Feykir


Feykir - 31.07.2002, Blaðsíða 2

Feykir - 31.07.2002, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 26/2002 Fornleifafræðingar vinna að uppgreftri gamla Hóla- prentsins. Sjávarleður nær til stærstu tískuhúsanna Það er mikið að gerast hjá fyrirtækinu Sjávarleðri á Sauðár- króki um þessar mundir, en þaó framleiðir fiskroð sem notað er í tiskuvörur, fatnað, töskur og skó. Salan hefur aukist mikið síðustu mánuðina og hefur afgreiðslu- frestur verið tveir mánuðir. Stærstu viðskiptavinimir síðasta árið hafa verið nokkur af fræg- ustu tískuhúsum heims, Christi- an Dior, Prada og John Gallino. Um þessar mundir er verið að undirbúa þátttöku Sjávarleðurs í vörusýningu í Frakklandi í sept- embermánuði, sem vonast er til að muni skila talsverðu í aukinni markaðssókn. Um síðustu helgi birtist í Morgunblaðinu ítarleg frétt urn Sjávarleður og þar segir Friðrik Jónsson framkvæmdastjóri að mikið hafi verið fjallað um fyr- irtækið og framleiðslu þess í frönskum fjölmiðlum að undan- fömu. Friðrik segir að ýmislegt bendi til þess að markaðurinn muni vaxa og taka enn betur við þessu efni. Fiskroð sé í tísku og fyrst fyrirtækið náði inn í ffæg- ustu tískuhúsin megi búast við að fleiri fari á sömu braut, en undanfarin tvö ár hafi tísku- heimurinn hneygst að náttúru- legum efnum. „Við höfum svo- lítið flotið á þeirri bylgju”, segir Friðrik. Sjávarleður var stofnað 1995 og hefúr verið að þróa sína ffam- leiðslu síðan, en Skagfirðingam- ir byrjuðu að súta fiskroð um 1990. Friðrik Jónsson segir að ætíð hafi verið einblínt á tísku- markaðinn og sú vinna hafi skil- að sér fyrir alvöru í fyrra, en þá tók salan kipp. Þetta er þriðja árið sem fyrirtækiö tvöfaldar veltuna og er reiknað með að hún verði um 30 milljónir í ár. Nú er hugað að því að stækka fyrirtækiö og Ijárfesta í nýjum ffamleiðslutækjum,jafhvel kem- ur til greina að flytja í stærra hús og fjölga starfsmönnum, en auk Friðriks starfa þrír við fram- leiðsluna í Sjávarleðri, auk þess sem Sigrún Ulfarsdóttir hönnuð- ur í París er í hlutastarfi, en hún er ráðgjafi fyrirtækisins í mark- aðsmálum. Sjávarleður vinnur orðið mest úr innfluttu hráefhi. Nílark- arfaroð kemur ffá Afriku, en þaðan eru flutt 15-17 tonn af roði til framleiðslunnar á þessu ári. Laxaroð kemur ffá Færeyj- um, en einnig er unnið talsvert úr hlýraroði. Stærstu eigendur Sjávarleðurs eru Nýsköpunar- sjóður og Sveitarfélagið Skaga- fjörður, sem eiga um 90% og 10% em í eigu Friðriks Jónsson- ar ffamkvæmdastjóra og Eggerts Jóhannssonar feldskera. Fornleifadagur á Hólum Allmargir gestir komu í Hóla sl. sunnudag á fomleifadag, sem haldinn var á nokkrum stöðum út um landið, en verkefnisstjórar Kristnihátíðarrannsóknanna 2002 tóku á móti almenningi og kynntu rannsóknir sínar og upp- gröftrarsvæðin. Á Hólum var það Ragnheiður Traustadóttir verkefnisstjóri sem skýrði frá Hólarannsóknunum, sem eru á vegum Hólaskóla, Byggðasafns Skagfirðinga og Þjóðminjasafhs íslands. Á Hólum er nú verið að grafa á nokkrum stöðum og spennandi hlutir að gerast. Með- al annars telja menns sig vera komnir ofan á húsarústir síðustu prentsmiðjunnar á Hólum, sem lögð var niður í kringum 1780. Vísindamennirnir voru að byrja að grafa niður í gólf prent- smiðjunnar á sunnudaginn og verður því verki haldið áíram nú í vikunni. Við rannsóknimar á l lólum hafa margir merkilegir gripir fúndist, og alls eru gripim- ir hátt í sex hundmð, misgamlir. Meðal þess er steinleir frá Þýskalandi og Skandinavíu og leirker ffá 16. öld. Þá hafa fúnd- ist krítarpípur frá Hollandi og Englandi, snældusnúður, brýni og perlur, þar af ein úr klébergi, sem er norskur steinn, líklega frá miðöldum. Einnig hefúr fúndist vel unninn kola- eða steinlampi og ýmsir hlutir úr málmi. Að uppgreftrinum verður unnið fram í miðjan ágústmán- uð, en við hann starfa 20 manns. Neðan dómkirkjunnar voru að störfum tvær ungar vísindakon- ur, Rúna Tetzckne, íslensk af tékkneskum ættum í 19 ættlið og hin sænska Helena Fenno frá Byggðasafninu í Stokkhólmi. Á þessum stað er áætlað að megi finna rústir gamals skólahúss á Hólum eða jafnvel eldri dóm- kirkju staðarins. Rúna sagði það alveg „drauin” að fá að vinna að þessum rannsóknum á gamla biskupsstólnum. Þama væru spennandi hlutir að gerast, viða- mikið verkefni sem nær til næstu fimm ára, og sjálfsagt yrði það of skammur tími fyrir svo yfir- gripsmikið svæði. Á Hólum eru nú vísindamenn frá mörgum lönduin og Rúna sagði að þau hefðu verið að telja það saman á dögunum, að það væru ein 14 tungumál í gangi. Rúna Tetzckne og Hclena Fenno vinna að uppgreftri neðan dómkirkjunnar. Þeir feðgar Jón E. Ragnarsson og Baldur Jónsson sigruðu með glæisbrag í Skagafjarðar- rallinu sem fram fór sl. laugardag, voru hálfri mínútu á undan þeim Sigurði Braga og ísak. Þrettán bílar luku keppni af fjórtán. Jón sagði eftir keppnina að þetta væri með skemmtilegustu rallleiðum á landinu, sérstaklega Mælifellsdalurinn, en fjölbreytnin hefði minnkað til muna eftir að „draumaleið rallímannsins“ Þverárfjallið datt út. L ó íáð fréttablað á Norðurlt indi vestra Kemur út á miðvikudögum. Utgefandi Feykir hf. Hemiannsson, Siguiður Ágústsson og Stefán Ámason. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box4, Áskriftarverð 190 krónur hvert tölublað með vsk. 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Lausasöluverð: 200 krónur nteð vsk. Setning og Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á Ritstjóri: Þóihallur Ásmundsson. Blaðstjórn: Jón F. aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. Hjartarson, Guöbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.