Feykir - 18.09.2002, Page 6
6 FEYKIR 31/2002
Hagyrðingaþáttur 345
Heilir og sælir lesendur góðir.
Það er Pétur Jónsson kenndur við
Nautabú sem er höfúndur að fyrstu vís-
unni að þessu sinni.
Fjör og máttur fjarar brátt
feygð í gáttum kvikar.
Lyftum hátt við loka þátt
lífsins sátta bikar.
Ólafúr Gunnarsson í Borgarnesi
vann í mörg haust í sláturhúsinu á Borð-
eyri. Lá þar framrni svört vasabók sem í
átti að skrifa allar vísur sem gerðar voru
í sláturtíðinni. Fékk bókin heitið „svarta
rollan”. Var Ólafi falið að gera fyrstu
vísuna.
Sláturs vinnu víkingar
verkalýður Borðeyrar,
raði á síður rollumar
rími sér til skemmtunar.
Þegar stúlkurnar sem unnu í hausa-
klefanum vom farnar orti Ólafúr.
Ég hef dregið nökkva í naust
nú er dapur hljómur.
Það er komið hrímkalt haust
og hausaklefinn tómur.
Georg Jón Jónsson á Kjörseyri yrkir
svo til Ólafs.
Er að brenna af ástríðum
eins má kenna á svari.
Hann er enn í huganum
á hörku kvennafari.
Þegar lítið hafði verið ort í rolluna
kemur þessi hjá Ólafi.
Gangast valla gæfuspor
gerist sollið hjarta,
ef að falla á úr hor
úrvals rollan svarta.
Ein kemur hér enn eftir Ólaf.
Ýti ég á óðar mið
aðra til að hvetja.
Fífli skal á foraðið
í flestum greinum etja.
Eitt sinn er Ólafúr hafði verið síðla
hausts að vinna með konu sem kölluð
var Lóa yrkir hann svo.
Umhverfið er atað snjó
engið horfið sýnum.
Lóu kliður lætur þó
ljúft í eyrum mínum.
Einar Hallsson í Hallkelsstaðahlíð
vann um áratuga skeið í sláturhúsinu í
Borgamesi. Eitt sinn var komið með
dökk vinnufot á fólkið sem vann í slát-
urhúsinu í stað þeirra hvítu. Ekkert af
þessum nýja fatnaði var nógu stór á Ein-
ar og var hann áffam í hvítu. Af því til-
efni yrkir Einar.
Almættið á oss lítur
aðgreinir mannanna hjörtu.
Einn er hér engill hvítur
innan um hrafhana svörtu.
Eitt sinn er Einari líkaði ekki alls-
kostar aðbúðin 1 mötuneytinu orti Ingv-
ar Magnússon ffá Hofsstöðum.
Þó að vanti vatn og brauð
og vinarhót hjá konum.
Einar líður ekki nauð
ístran bjargar honum.
Þar sem nú að undanfömu hafa stað-
ið yfir heiðarferðir bænda og búaliðs er
tilvalið að rifja næst upp þessa vísu
Guðmanns Hjálmarssonar.
Fram á heiði hleypi ég
heldur greiðum fola.
Grýtta leið og vondan veg
víst er neyð að þola.
A ferðalagi um Kjöl yrkir Hallgrím-
ur Jónasson svo.
Einhver drauga lýsu log
leika um jökulrætur.
Nú er kalt á Kili og
kannski reimt um nætur.
Bjöm S. Blöndal mun hafa ort svo í
göngum á Grímstunguheiði.
Fegurð stök mér finnst að sjá
fáguð þökin mjalla.
Silfúr hökul sveipar gljá
sól um jökulskalla.
Magnús Jónsson á Grenivík mun
hafa ort þessa haustvísu.
Styttist dagur, sígur sól
sölnar fagur gróður.
Þrengist hagur, þijóta skjól
þagnar lag og óður.
Eitt sinn gengu tveir af vinum Einars
Kristjánssonar frá Hermundarfelli í
stúku. Um atburð þann orti Einar.
Allt sem gleði áður jók
óðum fer að dvína.
Drottinn gaf og drottinn tók
drykkjubræður mína.
Þegar Haraldur Hjálmarsson ffá
Kambi varð fimmtugur mun Stefán
Vagnsson hafa sent honum eftirfarandi
kveðju.
Hefúr lifað hálfa öld
hraustur sigldi strikið,
því mun verða kátt í kvöld
kveðið og dmkkið mikið.
Hefir braga og Bakkus við
bundið tryggðir slingar,
þeir sem ganga um þeirra hlið
það em Skagfirðingar.
Og að lokum þessi fallega vísa Ólínu
Jónasdóttur.
Sólin málar leiðir lands
lagar álar skína.
Finn ég stijálast geisla glans
gegnum sálu mína.
Veriði þar með sæl að sinni.
Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum
541 Blönduósi, sími 452 7154.
Skólagangan var auðnuspor
Það er stór stund hjá fólki þegar það útskrif-
ast úr skóla, hátíðarstund. Þannig var það
þegar Hólanemar útskrifuðust og afmælishá-
tíð skólans var haldin á dögunum. Það var
gaman að heyra ávarp fulltrúa brautskráðra
nema frá skólanum. Að þessu sinni var það
húsmóðir vestan af Snæfellsnesi, Margrét
Björk Björnsdóttir.
„Ég heiti Margrét Björk, er gift fjögurra bama
móðir og kem vestan af Snæfellsnesi. Ég hef ver-
ið þeirrar ánægju aðnjótandi að stunda nám á
ferðamálabraut Hólaskóla undanfarið ár. Ég flutti
hingað sl. haust með fjölskyldu mína og þó að
ekki sé til of mikið af húsnæði hér á staðnum, þá
tókst að koma okkur fyrir, og það fór vel um okk-
ur, því þröngt mega sáttir sitja.
Við höfúm unað hag okkar vel hér á Hólum
við nám, leik og störf, þar sem allsstaðar hefúr
verið tekið vel á móti okkur. Börnin mín vom hér
í grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla, og vom
mjög ánægð. Við kynntumst lika yndislegu fólki
hér í Hjaltadal, „dalnum sem Guð skapaði”. Það
hefúr gefið lífi okkar aukið gildi og við munum
halda tryggð við þennan stað og þetta fólk, enda
eigum við því svo margt að gjalda.
Skólaganga min hér á Hólum hefúr því verið
mikið auðnuspor fyrir mig og íjölskyldu mína.
Nú er þessum langþráða skólakafla í lífi mínu
lokið. Ég er reynslunni ríkari, veit og get margt
svo miklu betur, en ég horfi samt með öfúndar-
augum á eftir þeim sem nú em að hefja hér nám,
því ég veit að þeir eiga ánægjulega og viðburðar-
ríka tíma í vændum, og ég væri alveg til í að vera
Margrét Björk flytur þakkarávarp sitt við
brautskráninguna frá Hólaskóla.
hér miklu lengur.
Ég vil ljúka þessu með að þakka fyrir mig.
Þetta ár er búið að vera alltof fljótt að líða. Við
eigum eftir að sakna margs héðan úr Hjaltadaln-
um, en við erum hamingjusöm og svo miklu rík-
ari eftir þessa dvöl okkar hér í Skagfirði. Og í
okkar huga verður það alltaf „heim að Hólum.”
Það er einlæg ósk mín að öllum þeim nemum
sem hingað eiga eftir að koma muni líða eins vel
hér og mér hefúr liðið. Ég vil fyrir hönd nemenda
óska Hólaskóla til hamingju með afmælið og
vona að skólinn haldi áfrarn að vaxa, dafna og
þroskast eins og hann hefúr gert undanfarin ár, því
Hólaskóli á bæði mikla og bjarta framtíð. Takk
fyrir.”
Framsókn ályktar
um atvinnumálin
Á aðalfúndi Framsókn-
arfélags Skagafjarðar sem
haldinn var í síðustu viku
var m.a. rætt um sveitar-
stjómarmál. Fram kom í
máli ræðumanna að at-
vinnumál í Skagafirði em
og verða stærsta mál kom-
andi ára. í tilkynningu segir
að fúndarmenn hafi verið
fúrðu lostnir yfir ffamgangi
meirihluta sveitarstjómar í
atvinnumálum og var eftir-
farandi ályktun samþykkt:
„Aðalfundur Framsókn-
arfélags Skagafjarðar átelur
harðlega þau vinnbrögð
meirihluta sveitarstjórnar að
hafna tækifæri til atvinnu-
uppbyggingar í Skagafirði
með neikvæðri afstöðu sinni
til virkjunarffamkvæmda.
Fundurinn skorar á meiri-
hlutann að gefa skýr svör
um með hvaða hætti þeir
hyggjast stuðla að upp-
byggingar atvinnu- og
mannlífs í héraðinu.”
Aðalfundur
Búhölda hsf.
verður haldinn sunnudaginn 22. september
2002 kl. 16 í fundarsal Heilbrigðistofunarinnar
á Sauðárkróki (niðri).
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 15. gein
samþykkta félagsins.
2. Breytingar á samþykkmm félagsins.
3. Önnur mál.
Stjórn Búhölda hsf.