Feykir - 18.09.2002, Qupperneq 8
Sterkur auglýsingamiðill
Fréttablaðið á Norðurlandi vestra
18. september 2002, 31. tölublað, 22. árgangur.
Fótbrotinn til rétta
Gangnamaður slasaðist þeg-
ar Bólhlíðingar smöluðu Laxár-
dalsljöllin á sunnudaginn.
Austasti maðurinn í göngunum,
sem gekk Víðidalinn, lenti með
hest sinn niður í keldu framar-
lega í dalnum, skammt fyrir
utan svokallaða Kjaftalaut þar
sem Skagfirðingar skipta göng-
um. Hesturinn lenti ofan á
manninum og kramdi fót hans
illa. Þetta gerðist rétt upp úr níu
um morguninn, fljótlega eftir að
smölun hófst.
Maðurinn komst á bak að
nýju, náði að haltra fyrir hesta
sem hann var með til reiðar og
hélt áfram smalamennskunni
eins og ekkert hefði í skortist,
þrátt fyrir að vera ansi hijáður
og jukust verkimir í fætinum er
leið á daginn. Manninum var
boðið að fara heim úr göngun-
urn þegar búið var að ná safninu
saman, en hann afþakkaði og
vildi ljúka sínu dagsverki. Kom-
ið var til réttarinnar í Bólstaða-
hlíð á fjórða tímanum og veittu
menn því eftirtekt að annað
stígvél gangnamannsins var
mun sverara en hitt.
Maðurinn var þá fáanlegur
til að fara heim og reyndist fót-
urinn stokkbólginn. Þótti rétt að
fara niður á Blönduós til læknis.
Við röntgenmyndun kom í ljós
að maðurinn var fótbrotinn, rétt
fyrir ofan ökla. Var hann sendur
norður til Akureyrar um kvöld-
ið, þar sem fram fór uppskurður
og brotin negld saman á mánu-
dagsmorgun. Er liðan mannsins
eftir atvikum.
Þessi harðfengni gangna-
maður er Guðmundur Valtýsson
undanreiðarforingi þeirra
Bólhlíðinga á Eyvindarstaða-
heiði og umsjónarmaður hag-
yrðingaþátta Feykis. Guðmundi
tókst einmitt með naumundum
að skila síðasta þætti áður en
hann fór í aðgerðina fyrir norð-
an, hringdi síðustu þijár vísum-
ar til blaðsins, en vegna mikillar
veðurblíðu undanfarna daga,
hafa bændur surnir hveijir þurft
að vera ansi marga daga við
smölun.
En það á efiir að fara í marg-
an smölunarleiðangurinn á
þessu hausti og sýnt að Guð-
rnundur á Eiríkssstöðum verður
þar fjarri góðu gamni. Sjálfsagt
hlaupa nágrannar hans undir
bagga í fijárraginu í haust, en
sýnt að Guðmundar verður
saknað í smalamennskunni,
enda að sögn bænda þar um
slóðir, með magnaðri smala-
mönnum, vel ríðandi og með
góðan hund sér til aðstoðar við
smölunina. Framganga Guð-
mundar í göngunum að þessu
sinni þykir hörð, og ekki neytti
hann neins í göngunum til að
deyfa verkina, gangnapeli hans
var ósnertur og þáði hann ekki
boð frá öðmm gangnamönnum.
Guðmundur Valtýsson lenfi í honum kröppum á Víðidalnum
um helgina.
s: 453 6666
VlDE
f
s: 453 6622
Rostungurinn makindalegur á garðsendanum við Selvíkina. Mynd Ingólfur Sveinsson.
Rostungur vitjar Skagabænda
Sagt var ffá því í síðasta
Feyki að hval rak í Hraunsvíkina
á Skaganum. En það hafa fleiri
sjávardýr komið á Skagann nú
upp á síðkastið. Þannig var rost-
ungur að svarnla í Selvíkinni í
byijun mánaðarins og fngólfur
Sveinsson bóndi í Lágmúla
komst í tæri við hann þar sem
hann lá upp á enda hafnargarðs-
ins. „Hann virtist gæfur og Har-
aldur sonur minn var kominn
ansi nálægt honum þegar hann
fór að blása aðeins og hvæsa ör-
lítið”, sagði Ingólfur.
Að sögn Ingólfs sá hann rost-
unginn fyrst á sundi í Selvíkinni
síðdegis þriðjudaginn 3. septem-
ber. Þegar hann gáði að honum
næsta morgun var hann kominn
upp á garðsendann og lá þar eg-
inlega allan daginn í makindum
sínum. „Svo var hann horfinn
næsta dag, en ég hef reyndar
ekkert farið þama niðureftir und-
anfarið til að gá að því hvort
hann er þama ennþá á víkinni.”
Ingólfur segir að á að giska
hafi rostungurinn líklega verið
um tonn að þyngd og tennumar
svona sjö - átta tommur að
lengd. Hann segir að þetta sé í
annað skipti á sínum sjómanns-
ferli sem hann rekist á rostung. I
fyrra skiptið var það fyrir tæpum
tíu ámm, þá rétt við Ingveldar-
staðahólmann. A ísaárunum rétt
fyrir 1970 rak dauðan rostung
með ísnum inn að Kleif á Skaga,
og vom tennumar úr þeim rost-
ung teknar til varðveislu. Það er
sem sagt frekar sjaldgæft að rost-
ungar komi hér upp að landinu,
en annað slagið hefur það þó
gerst og ekki langt síðan að Villi
víðförli, svonefndur, var á ferð-
inni.
Sunnlenskt fé heimtist í Skagafirði
Það þykja jafnan nokkur
tiðindi þegar sauðfé þvælist
um langan veg milli sýslna og
vamarhólfa. Þannig hafa í
haust sex kindur, tvær ær og
fjögur lömb frá bænum Kálf-
holti í Ásahreppi í Rangár-
vallasýslu komið fyrir ffarnar-
lega í Skagafirði. Önnur ærin
kom fram við heimasmölun í
Byrgisskarði í byijun mánaðar-
ins og fór hún ásamt tveimur
lömbum beint í sláturhús eins
og reglugerð segir til um varð-
andi fé sem fer yfir vamarlínur
sauðfjár\'eikivarna. Hinarþijár
kindurnar fundust skammt frá
Hofsjökli þegar leitarmenn á
Hofsaffétt voru þar i síðustu
viku.
Að sögn Leifs Hreggviðs-
sonar gangnastjóra sem var á
bíl með leitarmönnum tókst
eftir nokkrar sviffingar að
handsama kindumar þama
innffá og var þeim ekið til
byggða og munu þær fara
sömu leið og hinar fyrri. Leif-
ur sem farið hefúr í leitir á
Hofsaffétt í fimmtíu ár segir að
annars lagið komi þar fram fé
úr öðrum hémðum en þó sé
minna um slíkt hin seinni ár.
Hann sagði að leitarmenn
hefðu fengið afbraðsgott veður
að þessu sinni og taldi að
nokkuð vel hefði smalast. Það
eina sem hefði mátt finna að
var mikill hiti þannig að fé var
latrækara en ella.Hann taldi að
dilkar sem kæmu af afféttinum
væm með minna móti og
kenndi unt kuldum og þurrki í
vor.
Ö.Þ.
...bflaj*, tiyggugai1,
bækúr, ritföng,
framköflun, ramma.r,
tfmarit, ljósritun,
gjafavara...
BÓKABÚÐ
BRYNcJABS
SUÐURGÖTU 1 StMI 483 8980
Flísar, flotgólf
múrviðgerðarefni
Aðalsteinn J.
Maríusson
Sími: 453 5591
853 0391 893 0391