norsku reiprennandi og Jóhann vidi komast sem fýrst niður í íslenskunni svo að þeir ákváðu að tala aldrei sam- an á norsku. Jóhann þekkti að sjálfsögðu lítið til starfa við landbúnað. Sjórinn hafði verið hans starfs- vettvangur. En hann var undra fljótur að aðlagast nýju starfs- umhverfi og ekki leið á löngu þar til hann gat gengið að hvaða verki sem var. Eyhildarholt er umkringt Héraðsvötnum á alla vegu. í þeim var off mikil silungsveiði, einkum snemma vors. Þá var mikið stundaður fyrirdráttur í Vötnunum. Jóhann var sjálf- kjörinn formaður fyrir þeirri út- gerð. Og þá var nú drengur í essinu sínu. Ein slík fyrirdráttar- ferð með Jóhanni er mér sér- staklega minnisstæð. Það var komið undir kvöld og lokið venjulegum vinnudegi þegar Jóhann stakk upp á því að bregða sér í fýrirdrátt. Við Svenni bróðir, sem þá mun hafa verið 11 eða 12 ára, gerðumst hásetar hjá Jóhanni. Við tókum þrjá eða fjóra drætti meðfram Borgareyjunni og er skemmst ffá því að segja, að þama góm- uðum við rúmlega 100 silunga. Slíkur afli þótti benda til þess að Vötnin væru fúll af sil- ungi. Þess vegna stakk Jóhann upp á því við húsbændur sína morguninn eftir að veiðunum yrði haldið áfram. Þeir féllust óðar á það. Leyfi var búið að fá hjá Hjaltastaðamönnum til þess að veiða fyrir landi þeirra. Við héldum því rakleitt fram í land- helgi Hjaltastaða. Jóhann var að sjálfsögðu skipherrann en við Svenni hásetar eins og áður enda taldi Jóhann að við hefð- um staðið okkur vel í því hlut- verki og hver skyldi svo sem vera dómbærari á það en hann? Við hófúm svo veiðar í Hjalta- staðalandhelginni. Jóhann var auðvitað óvanur veiðum í Hér- aðsvötnunum en einhvemveg- inn virtist hann finna á sér hvar var helst veiðivon. Við skulum sleppa þessu svæði og þessu, sagði hann en hér skulum við reyna. Og það var svo sannar- lega tilraunarinnar virði því þama drógum við að landi 200 silunga. „Mig grunar að hér sé meira að hafa”, sagði Jóhann. „Við skulum taka dráttinn aft- ur.” Og gmnur Jóhanns reyndist réttur, við gómuðum 36 sil- unga. Næst tókum við drátt út með Frostastaða-ósnum. Hann færði okkur 137 silunga og mikill meirihluti þeirra var stærri en venjulegur lagnetssil- ungur. Nú var pramminn, sem var fremur lítil fleyta, orðinn það hlaðinn, að við töldum ekki meira á hann leggjandi og héld- um heim. - Jóhann var þijú ár í Eyhildarholti. Við urðum mikl- ir mátar enda var hann hvers UMSS sigraði Meistaramótið Skagfirskir fijálsíþróttamenn stóðu sig frábærlega á Meistara- móti íslands, en aðalhluti mótsins fór fram í Kópavoginum um helgina. Skagfirðingar leiða í keppninni með 270 stigum, FH- ingar koma næstir með 258,5 stig og Breiðablik því næst með 110 stig. UMSS hefúr 25 stiga for- ustu á FH í karlakepninni, en er 14,5 stigum á eftir Hafnfirðing- um í kvennakeppninni. Helsti árangur Skagfirðinga í mótinu er eftirfarandi: Áslaug Jó- hannsdóttir 1. í hástökki, Ólafúr Guðmundsson 2. í langstökki, Gauti Ásbjömsson 2. í stanga- stökki, 100 m grindarhlaup: Sunna Gestsdóttir 1. Vilborg Jó- hannsdóttir 3., 3000 m. hindrun- arhlaup: Sveinn Margeirsson 1., Ólafúr Margeirsson 3., Sunna Gestsdóttir 1. 100 m hlaup, Há- stökk karla: Sigurður Óli Ólafs- son 1., Theodór Karlsson 2., Am- dís María Einarsdóttir 3. í 400 m hlaupi, 1500 m hlaup: 1. Sigur- bjöm Arngrímsson, 2. Sveinn Margeirsson, 4x100 m boðhlaup karla 2.UMSS, 4x100 m boð- hlaup kvenna 1. A-sveit UMSS, þrístökk karla: 2. Ólafur Guð- mundsson, 3. Theodór Karlsson, Vilborg Jóhannsdóttir 2. í kringlukasti, Gunnhildur Hin- riksdóttir 1. í 400 m grindar- hlaupi, 5000 m hlaup: 1. Sveinn Margeirsson 14:54,08 (nýttMÍ- met), 3. Kári Steinn Karlsson, Davíð Harðarson 3. í 200 m hlaupi, Sunna Gestsdóttir2. í 200 m hlaupi, 800 m hlaup: 1. Sigur- bjöm Ámi Amgrímsson, 2. Stef- án Már Ágústsson, Auður Aðal- bjamardóttir 1. í kúluvarpi, Am- dís María Einarsdóttir 3. í 800 m hlaupi, 4x400 m boðhlaup karla 1. A-sveit UMSS, 4x400 m boð- hlaup kvenna 2. A-sveit UMSS. FH-ingar hafa reyndar lagt ffam kæm þar sem þeir telja Sunnu Gestadóttur ólöglega. UMSS hefúr sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. „1 ljósi eftinnála Meistara- móts íslands (MÍ) í frjálsum í- þróttum vill stjóm Ungmenna- sambands Skagaijarðar (UMSS) koma á ffamfæri stuðningi sínum við Sunnu Gestsdóttur. Sunna stóð sig ffábærlega og Skagfirð- ingar em stoltir yfir árangri henn- ar og þátttöku í MI. Glæsilegt meistaramótsmet hennar í lang- stökki, 6,03 m var óneitanlega einn af hápunktum mótsins. Þá háðu þær stöllur Sunna og Silja Úlfarsdóttir FH, spennandi ein- vígi í 100 m og 200 m hlaupum og var sérlega gaman að fylgjast með keppni þessarra tveggja glæsilegu íþróttakvenna. Skagfirðingar lifa undir blá- himni eins og allir vita og hafa gaman af hlutunum. Viðteljum að þátttaka Sunnu á MÍ hafi ver- ið frjálsum íþróttum í Skagafirði og á Islandi til ffamdráttar og all- ir ffjálsíþróttaunnendur geti verið stoltir og ánægðir með þátttöku Sunnu sem og annarra affeks- manna á vel heppnuðu Meistara- móti íslands 2002.” Það er Har- aldur Þór Jóhannesson formaður UMSS sem skrifar undir yfirlýs- inguna. r manns hugljúfi. Frá Eyhildarholti fór Jóhann í Helluland. Þar var henn einnig í þijá ár. Þvínæst færði hann sig austur yfir Héraðsvötn til séra Lámsar á Miklabæ. Þar var hann enn í þijú ár. Á Miklabæ kynntist hann konunni sinni, Sigurlínu Magnúsdóttur, mikilli indælis- og gerðarkonu. Hún var fædd 3. júlí 1916, dáinn 22. des. 1998. Þau Jóhann og Sig- urlína gengu í hjónaband 7. á- gúst 1937. Börn þeirra urðu fimm: Ásbjörg, Magnús, sem nú er látinn, Sigrún, María og Lúðvík. Þau hjón hófú búskap á Kúskerpi í Blönduhlíð vorið 1940 og áttu þar heima upp ffá því. Fljótlega eftir að þau hjón fluttu í Kúskerpi tók Jóhann að stunda vegavinnu jafnhliða bú- skapnum, fyrst sem verkamað- ur, síðan verkstjóri um áratuga skeið. Þar vann hann sér óskipta hylli og vináttu allra þeirra er með honum störfúðu. Hann var ekki bara verkstjóri heldur sam- starfsmaður, félagi og vinur þeirra. Jóhann var maður glettinn og gamansamur og af spaugleg- um orðum hans og tiltektum fóm margar sögur. Eg veit að hann fyrirgefúr mér þótt eg láti tvær fylgja hér með: Eitt sinn var Jóhann staddur ásamt einhveijum félögum sín- um á bæ nokkmm. Einhver bijóstbirta mun hafa verið til- tæk. Ekki var annað kvenna í hópnum en húsffeyjan. Jóhann haföi alla tíð haft gaman af að dansa. Nú bauð hann húsffeyju að sjálfsögðu upp í dans en að því kom að hún vildi hvíla sig um stund. Jóhann var hinsvegar ekki á þeim buxunum að láta dansinum lokið, gekk til eins karlmannsins og bað hann um dans. „Það verður nú dýrt”, sagði maðurinn. „Eg skal borga kílómetragjald”, svaraði Jó- hann. Öðm sinni gerðist það að Jó- hann var staddur á dansleik á Siglufirði ásamt nokkrum sam- verkamönnum sínum úr Stráka- veginum. Jóhann var í óðaönn að dansa við myndarkonu, sem reyndar var bæjarfógetaffúin á Siglufirði. Jóhann haföi gjaman þann háttinn á í dansinum að snúast alltaf sama hringinn. Að því kom að konan bað um að fá að hvíla sig þvi sig væri farið að svima. Féllst Jóhann að sjálf- sögðu á það. Morguninn eftir kom hópur Siglfirðinga inn að tjaldbúðum þeirra vegagerðar- manna og hugðist fara í beija- mó. Jóhann sá þama dansfélaga sinn ffá nóttinni áður, gengur til ffúarinnar og mælti: „Komdu blessuð góða. Eigum við þá ekki að snúa ofan af okkur í dag?” Og nú hefúr hann kvatt, norski pilturinn, sem eg hitti í hlaðvarpanum í Eyhildarholti fyrir mörgum áratugum. Hann átti svo sannarlega erindi til Is- lands. Magnús H. Gíslason. Hagstæð úrslit hjá Tindastóli í boltanum Tindastóll vann mjög mik- ilvægan sigurá Víði í Garðin- um sl. laugardag, 2:0, og náðu Tindastólsmenn þar með að þoka sér upp úr fall- sæti 2. deildar. Önnur úrslit í umferðinni voru Tindastóli hagstæð, þar sem að liðin sem Tindastólsmenn eru að- allega að keppa við töpuðu sínum leikjum. Kvennalið Tindastóls stendur sig mjög vel um þess- ar mundir og hefúr eginlega skyggt á strákana að undan- fómu. Þær em efstar í norður- og austurlandsriðli með 19 stig, fjórum stigum meira en Fjarðarbyggð sem er í öðm sæti en Áustfirðingamir eiga einn leik á Tindastól. Ljóst er að keppnin stendur á milli þessara liða með sigur í riðl- inum, en bæði fara þau lík- lega í úrslit og keppa um sæti í efstu deild. Tindastóll á effir að leika tvö leiki fyrir austan gegn Leikni á Fáskrúðsfirði, og síðan á Fjarðarbyggðarlið- ið eftir að koma á Krókinn og leika tvo leiki við Tindastól. Tindastóll gjörsigraði Huginn/Hött í tveim leikum urn helgina. Fyrst 8:0 og síð- an 7:1. Helgina á undan unnu þær Leikni 4:2. Allir leikimir fóm ffam á Króknum. Tinda- stólsliðið er að miklu leyti skipað ungum stúlkum úr 3. flokki, en einnig em nokkrar eldri og reynari í stöðum aft- arlega á vellinum. Þær em miklar markamaskínur í ffamlinunni Inga Bima Frið- jónsdóttir og Margrét Vigfús- dóttir, óragar að skjóta á markið og þannig koma oft mörkin.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.