Feykir - 18.09.2002, Qupperneq 3
31/2002 FEYKIR 3
Fjamám á háskóla-
stigi og aukið náms-
framboð á svæðinu
Núna íyrir helgina var undir-
ritaður samstarfssamningur um
fjamám á háskólastigi á Norð-
urlandi vestra. Samningurinn er
á milli Háskólans á Akureyri,
Háskólans í Reykjavík og Há-
skóla íslands annars vegar og
Farskóla Norðurlands vestra -
miðstöðvar símenntunar og
Hólaskóla hins vegar. Anna
Kristín Gunnarsdóttir forstöðu-
maður Farskóla Norðurlands
vestra segir að með þessum
samningi skapist miklir mögu-
leikar íyrir íbúa á svæðinu að
afla sér háskólamenntunar.
Anna Kristín sagði í ávarpi
sínu við undirritun að þetta væri
mikill áfangi í sögu Farskólans,
sem einmitt um þetta leyti á 10
ára afmæli. Anna Kristín sagð-
ist vonast til þess að það yrðu
ekki einungis Skagfirðingar
sem myndu njóta góðs að fjár-
náminu til háskólanáms, heldur
allt Norðurlands vestra. Það
hefði sýnt sig að mikill áhugi
væri hjá fólki að mennta sig og
nú myndu opnast enn frekari
möguleikar. Þegar væru all-
margir í fjamámi á Sauðárkróki
og einnig væri aðstaða til náms-
ins á Siglufirði og Blönduósi
sem fólk nýtti sér. Þá væri fólki
í námi úr sveitunum í Húna-
vatnssýslu og frá Skagaströnd
og Hvammstanga, og stefnt
væri að því að koma upp að-
stöðu til háskólanámsins á þess-
um þéttbýlisstöðum, en eins og
er vantaði aðeins upp á fjölda
nemenda þar.
Forsvarsmenn sveitarfélagsins og nokkurra fyrirtækja og
stofnana voru viðstaddir undirskriftina.
Næsti áfangi Þverár-
fjallsvegar boðinn út
Nýlega bauð Vegagerðin út
næsta áfanga Þverárfjallsvegar,
milli Þverár og Skúfs í Norðurár-
dal, 2,4 km vegakafla. Verkinu á
að vera lokið að fullu 15. sept-
ember á næsta ári. Útboðsgögn
eru seld bæði hjá Vegagerðinni á
Sauðárkróki og í Reykjavík fyrir
væntanlegan kafla. Tilboð verða
opnuð 23. september nk.
Þessa dagana er Suðurverk
einmitt að leggja bundið slitlag
ofan á nýgerðan veg frá Skiða-
stöðum að Þverá, en sá vegur er
12 km að lengd. Á þingi SSNV
nýlega var samþykkt ákorun til
samgönguyfírvalda að leggja á-
herslu á að ljúka gerð Þverfjalls-
vegar á þamæsta ári.
Séð í suðvestur yfir Norðurárdal, Tunguhnjúkur til
vinstri, í fjarlægð má greina Vatnsnes. Mynd/hing.
Frá undirskrift samningsins á Sauðárkróki. Hrafn Loftsson frá Háskólanum í Reykjavík, Þor-
steinn Gunnarsson frá Háskólanum á Akureyri,Anna Kristín Gunnarsdóttir framkvæmda-
stjóri Farskóla Norðurland vestra, Skúli Skúlason skólameistari Hólaskóla, Ólafur Proppe
frá Kennaraháskólaskólanum ogTryggvi Þórhallsson frá Háskóla íslands.
Anna Kristín sagðist vera
sannfærð um það að möguleik-
ar fólks til framhaldsmenntunar
og háskólanáms hefði mikla
þýðngu og gerði þau svæði sem
byði upp á slíka menntun enn
meira aðlagandi til búsetu. Og
það væri ekki aðeins að fólk
sæktist eftir að mennta sig
menntunarinnar vegna, heldur
væri líka þónokkur hópur sem
hefði gaman af því að afla sér
frekari þekkingar, og þessum
hóp væri einnig verið að þjóna
með auknu námsframboði.
Ársæll Guðmundsson sveit-
arstjóri Skagafjarðar og fyrrver-
andi forstöðumaður Farskóla
Norðurlands vestra, sagði að
með þessum samningi væru
mikil tímamót, bæði upphafs-
punktur og endapunktur. Nú
væri því markmiði náð sem lagt
var upp með þegar Farskólinn
var stofnaður, að byggja upp
námsframboð á framhalds-
skólastigi og með tímanum ná
yfir á háskólastigið. Þetta rnark-
mið væri nú í höfn og komið að
öðrum kapítula í sögu farskól-
ans.
Slatursalan byrjar a föstudag
Allt til sláturgerdar á sérstöku tilboðsverdi
komið oggerið góð matarkaup!
lUýkomið mikið úrval
didas
af adidas íþróttafatnaði •
HEiÆJifrm®®®
Rex bitar 129,-
Bujjaló bitar 159,-
Food line flögur 119,-
Kjöifars 298,- kg.
Appelsínur 99,- kg.
Gold epli 79,- kg.
Blómkál 219,- kg.