Feykir


Feykir - 28.08.2002, Blaðsíða 6

Feykir - 28.08.2002, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 28/2002 Breytingar á ráðunautaþjón- ustunni í Húnavatssýslum Þáttaskil urðu í byrjun þessa árs hjá búnaðarsamböndunum í Húnavatssýslunum báðum og Strandasýslu, er þau gengu til samstarfs um ráðunautaþjón- ustuna með starfsstöðvum á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi, þar sem er aðsetur framkvæmdastjóra í stað þess að áður voru sýslumar með að- skilda starfsemi einar sér. Árið 2001 var því það síð- asta sem samböndin störfiiðu eftir fyrra skipulagi og hefiir Búnaðarsamband A.-Hún. gef- ið út ársskýrslu um starfsemi sína það ár. Kemur þar ýmislegt athyglisvert fram. Sú breyting varð á ráðu- nautaþjónustu sambandsins að Jón Sigurðsson hætti eftir aldar- tjórðungs samfellt starf, en Ánna Margrét Jónsdóttir frá Sölvabakka tók við, en hún hafði þá um vorið útskrifast ffá landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Að nautgripir voru í árslok 2001 3261 og höfðu fækkað um 93 milli áranna 2000 og 2001 og vom þar af níu mjólk- andi kýr. Að sauðfé var 30.783 kindur í árslok 2001, fjölgaði ffá árinu áður um 1222 kindur. Að hross voru 5189 i árslok 2001 og hafði fækkað um 182 frá árinu áður. Að fóðurbirgðir fyrir búfé voru verulega um- fram áætlaða fóðurþörf öll árin 1997 til 2001 eða fimm ára tímabil. Að 900 árskýr vom skýrslu- færðar á árinu af 41 skýrslu- haldara með 4541 kilós nyt- hæð. Og meðalbúið var 22 árs- kýr er fengu að meðaltali 887 kg af kjarnfóðri. Afúrðahæsta kúabúið var á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal með 5940 kg meðal ársnyt og hæsta samanlagða fitu og prótein, 450. En hæsta ársnyt gaf kýrin Ólína á Stóra- Búfelli í Svínavatnshreppi, með 8633 kg. ársnyt og 622 saman- lagða fítu og prótein. Af þeim sauðfjárbændum sem skýrslufærðu 50 ær eða fleiri var hæstur Kristján Stein- ar Kristjánsson á Steinnýjar- stöðum í Skagahreppi með 31,2 kg. kjötþunga eftir ána og 1,24 í hlutfall gerðar og fitu. Hæsta einkunn afúrðadæmdra hrúta haustið 2001 hlaut Fjölnir frá Akri í Torfalækjarhreppi. Hæstdæmdu stóðhestar á santbandssvæðinu á árinu 2001 voru. Sex vetra og eldri, Gló- faxi ffá Þóreyjamúpi, fimm vetra Gammur frá Steinnesi og fjögurra vetra Hrymur ffá Hofi í Vatnsdal. Hæstdæmdu hryss- umar voru: 7 vetra og eldri Þrenna frá Þverá, 6 vetra Ball- erína frá Grafarkoti, 5 vetra Hópe frá Árholti og fjögurra vetra Perla ffá Hólabaki. Búnaðarsambandið annaðist margskonar önnur störf. Fjórir bændur fengu styrk vegna hagaskýla fyrir hross, þrír vegna endurbóta á fjósum, tveir vegna kornræktar, en engum dylst að fjárfestingar vegna framkvæmda hjá austur - hún- vetnskum bændum voru í lág- marki á árinu 2001. gg. Samanburður á löggæsluá kántrýhátíð og menningarnótt „Ljóst er að umfang Kán- trýhátíðar á Skagaströnd er slíkt að það kallar á útgáfú sér- staks leyfis sýsluntanns, enda um að ræða margra daga hátíð með skipulagðri dagskrá sem ffam fer víðs vegar um bæinn, auk þess sem selt er inn á há- tíðarsvæðið. Sama á við um útihátíðir sem haldnar em í Vestmannaeyjum, Neskaup- stað, Siglufirði og víðar á land- inu. Eins og áður er rakið er lögreglustjóra heimilt að binda slíkt leyfi því skilyrði að skemmtanahaldari greiði auk- inn löggæslukostnað. Slíkur kostnaður er innheimtur hjá öllum lögregluembættum, þar á meðal hjá lögreglunni í Reykjavík, ef viðburðurinn kallar á aukna löggæslu. Hægt er að nefna ýmis dæmi í því sambandi eins og til dæmis úti- tónleika, Landsmót hesta- manna og hátíðina Reykjavík Music Festival, en í öllum þessum tilvikum gerði lögregl- an í Reykjavík viðkomandi skemmtanahaldara að greiða aukinn löggæslukostnað. Skemmtanahaldarar i Reykja- vík sitja því við sama borð og skemmtanahaldarar annars staðar á landinu hvað greiðslu löggæslukostnaðar varðar”, segir í svari frá fúlltrúa dóms- málaráðuneytisins vegna fyrir- spurnar Sæmundar Gunnars- sonar íbúa á Skagaströnd þar sem að Sæmundur óskaði eftir upplýsingum vegna aukinnar löggæslu á útihátíðum, og sér- staklega samanburði á lög- gæslukostnaði i tengslum við svokallaða menningarnótt í Reykjavík og Kántrýhátíð á Skagaströnd. Sæmundur er ekki ánægður með svar ráðuneytisins og seg- ir það yfirklór. Menn horfi þar t.d. framhjá 33. grein laga sem kveði á um það að löggæslu- kostnaður eigi að greiðast af ríkinu. Sæmundur segir ljóst að styrkur hafi komið frá ríkinu vegna menningamætur í Reykjavík og því sé sýnt að skattborgarar á Skagaströnd sem og annars staðar á landinu séu að greiða fyrir löggæslu- kostnað á menningamótt. Þetta sé hrapleg mismunun þegar aðstandendur útihátíða út um landið þurfi að greiða aukinn löggæslukotnað vegna hátíð- anna, öll ömggisvarsla á nýaf- staðinni Kántríhátíð hafi t.d. kostað um þrjár milljónir króna. Sæmundur segist muni svara þessu svarbréfi ráðuneyt- isins á næstunni. í svarbréfi ráðuneytisins segir m.a. að viðburður eins og menningarnótt í Reykjavík kalli ekki á útgáfú sérstaks skemmtanaleyfis og því sé ekki lagaforsenda til þess að krefja „skemmtanahaldara” um greiðslu kostnaðar við aukna löggæslu, ef því er að skipta. Þá væri einnig rétt að taka ffam að Reykjavikurborg óskaði ekki eftir aukinni lög- gæslu af þessu tilefni. Ef slík ósk heföi verið lögð fram er viðbúið að Reykjavíkurborg hefði greitt fyrir þann auka kostnað sem því hefði fylgt. „Það verður einnig að hafa í huga i þessu sambandi að lög- reglan í Reykjavík er ntun fjöl- mennari en önnur lögreglulið á landinu. Hún hefúr því betri tækifæri en önnur lögreglulið til að takast á við stóra viðburði án þess að það kalli á aukinn kostnað. Lögreglan á Blöndu- ósi er fámenn og engan veginn í stakk búin til að takast á við útihátíð af þeirri stærðargráðu sem haldin hefúr verið á Skagaströnd um verslunar- mannahelgi undanfarin ár, án utanaðkomandi aðstoðar og með tilheyrandi aukakostnaði.” Anna Hugadóttir, Jóhanna Marín Óskarsdóttir og Þór- arinn Ólafsson. Tónlistarfólk í heim- sókn á dvalarheimilinu Það verður ekki annast sagt en heimilisfólk á dvalarheimil- inu á Sauðárhæðum hafi feng- ið góðan skammt af tónlist um helgina. Á laugardag voru á ferðinni þeir Gunnar Kvaran sellóleikari í sinfoníunni og Haukur Guðlaugsson orgel- leikari og fyrrum söngmála- stjóri þjóðkirkjunnar. Þeir héldu tónleika fyrirgamla fólk- ið í sal dvalarheimilisins og á sunnudag var síðan yngra fólk á ferðinni. Það voru þau Jóhanna Mar- ín Óskarsdóttir píanóleikari og Anna Hugadóttir fiðluleikari og Þórarinn Ólafsson píanóleikari sem héldu rúmlega hálftíma tónleika á sunnudag. Jóhanna Marín var i heimsókn í bænum ásamt þessum félögum sínum, en hún er dóttir Óskars Kon- ráðssonar og Jóhönnu Jónas- dóttur sem eru nýflutt í bæinn, en Jóhanna er að Sölvaættinni, dóttir Jónasar Sölvasonar. Kristín Sölvadóttir var mætt á tónleikana ásamt nokkrum fleiri af elliheimilinu og var góður rómur gerður að leik ungmennanna, en það voru að- allega þær stöllur Jóhanna Mar- ín og Anna sem léku og eru greinilega mjög snjallar á sín hljóðfæri. Þær fluttu bæði ís- lensk lög og erlend, vel þekkt lög, og sérstaklega voru það ís- lensku lögin sem hrifú. Áheyr- endumir voru ákaflega þakklát- ir og sumir þeirra gáfú sig á tal við unga fólkið af tónleikum loknum og vildu vita á því deili eins og gengur. Áheit skilaði kirkj- unni fallegri gjöf Fyrir skömmu var Knapp- staðakirkju í Fljótum afhentur altarisdúkur að gjöf. Gefandinn var Elín Jóhannesdóttir hús- móðir í Mosfellsbæ, en dúkinn saumaði hún sjálf fyrir all- nokkrum árum. Veittu fúlltrúar áhugamannafélags sem stóð að endurbótum sem gerðar voru á kirkjunni fyrir nokkrum árum, gjöfinni viðtöku og færðu Elínu sérstakar þakkir fyrir. Tilurð gjafarinnar má rekja til þessa garnla siðs að heita á og gefa eitthvað ef eitthvað fer eins og viðkomandi óskar sér. í sumar var jörðin Knapps- staðir í Stíflu auglýst til sölu og óskað eftir tilboðum, en jörðin var eign ríkisins. Áður hafði hún verið leigð félagasamtök- um á höfúðborgarsvæðinu og í- búðarhúsið notað sem sumar- bústaður. Tuttugu tilboð bárust í jörðina, en þau sem áttu hæsta boð voru hjónin Jónas Hall- grímsson og Hulda Erlingsdótt- ir úr Reykjavík. Jónas er fædd- ur og uppalinn á Knappstöðum og höfðu þau hjón nokkrum sinnum á síðustu árum dvalið í húsinu. Þá hafði vinafólk þeirra, Elín og maður hennar Páll Samúelsson komið í heimsókn og eins og margir aðrir heillast af náttúrufegurðinni og stór- brotnu umhverfi Stíflunnar. Þegar Jónas og Hulda fóru fyr- ir nokkrum misserum að tala um að þau langaði til að eign- ast jörðina ákvað Elínaðheita á Knappstaðakirkju þannig að ef Jónas og Hulda eignuðust jörðina myndi hún gefa kirkj- unni dúkinn sem hún hafði tals- verðar mætur á og hafði lagt verulega vinnu í á sínum tíma. Lét Páll þes getið í ávarpi sem hann flutti við þetta tækifæri að það væri ákaflega ánægjulegt að færa kirkjunni þessa gjöf. ÖÞ.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.