Feykir


Feykir - 16.10.2002, Side 3

Feykir - 16.10.2002, Side 3
35/2002 FEYKIR 3 'jtáitð Enn og aftur lambakjötsútsala kr. kg. V a J (ath takmarkaðar birj Höfðingleg gjöf til þjálfunarstöðvar Heilbrigðisstofnunar Á dögunum barst Heil- brigðisstoinuninni á Sauðár- króki höfðingleg gjöf ífá fyrr- um bæjarstjórahjónum á Sauð- árkróki, Rögnvaldi Finnboga- syni og Huldu Ingvarsdóttur, sem þau gáfu til minningar um son sinn Finnboga sem lést langt fyrir aldur fram í blóma lífsins 14. október 1995. Gjöf- in er ein milljón króna og ætl- uð til kaupa á tækjum í endur- hæfingarstöð Heilbrigðisstofn- unarinnar. Finnbogi hefði orðið 50 ára 30. september sl. Þann dag var haldin athöfh á skrifstofu fram- kvæmdastjóra Heilbrigðis- stofhunarinnar Birgis Gunnars- sonar, þar sem gjöfin var af- hent. Þau hjón Rögnvaldur og Hulda gátu ekki verið viðstödd, þar sem að Rögnvaldur hafði slasast nokkrum dögum áður, en sem betur fer lítillega. í þeirra stað var mættur Stefán Guðmundsson fyrrum bæjar- stjórnar- og alþingismaður. Stefán mælti nokkur orð, gat þess að þau hjón væru nú á- byggilega með hugann fyrir norðan og minntist Finnboga heitins í nokkrum orðum. Þar kom fram að Finnbogi hafi alltafverið mikill Skagfirðing- ur og effir að hann flutti úr bænum hafi leiðin oft legið á Krókinn í fríum og greinilegt hvert hugurinn leitaði. Birgir Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Heilbrigðis- stofnunarinnar þakkaði höfð- inglega gjöf og sagði hana koma i mjög góðar þarfir við að byggja upp endurhæfingar- þjónstuna sem margir nytu góðs af. Birgir bað fyrir bestu kveðjur til þeirra Rögnvaldar og Huldu. Frá afhendingu gjafarinnar frá fyrrum bæjarstjórahjónum á Sauðárkróki til minningar um son þeirra. Það var Stefán Guðmundsson sem aíhenti Birgi framkvæmdastjóra ávísunina. Fjölbreytt vetrardagskrá hjá Tónlistarfélagi Skagafjarðar Tónlistarfélag Skagafjarðar er nú að hefja sitt annað starfsár. Á síðasta ári stóð Tónlistarfé- lagið fyrir sjö tónlistarviðburð- um sem voru vel sóttir og vilj- um við þakka kærlega fyrir góðar viðtökur. Á komandi starfsári bætum við um betur og stöndum fyrir átta tónleikum og þeir fyrstu verða nú í október. Dagskráin verður fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin verður sem hér segir: 20. október kemur Rúss- neska harmonikudúóið Jurí og Vadim Fedorov. Þessir tviburar voru orðnir vel þekktir hér á landi fyrir snilldartilþrif á nikk- umar sínar og einkar líflega og skemmtilega framkomu. Tón- leikamir verða í félagsheimilinu Ljósheimum kl. 16 og verða haldnir í samvinnu við Félag eldri borgara í Skagafirði. Þessa tónleika ættu unnendur góðrar harmonikkutónlistar ekki að láta fram hjá sér fara. í nóvember er von á gamla góða Rió tríói og verður Skaga- Qörður eini viðkomustaður þeirra á landsbyggðinni. Þeir em að fara að gefa út safndisk með gömlu góðu Ríólögunum sem við þekkjum öll svo vel og höfúm margoft sungið með. Á dagskrá tónleikanna verða gömlu góðu lögin og er því von á rifandi stemningu. Athugið að þetta verða einu tónleikar þeirra á landsbyggðinni svo ekki missa af þeim. í desember kemurTríó Sig- urðar Flosasonar. Hann ásamt Gunnari Gunnarssyni hélt mjög eftirminnilega tónleika fyrir síð- ustu jól hér í Sauðárkrókskirkju og fékk þá feiknagóðar viðtök- ur. Að þessu sinni koma aðrir tónlistarmenn með honum en eins og hans er von og vísa verða þessir tónleikar ekki síðri. Tónleikar janúarmánaðar hafa ekki verið endanlega á- kveðnir en verið er að skoða tvo möguleika. Þó getum við lofað að báðir kostimir em afar góðir. I febrúar ætlar Thomas R. Higgerson píanóleikari að leika fyrir okkur klassísk meistara- stykki. Eins og flestir vita þá hefúrThomas Higgerson starf- að hér um margra ára skeið sem undirleikari Karlakórsins Heim- is og einnig við Tónlistarskóla Skagafjarðar, en hann er líka metnaðarfúllur og mjög svo at- hyglisverður listamaður og vilj- um við i Tónlistarfélaginu hvetja Skagfirðinga til að fjöl- menna á tónleikana. 1 mars er svo von á Önnu Sigríði Helgadóttur með gospelkór Fríkirkjunnar í Reykjavík. Skagfirðingar þekkja eða kannast vel við Önnu Siggu en hún var söng- kennari hér fyrir nokkrum árum. Hún hefúr haldið tónleika hér nokkrum sinnum á undan- fornum ámm við húsfylli í hvert sinn. Hér kemur hún með kórinn sinn og tekur að sjálf- sögðu lagið líka. I apríl fáum við karlakvar- tettinn „Út í vorið”. Ætlunin er að þeir verði fyrsta atriði í Sælu- viku sunnudaginn 27. apríl. Þessi ffábæri söngkvartett hefúr starfað í nokkur ár og vakið at- hygli fyrir vandaðan söng. Síð- asti viðburður starfsársins verð- ur í maí, en þá heimsækir okkur jasstríóið B3 með Agnar Má Magnússon jasspíanista i broddi fylkingar. Við viljum vekja athygli á því að hægt er að panta áskrift- arkort hjá Irisi Baldvinsdóttur í síma 847 5798 eða hjá Lindu Leu Bogadóttur i síma 861 2610 en einnig verða þau seld við inngang að tónleikum. Verð áskriftarkorta er kr. 8000 og gildir það á alla tónleika starfs- ársins. Almennt verð á tónleika verður hinsvegar kr. 1.500 og kr. 1.000 fyrir félaga í Tónlistar- félaginu. Við vonumst að sjálfsögðu til að geta staðið við þessa dag- skrá, en höfúm þó fyrirvara um breytingar sem við munum þá auglýsa með góðum fyrirvara. Allir tónleikar verða auglýstir nánar síðar. Góða skemmtun. llar REVLON vörur i0% afsláttur É GÓD TILBOD Food Line safi 1,5 Itr. 89,-kr. Camembert 219,-kr. Brokkolí 229,-kg Blómkál 179,-kg

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.