Feykir


Feykir - 18.09.2002, Blaðsíða 1

Feykir - 18.09.2002, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI „Við viljum láta á þetta reyna“ Segir Kristján Jónsson stjómaríórmaður Héraðsvatna sem ætla að láta gera skipulag Fyrstu stóðréttir haustsins voru um síðustu helgi. Það var veðurblíða og mannfjöldi í Reynistaðaréttinni, en hrossin með færra móti. Fimmtiu línubrjótum haldið heim við bæ í Húnaþingi vestra „Á fundinum var ákveðið að fara í skipulagsmálin. Við erum ákveðnir að fara í þá vinnu, láta gera deiliskipulag að svæðinu, sem við myndum síðan bera undir sveitarstjómir Skagaijarð- ar og Akrahrepps. Síðan væri þá röðin komin að því að óska framkvæmdaleyfis hjá sveitar- stjórnunum og virkjunarleyfis hjá ráðherra. Þetta ræðst af við- brögðum sveitarstjómanna. Við munum láta á þetta reyna”, segir Kristján Jónsson stjómarfor- maður Héraðsvatna ehf. og for- stjóri Rarik, um samþykkt sem gerð var fundi Héraðsvatna fyr- ir skömmu. Aðspurður sagði Kristján að það væri fullur vilji hjá Rarik- mönnum að leysa Villinganes- virkjunarmálið á friðsamlegum nótum. Á honum var ekki að heyra að Rarik myndi fara dóm- stólaleiðina með málið, en orð- in um hugsanlega málssókn féllu hjá iðnaðarráðherra þegar rnálið var í hápunkti fyrr í sumar. „Eg veit ekki hvort við geturn gert okkur vonir um að meiri- hluti sveitarstjómar skipti um skoðun, en okkur finnst sjálfsagt að láta á það reyna. Að sjálfsögðu höfum við orðið fyrir vonbrigð- um með þetta mál, enda undir- búningur vikjunar við Villinganes kominn langt og búið að setja í þetta heilmikla peninga.” - En eruð þið þá famir að skoða annan virkjunarkost? „Já við erum líka að skoða mjög hagkvæman kost við virk- un Hólmsár í Skaftártungu. Sú virkjun er í bráðabyrgðaniður- stöðum rammaáætlunar sem birt var núna í vor talin mjög hag- kvæm. Þetta yrði 73 mw virkj- un, rúmlega tvöfalt stærri en Villinganesvirkjun og hentaði vel til tengingar inn á okkar net”, sagði Kristján, en gat þess að vinna við Hólmsárvirkjun væri á frumstigi. Á stjómarfúndi Héraðsvatna sem haldinn var fyrir aðalfúnd félagsins nýlega var farið yfir niðurstöður úrskurðar skipulags- stjóra. Einnig var samþykkt að láta gera deiliskipulag af svæð- inu. Á aðalfúndi Héraðsvatna gerði Gísli Gunnarsson forseti sveitarstjómar Skagafjarðar grein fyrir því að sveitarstjóm hugðist selja hlut sinn í Norð- lenskri orku. Gísli gerði einnig grein fyrir því afhverju nýi meirihlutinn í sveitarstjóm Skagaljarðar væri fráhverfúr virkjun við Villinganes. Til gmndvallar lægju þau gögn sem aflað hefði verið með umhverf- ismati, og að auki lægi ekkert fyrir um það að orka frá virkun- inni myndi nýtast til atvinnuupp- byggingar í Skagafirði. Stjórn Héraðsvatna efh. var endurkjörin. Auk Kristjáns Jóns- sonar formanns eru frá Rarik í stjórninni Sveinn Þórarinsson og Eirikur Briem. Fulltrúar frá Norðlenskri orku eru sem áður Sigurður Ágústsson og Þórólfúr Gíslason. Iðnaðarnefnd Alþingis var á ferð í Skagafirði í síðstu viku. Nefndin óskaði meðal annars eftir fúndi með Rarik í Varma- hlíð, þar sem fyrirhuguð Vill- mganesvirkjun var kynnt og fóm fúndarmenn síðan fram að þeim stað sem kallaður hefúr verið virkjunarsvæði, en spumingin er hvort svo verði í skipulagi Skagafjarðar í framtíðinni. Rof kom á gömlu vamar- girðinguna sem liggur frá Miðfirði og upp á Amarvatns- heiði í sumar. Þetta gerðist á 10-15 metra kafla til móts við eyðibýlið Gilsbakka sem er framundir heiðinni. Að girð- ingunni á þessu svæði liggur heimaland Fitja, og leituðu um 20 ær úr þessu beitarhólfi yfir vamargirðinguna og vom þar með komnar úr Miðfjarðar- hólfi og frarn i Víðdælingaaf- rétt. Þessar kindur komu ásamt lömbum í Valdarásrétt um helginga, alls um 50 fjár og tók Gunnar Þorgeirsson bóndi það og flutti í aðskilið beitarhólf heima á Fitjum. Samkvæmt lögum á að flytja fé sem fer milli vamar- hólfa í sláturhús, en Gunnar er með þessu að mótmæla á- standi girðmgarinnar, en fé fór á milli girðinga einnig á síð- asta ári, þá færra en frá fleiri bæjum. Egill Gunnlaugsson dýralæknir sagðist í viðtali við útvarpið vonast til að lausn finnist á málinu innan skamms, en Feyki tókst ekki að ná sam- bandi við hvorki Gunnar á Fitjum né Egii dýralækni í gær. Þá kom fram í útvarps- fréttum í gær að yfirdýralækn- isembættið fylgist grannt með málinu. Það er Jóhannes Kristófers- son bóndi í Finnmörk og nú á Reykjum sem hefúr um árabil haft umsjón með girðingunni og segist hafa haft með henni vakandi auga. I sumar var t.d. bætt í hana unt 1000 staurum. „Girðingin var sett upp 10. júní og þetta er um að ræða vikutíma um mðjan júlí, sem féð fór milli girðinga og gerð- ist það við Fitjá hjá Gilsbakka. Það er gijóteyri þama og ekki hægt að reka niður staura, þarf að halda henni uppi með því að staga sittvoru megin í staurana. Ég er búinn að hafa mann í þessu í fjögur ár sem ég hef talið ntig geta treyst, en þetta hefúr ekki verið nógu vel gert að þessu sinni. Kindumar hafa lagst á girðinguna og þannig komist yfir. Kannski hafa þær verið aðgangsharðari núna, þar sem mér skilst að Gunnar bóndi hafi flutt færra fé ffam á heiðina núna en áður”, sagði Jóhannes og þyk- ir miður að þetta haft gerst. —Kten£ÍM clijDI— SíMfTbílaverkstæði Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 Æ 111 M sími: 453 5141 % • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA Sæmundargata 1 b 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA JfcBílaviðgerðir 0 Hjólbarðaviðgerðir • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA 0 Réttingar Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.