Feykir


Feykir - 28.08.2002, Blaðsíða 7

Feykir - 28.08.2002, Blaðsíða 7
28/2002 FEYKIR 7 Ýmislegt! Óska eftir að kaupa notaða ijárvigt. Upplýsingar í síma 453 7472. Til sölu notuð ryksuga, í þokkalegu ásigkomlagi, fyrir mjög lítið verð. Upplýsingar í síma 453 5757. Til söluNissan Sunny 1600 árg. ‘90, ekinn 165.000 km, með bilaða vél og Mazda 323 árg. ‘87, ekinn 175.00 km. Upplýsingar í síma 453 8086 á kvöldin. Tilkynning um innlausn Steinull ehf., kt. 610502-5980, Skarðseyri 5, 550 Sauðárkróki, er í dag eigandi að ríflega 99% heildarhlutafjár í Steinullarverksmiðjunni hf.,kt. 590183-0249, Skarðseyri 5, 550 Sauðárkróki. í krafti þeirrar hlutfjáreignar hafa Steinull ehf. og stjórn Steinullarverksmiðjunnar hf. ákveðið að aðrir hluthafar í félaginu skuli sæta innlausn á hlutum sínum, sbr. heimild í 24. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Steinull ehf. hyggst leysa til sín umrædda hluti gegn greiðslu í reiðufé á genginu íslenskar krónur 2,65 pr. hlut og kemur innlausnarverðið til greiðslu samhliða framsali. Innlausnarverðið tekur mið af gengi í viðskiptum um meirihluta hlutafjár í félaginu milli Steinullar ehf. annars vegar og íslenska ríkisins, sveitar- félagsins Skagafjarðar og Paroc Insulation AB, Svíþjóð, hins vegar, er áttu sér stað með kaupsamningi, dags. 22. maí 2002. Náist ekki samkomulag um innlaunar- verðið verður það ákveðið af matsmönnum sem dómkvaddir verða á heimilisvarnarþingi Steinullarverksmiðjunnar hf., sbr. nánar ákvæði 4. mgr. 22. gr. og 3- mgr. 24. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Hluthöfum í Steinullarverksmiðjunni hf. er hér með tilkynnt um framangreinda ákvörðun og þeir hvattir til að framselja hluti sinn í félaginu til Steinullar ehf. innan fjögurra vikna frá birtingu þessarar tilkvnningar. Óttar Pálsson hdl., LOGOS lögmannsþjónustu, Efstaleiti 5, 103 Reykjavík, veitir nánari upplýsingar og hefur milligöngu um innlausnina. . Heilbrígðisstofnunin Sauðárkróki Eftirtaldir sérfræðingar verða með móttöku á stofnuninni í september: Tímabil Sérfræðingur Sérgrein 2/9 - 3/9 Júlíus Gestsson bæklunarlæknir 9/9-13/9 Vilhjálmur Andrésson kvensjúkdómalæknir 16/9 - 20/9 Valur Þór Marteinsson þvagfæralæknir Tímapantanir í síma 455-4000. Eftir sumarfrí eru nú birtar fjórar rnyndir sem bárust safninu úr ýmsum áttum. Þau sem þekkja myndimar em vinsamlegast beðin að hafa samband við Héraðsskjalasafn Skagfirðinga í síma 453 6640. Frjálsíþróttalið UMSS stóð sig frábærlega vel í Bikarkeppni FRÍ sem fram fór um næstsíðustu helgi. Liðið hafnaði í öðru sæti en sökum meiðsla var lengra í FH-liðið, sigurvegarana en vonast hafði verið til. Lið UMSS hefur sigrað á fjórum síðustu stigamótum Frjálsíþróttasambandsins. Mynd/HIng. Áskrifendur góðir! Þeir sem eiga í fórum sínum ógreidda gíróseðla fyrir áskriftar- gjaldinu eru beðnir að greiða hið fyrsta. Góður sigur Tindastóls Tindastólsmenn tryggðu vel stöðu sína í 2. deildinni þegar liðið vann Reykjavíkurliðið Létti á Krónum á laugardaginn, 4:3, í hörkuleik. Liðin skiptust á að skora. Þorsteinn Gestsson og Kristmar Bjömsson skomðu tvö fyrstu mörk Tindastóls, Bjöm Ingi Óskarsson kom Tindastólsmönnum í 3:2, Léttismenn jöfhuðu á síðustu mínútu venjulegs leiktíma, en Þorsteinn Vigfússon skallaði boltann í mark á síðustu mínútu leiksins og tryggði liði sínu sigur. Tindastóll leikur gegn Selfyssingum syðra um næstu helgi, en í lokaumferðinn,i sem ffam fer um aðra helgi, koma Völsungar í heimsókn. Kjördæmisfundur Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Norðvesturkjördæmi verður haldin á Café Riis, Hólmavik, laugardaginn 31. á- gúst. Stjórn kjördæmisráðsins boðar til þessa fundar til að ræða undirbúning alþingiskosninganna og ákveða tilhögun framboðs í kjördæminu. Gestir fundarins verða Jón Bjarna- son alþingismaður og Svanhildur Kaaber varaformaður. Félagsmenn eru kvattir tilað mæta og nýjir félagar eru vel- komnir. Mynd nr. 398. Mynd nr. 399. Mynd nr. 400. Mynd nr. 401. ' Hver er maðurinn? Smáauglýsingar

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.