Feykir


Feykir - 31.07.2002, Blaðsíða 8

Feykir - 31.07.2002, Blaðsíða 8
31. júlí 2002, 26. tölublað, 22. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Bæirnir Ás I og Ás II í Hegranesi. Enn salmonella í Hegranesi Atvinnuþróunarfélagið Hringur Umfangsmestu verk- efnin á sviði iðnaðar Komin er upp salmonellu- sýking í nautgripum á bænum Ás I í Hegranesi. Sýkingin greindist í einni af 26 mjólkur- kúm og hefur henni verið farg- að. Nýbúið er að taka sýni úr hinum kúnum og er beðið nið- urstöðu þeirra. Farbann er í gildi bæði á Ás I og nærliggj- andi bæ Ás II. þar sem er ijár- bú og smit fannst í kind þar í vor auk þess sem gerlar fundust í jarðvegi við bæinn. Þá þurfti sem kunnugt er að drepa á fimmta hundrað fjárá Ríp í vor vegna salmonellusýkingar. Yf- irdýralæknir sagði í hádegis- fréttum í útvarpi í gær að ekki veitti af að gera alsheijarrann- sókn á salmonellusýkingunni í Hegranesi. Magnús Jónsson bóndi á Ási I er að vonum miður sín vegna þessa ástands en mjólk- urframleiðsla hefiir verið stöðvuð ffá bænum og sýnt að hann verður að hella henni nið- ur næstu vikumar, en um þess- ar mundir er nyt kúnna í há- marki. Magnús er eins og fleiri bændur í Hegranesi ósáttur við það að ekki var fastar tekið á málum í Hegranesinu í vor, en það er altalað í Nesinu og er staðreynd að um líkt leyti og féð fór að drepast á Ríp hafði Einar Valur Valgarðsson bóndi á Ási II misst á þriðja tug fjár og lambadauði var ónveju mik- ill, en dýralæknar séu ástæðu til að rannsaka það mál til fulls. Þá eru girðingar í ólagi við bæ- inn og menn álíta að e.t.v. hefði þurft að farga fé á fleiri bæjum í Hegranesinu en Rip. Aðspurður sagðist Magnús bóndi á Ási I fyrst hafa orðið var við veikindi í kúnni þegar hún var greind með júgur- bólgu. Eitthvað fannst Magnúsi þó vera óeðlilegt við kúna og kallaði aftur eftir dýralækni. Var þá ákveðið að taka sýni og greindistþá salmonellusýking- in. Ljóst er að húsbændur á Ási 1 verða fyrir miklu tjóni, þó svo að ekki þurfi að farga fleiri kúm úr fjósinu. Þegar veikin kom upp á Ríp í vor var tekið sýni úr hrossum á Ási I. Það sýni reyndist neikvætt. Síðustu dagana hafa mjólk- ur- og fóðurflutningarbílar sem farið hafa í Hegranesið ekki verið sendir annað um héraðið og bílstjórar sérstaklega varðir. „Við erurn komin í einangrun", sagði bóndi einn í Nesinu vegna ástandsins sem þar er. Umfangsmestu verkefni At- vinnuþróunarfélagsins Hrings ffá því félagið var stofnað hafa verið verkefhi á sviði iðnaðar. Markmið Hrings er að búa til heildstæða greiningu á mögu- leikum íyrir raforlcunýtandi ið- anð í Skagafirði, ætluðum fjár- festum erlendis og innanlands. Á síðasta ári var gerður sam- starfssamningur milli Fjárfest- ingarstofunnar orkusviðs, Hrings og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Þetta kom ffam í skýrslu ffamkvæmdastjóra Hrings, Lárusar Dags Pálssonar, á aðal- fundi félagsins í síðustu viku. Svo virðist sem samþykkt nýrr- ar sveitarstjómar Skagafjarðar, um að hafha Villinganesvirkj- un, sé því nokkuð á skjön við það sem unnið hefur verið að í sveitarfélaginu í atvinnumálum á undanfömum árum. Markmið með samstarfi fyrrgreindra aðila í verkefninu er: 1) Að skilgreina lóðir í Skagafirði sem henta fyrir orkuffekan iðnað. 2) Að gera á þeim lóðum sem hentugar þykja nauðsynlegar athuganir og rannsaka ffekar starfsað- stöðuþætti sem hafa áhrif á staðarval iðnaðarkosta. 3) Að undirbúa hentugar iðnaðarlóðir þannig að greinargott kynning- arefni sé til og að uppbygging iðnaðar geti hafist með skömmum fyrirvara m.a. hvað varðar skipulagsmál. Með þessum aðgerðum er stefnt að þvi að Skagafjörður verði í ffamtíðinni samkeppnis- fær við önnur svæði á íslandi með hentugar iðnaðarlóðir. Samhliða þessum samstarfs- samningi var unnin ffumkönn- un á hentugum iðnaðarlóðum í Skagafírði af verkffæðistofunni Stoð. í kjölfarið lagði Hringur það til að tveimur svæðum yrði komið fyrir á aðalskipulagi Skagafjarðar sem iðnaðar- svæði. Að sögn Lárusar Dags hjá Hring, er það samdóma álit allra sem komið hafa að þessu verkefni að forsenda fyrir öllu kynningarstarfi sæu þær að lóðir séu til á aðalskipulagi. Því þurfi nauðsynlega að ljúka því ferli sem fyrst. Með samningnum við Fjár- festingarstofuna var einnig unnið að hættumati fýrir jarð- skálfta og hafíshættumat fyrir Skagafjörð. En það eru tvö mjög mikilvæg atriði við undir- búning og staðsetningu iðnað- arkosta. Stutt er síðan unnin var greining fyrir Flring á þeim iðn- aðarferlum sem til greina gætu komið að staðsetja hér. Var það unnið að Friðriki Daníelssyni efnaverkffæðingi. Greiningin felur í sér upplýsingaöflun á um 40 iðnferlum sem gætu hugsan- lega komið til greina. Þá var í gangi samstarf við verkfræði- deild Háskóla íslands um greiningu á nokkrum iðnferlum til viðbótar. Birgðasöfnun í rækjunni „Það kæmi mér ekkert á ó- vart þó að rækjuvinnslan í landinu mundi stöðvast vegna birgðasöfnunar. Sal- an er mjög treg og margar verksmiðjur hafa verið að safna birgðum”, segir Kári Snorrason framkvæmda- stjóri Særúnar á Biönduósi. Kári sagði vanda rækjuiðn- aðarins síst hafa lagast upp á síðkastið, en rekja má erfið- leika í rækjuvinnslunni allt aft- ur til ársins 1996 að verð tók að lækka og hefur það fallið um helming í erlendri mynt síðan, að sögn Kára. Það er meðal annars af þessum sök- um sem forráðamenn Særúnar ákváðu að setja skip félagsins á söluskrá, Nökkvann og Giss- ur hvíta. Það var gert fyrir tveimur árum, ekki hefur tekist að selja þau ennþá. „Við sjáum ekki hag í því að reka skipin áffam, þar sem að unanfarin ár hefiir verið auðvelt að fá hráefni. Ætli megnið af rækjunni sem unnin er í landinu i dag sé ekki inn- flutt hráefni”, segir Kári Snorrason. Særún er væntan- lega stærsti vinnuveitandi á Blönduósi í dag. Hjá fyrirtæk- inu starfa um 50 manns, 40 í vinnslunni á tveimur vöktum og 10 menn eru á Nökkvanum. Gissur hvíti hefur verið bund- inn við bryggju um tíma en Nökkvinn er á ísrækjuveiðum. Sem þýðir að skipið er tæpa viku úti og landar í hverri viku til vinnslunnar. TOYOTA - tákn um gæöi ...bílar, tíyggingar, bækur, ritföng, fmmköllun, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavana... BÓKABIJÐ BRYNcJARS SUÐURGÖTU 1 SÍMI 453 8950 TRYGGINGA- MI'STÖ'IN HF. þegar rrest á reynirl Kodak Pictures Flísar, ílotgólf múrviðgerðarefni Aðalsteinn J. Maríusson Sími : 453 5591 853 0391 893 0391

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.