Feykir - 18.09.2002, Síða 2
2 FEYKIR 31/2002
Framsækin skýrsla um
framtíð og eflingu Hólastaðar
Þann 22. maí í vor skipaði
landbúnaðarráðherra nefnd til
að gera grein fyrir stöðu Hóla-
skóla, Hólum í Hjaltadal og
móta tillögur um framtíð skól-
ans. Nefndina skipuðu Þórólfur
Gíslason kaupfélagsstjóri, sem
var formaður, Vilhjálmur Egils-
son alþingismaður og Finnur
Ingólfsson Seðlabankastjóri.
Skúli Skúlason skólameistari
Hólaskóla og Baldur Erlingsson
unnu með nefndinni. Nefndin
fundaði þrisvar sinnum og vann
þess á milli. Eftirfarandi eru
helstu niðurstöður nefndarinn-
ar:
Vaxandi þörf og markaður
er, bæði hérlendis og erlendis,
fyrir þá starfsemi sem Hólaskóli
hefur með höndum. Þetta á
bæði við um rannsókna- og þró-
unarstarf og kennslu skólans.
Þekkingarsetur, eins og Hólar,
hefur mikla þýðingu fyrir bú-
setu og byggðaþróun í landinu
og mikilvægi þessa er ofarlega
á blaði í stefnu stjómvalda.
Hólaskóli er á margan hátt
vel í stakk búinn til að mæta
aukinni þörf markaðarins og
taka þátt í byggðaþróun. Hér
kemur hvað helst til öflug rann-
sóknastarfsemi og vel menntað
starfslið.
Nefndin telur nauðsynlegt
að rannsókna- og skólastarf á
Hólum verði eflt þannig að
kleift verði að mæta vaxandi
þörf og kröfum um menntun og
fagmennsku sem hér um ræðir.
Þetta er afar mikilvægt fyrir
viðkomandi atvinnugreinar,
byggðir landsins og ekki síður
sjálfa starfsemina á Hólum.
í ljósi þessarar skoðunar
nefndarinnar eru sérstakar til-
lögur eftirfarandi:
1) Reglugerð fyrir Hóla-
skóla. Lagt er til að haustið
2002 gangi landbúnaðarráð-
herra ffá sérstakri reglugerð fyr-
ir Hólaskóla skv. 37 gr. laga um
búnaðarffæðslu nr. 57/1999
sem marki skýran ramma um á-
herslusvið skólans og skipulag
starfseminnar, sérstaklega með
tilliti til þróunar skólans sem há-
skólastofnunar. Jafnffamt verði
þar kveðið á um með hvaða
hætti Hólaskóla sé heimilt að
setja á fót stofhanir og taka þátt
í almennum rekstri.
2) Aukin framlög til rann-
sókna og kennslu. Lagt er til
að gert verði sérstakt heildar-
samkomulag um uppbyggingu
rannsókna og kennslu við Hóla-
skóla. Að samkomulaginu komi
Hólaskóli, ráðuneyti og fyrir-
tæki. Þetta samkomulag geri
ráð fyrir auknum fjárframlög-
um til rannsókna og kennslu og
að fjármálaráðuneytið sé sam-
mála þeim markmiðum sem
þar koma ffam. Áætlun um
aukin ffamlög hins opinbera
miðist annars vegar við áætlaða
fjölgun nemenda skólans og
hins vegar við sérstök átaks-
verkefni. Framlög fyrirtækja
sem em aðilar að samkomulag-
inu byggjast á rammasamningi
í hveiju tilfelli. Samkomulagið
verði endurskoðað á árinu 2006
og úttekt gerð á árangri þess.
Til að auka skilvirkni rann-
sóknaruppbyggingar setji Hóla-
skóli á fót sjóð fyrir hverja
námsbraut: fiskeldis-, ferða-
mála-, og hrossabraut. Gert er
ráð fyrir þeim inöguleika að
sjóðimir verði sjálfseignastofn-
anir og aðilar sem leggja skól-
anum fé til rannsókna séu stofn-
endur sjóðsins og eigi fulltrúa í
stjóm og fulltrúaráði sam-
kvæmt skipulagsskrá. Hóla-
skóli færi með stjórnarfor-
mennsku og ffamkvæmdastjóm
hvers sjóðs.
3)Aukin aðstaða. Lagtertil
að landbúnaðarráðuneytið
standi að nauðsynlegri upp-
byggingu kennslu- og rann-
sóknaaðstöðu Hólaskóla í sam-
ræmi við áætlanir um nemenda-
fjölda og eflingu rannsókna.
Þessi uppbygging verði eftir því
sem tilefni gefi til hveiju sinni
framkvæmd í samvinnu við
sveitarfélag, aðrar stofnanir og
fyrirtæki. Þessi uppbygging
miðar að þvi að:
1) á árinu 2003 verði lokið
nauðsynlegri uppbyggingu að-
stöðu til kennslu og þróunar-
starfs á hrossabraut (áætlun fyr-
irliggjandi).
2) á árinu 2003 verði fjár-
mögnuð og hafin stækkun á
kennslu og rannsóknaaðstöðu í
gamla fjósinu og í verkstæðis-
húsi. Einnig skuli hugað að og
metin hagkvæmni ffekari við-
byggingar við skólahúsið. Á-
ætlun um þetta verk, sem mið-
ast við að mæta fjölgun nem-
enda og eflingu rannsókna, liggi
fyrir í janúar 2003 og stefnt
verði að því að verkinu verði að
fullu lokið 2005.
3) á árinu 2002 verði hafin
uppbygging aðstöðu til fiskeld-
isrannsókna og kennslu í hús-
næði Fiskiðjunnar Skagfirðings
á Sauðárkróki í samvinnu við
það fyrirtæki. Um þetta verk-
efni verði gert sérstakt sam-
komulag sem geri ráð fyrir að
verkinu verði lokið 2007.
4) Hólaskóli, Nemendagarð-
ar Hólaskóla, landbúnaðarráðu-
neytið, Sveitarfélagið Skaga-
fjörður og íbúar sameinist um
eflingu íbúðabyggðar á Hóla-
stað í samræmi við fjölgun
nemenda og eflingu starfsem-
innar.
5) Aðrar stofnanir á Hólum.
Lagt er til að samhliða upp-
byggingu Hólaskóla verði starf-
semi annarra opinberra stofn-
ana á Hólum, svo sem Veiði-
málastofnunar, einnig efld.
Athugasemd
frá Guðjóni Guðmundssyni
alþingismanni
í síðasta tölublaði Feykis er
fjallað ítarlega um ffamboðs-
mál í nýja NV-kjördæminu. í
kaflanum um ffamboðsmál
okkar sjálfstæðismanna er fjall-
að með jákvæðum hætti um þá
ágætu félaga mína Sturlu, Ein-
ar Kr., Einar Odd og Vilhjálm.
Umfjöllun lýkur svo með þess-
um orðum: „Þá er ótalinn Guð-
jón Guðmundsson á Akranesi,
stjórnarmaður í Byggðastofn-
un. Það hefur ekki farið mikið
fyrir Guðjóni að undanfomu,
en telja verður þó líklegt að
hann muni stefha að endurkjöri
á þing.”
Vegna
þessara
orða vil ég
láta það
k o m a
ffam að ég
tilkynnti á
aðalfundi
kjördæm-
isráðs s.l. haust að ég myndi
sækjast eftir einu af þremur
efstu sætum ffamboðslistans.
Þetta hefur einnig komið ffam
ítrekað í útvarpi, sjónvarpi og
dagblöðum.
Varðandi það að ekki hafi
farið mikið fyrir mér að undan-
fömu þá hef ég síðustu mánuði
farið vítt og breitt um nýja kjör-
dæmið, kynnst þar fjölmörgu
fólki og sett mig inn í málefni
einstakra byggðarlaga og mun
halda því áffam. Ég hef einnig
komið ffam í útvarpsviðtölum,
skrifað blaðagreinar og sinnt
ýmsum störfum sem tengjast
þingmennskunni. Þá hefur
verulegur tími farið í stjórnar-
störf í Byggðastofnun þar sem
ég gegni varaformennsku. Á
þeim vettvangi hef ég beitt mér
og mun beita mér af fullu afli
fyrir hagsmunum landsbyggð-
arinnar.
Ég hef sem þingmaður Vest-
urlands lagt mig ffam um að
sinna kjördæminu öllu og mun
hafa sama hátt í nýju kjördæmi
verði ég til þess kjörinn.
Það er ekki minn stíll að
beija bumbur og hafa hátt. Það
heftir gefist mér ágætlega þau
11 ár sem ég hef setið á þingi.
Á þessu tímabili hefur fylgi
Sjálfstæðisflokksins í Vestur-
landskjördæmi aukist jafnt og
þétt úr 24,2% í 33,3%.
Bestu kveðjur til lesenda
Feykis.
Guðjón Guðmundsson.
Frá ritstjóra
Feykir biðst forláts á óvar-
káru orðalagi í greininni í síð-
asta blaði. Einhverra hluta
vegna hefur það farið framhjá
blaðamanni að Guðjón Guð-
mundsson gefiir kost á sér í eitt
af þremur efstu sætunum. Það
er líklega vegna hógværðar
þingmannsins sem undirritaður
hefur ekki veitt honum meiri
eftirtekt hingað norður, en hitti
hann þó reyndar á Sauðárkróki
á dögunum. Fyrstu kynnin voru
ágæt og fær Guðjón bestu ósk-
ir um hagstæðan byr í komandi
baráttu fyrir þingsæti í kjör-
dæminu.
Þórhallur Ásmundsson.
Nýr diskur frá Geira
Geirmundur Valtýsson er að
senda ffá sér nýjan geisladisk
núna í haust. Á honum eru 12
glæný lög og eru flytjendur
nokkrir af kunnustu söngumm
og hljóðfæraleikurum landsins,
en Geirmundur syngur sjálfur
sex lög á disknum, sem áætlað
er að komi út um miðjan næsta
mánuð, en það gæti þó dregist
ffam eftir mánuðinum, að sögn
Geirmundar.
Það em þijú ár síðan seinasti
geisladiskur kom út með Geir-
mundi og fékk sé feikna góðar
viðtökur. „Ég ákvað að skella
mér í þetta núna og það verður
gaman að vita hvemig þetta
kemur út. Það er harka í brans-
anum og ekki hægt að ganga að
neinu gefnu”, segir Geirmundur
og nú fer væntanlega að styttast
í að ný lög ffá Geirmundi fari að
heyrast.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra
Kemur út á miðvikudögum. Utgefandi Feykir hf.
Skrifstofa: Ægisstig 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box4,
550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703.
Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is.
Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Blaðstjóm: Jón F.
Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur
Hermannsson, Sigurður Ágiistsson og Stefán Amason.
Áskriftarverð 190 krónur hvert tölublað með vsk.
Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Seming og
umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á
aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.