Feykir


Feykir - 31.07.2002, Blaðsíða 7

Feykir - 31.07.2002, Blaðsíða 7
26/2002 FEYKIR 7 Undir Borginni Full ástæða að vera kvíðinn Smáauglýsingar Vmislegt! Til sölu Terios lítill jeppi, árg. ‘99, ekinn 72.000 km, verð 880.000. Áhvílandi 700.000 kr., afborgun 21.000 kr. á mánuði. Upplýsingar í sima 898 9607 (Matthildur). Nýlega fór ég að vitja vinar míns Olafs Vísmanns, því ég hafði ffétt að hann væri orðinn rúmfastur. Fannst mér illt til þess að vita að þessi nærri 87 ára gamli örn væri orðinn svo vængstýfður, að allt flug væri honum nánast bannað. Mér þótti vænt um karlinn og kunni vel að meta afdráttarleysi hans og skoðanafestu. Þegar ég var sestur inn á gafl hjá honum, rann mér til rifja að sjá hvað hann var orðinn afturfararleg- ur, kinnfiskasoginn og hold- laus. En augun voru skýr og lif- andi og þar sá ég enn bregða fyrir þeim Ólafi Vísmann sem ég þekkti best. Mér hafði kom- ið á óvart hvað honum hafði farið snögglega aftur og spurði hann því strax að afloknum kurteisiskveðjum, hvað hefði lagt hann svona skyndilega í rúmið? Ólafur Vísmann skotraði til mín augunum og sagði svo: „Það eru þessi Skagstrendings- mál, þau fóru alveg með mig. Gigtin rauk upp úr öllu valdi um allan skrokkinn á mér við að heyra að það væri búið að selja óskabamið okkar. Ég hef lifað öll þessi ár og glaðst hjartanlega yfir þessu fyrirtæki okkar og svo er það ekki okkar lengur, það er komið úr okkar höndum og þar með öryggið í okkar atvinnumálum.” Ólafúr Vísmann stundi við og það fóm sársaukadrættir um andlit hans. Ég sá að það var ekki vanþörf á að róa hann svolítið, svo ég sagði sefandi: „Heldurðu að þetta sé nú alveg svona slæmt, ertu ekki fúll svartsýnn á þetta, Ólafúr minn?” En þetta hefði ég ekki átt að segja þvi nú reis Ölafúr Vís- mann snögglega upp við dogg og hvessti á mig augun, og svei mér þá ef þau brunnu ekki af sama eldinum og í þeim var þegar karlinn var upp á sitt besta. „Hverskonar kjaftæði er þettaí þér, maður'’, fnæsti hann upp í opið geðið á mér. „Ég hélt að þú værir maður til að skilja að þegar einhveijir utan- bæjarmenn hafa fengið fjör- eggið okkar á útsöluverði, þá er ekki bjart framundan í stað- armálunum. Menn tala slétt og þykjast hafa sett einhvem burðarás undir hlutina, en sannaðu til, þeir hafa reist sér hurðarás um öxl, og það mun koma á daginn, rnundu það. Ólafúr Vísmann veit sínu viti.” Ég sá að karlinn var að verða hættulega æstur og ótt- Vörubíll til sölu! Til sölu Skania 81, árg. 1980 með 7 metra löngum sturtu- palli. Bíllinn er í góðu lagi og hefúr reynst mjög vel. Hentar einkar vel til flutnings á heyrúllum. Upplýsingra gefúr Heiðar í síma 452 4264. Ásfcrifendur góðir! Þeir sem eiga í fórum sínum ógreidda gíróseðla fyrir áskriftargjaldinu eru beðnir að greiða hið fyrsta. aðist að hann gæti fengið eitt- hvert áfall ef hann trekkti sig svona upp, svo ég sagði afsak- andi: „Ég var nú bara að spyija hvort þú værir ekki óþarflega svartsýnn, en auðvitað er ég líka áhyggjufúllur yfir þróun þessara mála, þó ég hafi séð fyrir allnokkru að hverju fór. Manni þykir náttúrulega vænt um staðinn og það mannlíf sem hér er og hefúr verið.” Ólafúr Vísmann horfði hvasst á mig sem fyrr og gretti sig svo.„ Það er fúll ástæða til að vera kvíðinn og gigtin segir mér að þessi mál séu ekki á góðum vegi. Menn þóttust hafa bjargað einhvetju þarna um árið, en auðvitað björguðu þeir ekki neinu, þeir syntu bara um stund ráðvilltir milli há- karlskjaflanna. Láttu mig þekkja þetta. Ég hef verið inni í öllum málum á Skagaströnd síðustu 60 árin, alveg frá því um 1940. Ég get sagt þér það fúllum fetum, að ég hef aldrei verið vitni að meiri vesal- mennsku í málum hér en síð- ustu tíu árin eða svo. Enda hef- ur bölvuð gigtin stundum gengið i gegnum merg og bein á mér á þessum tíma. Svo ger- samlega hefúr mér blöskrað hvernig haldið hefúr verið á málum. Hverslags forustu- sauðir eru það sem æða með allt norður og niður! Ég bara spyr?” Ólafúr Vismann sló með æðaberum höndunum niður á sængina og mér leið hreint ekki vel undir þessari hörðu orðadembu og brá á það ráð að reyna að tala um eitthvað ann- að. En það var vita tilgangs- laust. Karlinn sá undireins í gegnum það og sagði umsvifa- laust: „Nei, vertu ekkert að reyna að tala um eitthvað ann- að, ég vil tala um það sem mestu máli skiptir og ég lægi ekki hér í rúminu ef það lægi ekki á mér eins og mara. Mér líður bölvanlega út af þessu öllu saman. Bara að ég væri orðinn sextugur aftur, þá skyldi ég sýna þessum veifiskötum og vandræðamönnum, að heil- brigð dómgreind getur skilað flestu til betri vegar, eins og líka sannaðist 1968. Það er fjandi hart að vera orðinn svona gamall þegar allt er komið i verra far en á byijunar- reit.” Og nú gat ég ekki heyrt bet- ur en klökkvi væri kominn í rödd hins gamla vinar míns og þegar ég leit framan í hann, sá ég að tárin runnu niður blárauðar kinnar hans. Ég tók í hönd hans og við sátum þegj- andi langa stund og ég gaf gamla manninum tíma til að jafna sig, því mér var Ijóst að honum leið afskaplega illa. íslandsmmótið 2. deild Sauðárkróksvöllur Tindastóll - Skallagríinur fimmtudag kl. 20. Allir á völlinn! Feykir kemur næst út 14. ágúst Gisting Sól- garðaskóla. Upplýsingar í sima 467 1054 Þegar ég hélt heimleiðis hug- leiddi ég það sem hann hafði sagt og velti því fyrir mér hvort framvinda komandi ára myndi sanna orð hans eða hvort þróun mála yrði virkilega í því fari sem sléttmálir forustumenn vildu vera láta. Ég hafði svo sem mína skoðun á því hvem- ig mál fæm, því ég vissi að fenginni reynslu, að Ólafúr Vísmann fór sjaldan með fleip- ur. Rúnar Kristjánsson. Bygging virkjunar á að vera hafin yfir pólitískar deilur „Bygging virkjunar er lang- tímaverkefni og á a> vera hafin yfir pólitískar deilur. Rafmagnsveitur ríkisins hafa unni> a> undirbúningi Vill- inganesvirkjunar af heilum hug á undanfömum árum. A sama tíma hafa veri> uppi átök heima í héra>i og vir>ist sem andsta>a vi> virkjun fari eftir stjórrunálasko>un manna frekar en niati á flví hva> er hagkvæmt a> gera og hva> horfir til hagsbóta fyrir heimamenn til lengri tíma lit- i> var>andi atvinnuuppbygg- ingu á svæ>inu. Rafmagnsveitumar rikisins munu einar sér eða í samstarfi við heimamenn sækja um nauð- synleg leyfi, þ.á.m. fram- kvæmdaleyfi, fyrir Villinganes- virkjun þegar og ef þær meta það svo að virkjunin sé til hags- bóta fyrir viðskiptavini sína til lengri tíma litið. Vonast Raf- magnsveiturnar til að aðilar í Skagafirði athugi sinn gang og líti til lengri framtíðar varðandi atvinnuuppbyggingu í Skaga- firði og standi að byggingu Vill- inganesvirkjunar og fleiri virkj- ana á svæðinu með Rafmagns- veitunum.” Þannig hljóðaði að hluta til sú yfirlýsing sem forsvarsmenn Rarik sendu frá sér vegna um- fjöllunar í fréttum Rikisútvarps- ins, þegar tilkynnt var samþykkt sveitarstjómar Skagafjarðar um að hafna Villlinganesvirkjun. Einnig segir í yfirlýsingunni: „Með lögum nr. 48 ffá 19. mars 1999 var iðnaðarráðherra heimilað að veita Rafmagns- veitum ríkisins í félagi með að- ilum í Skagafirði leyfi til að reisa og reka Villinganesvirkjun með allt að 40 MW afli. Þetta leyfi er háð niðurstöðum mats á umhverfisáhrifúm og skilyrðum annarra laga. Áður hafði heim- ildin verið í höndum Lands- virkjunar. Tilgangur Rafmagnsveitn- anna með virkjun Héraðsvatna við Villinganes er einn þáttur þeirra til að undirbúa enn ffekar þátttöku í því samkeppnisum- hverfi sem stjómvöld stefna að í náinni framtíð hér á landi. Vill- inganesvirkjun er hagkvæmur virkjunarkostur og er hagstæð- asti byrjunaráfanginn í virkjun Héraðsvatna þegar horft er til almennrar aukningar og vel samkeppnisfær við þær virkjan- ir sem ráðist hefúr verið í á seinni árum hérlendis. “

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.