Feykir


Feykir - 23.10.2002, Page 3

Feykir - 23.10.2002, Page 3
36/2002 FEYKIR 3 á laugardaginn Málþing um Gretti á Laugarbakka Það er tekið á mörgu, og á skemmtilegan hátt, í Bláa hnettinum. Mjög gott leikverk og mögnuð sýning á Bláa hnettinum Það var mikið gert úr því þegar Blái hnötturinn, saga Andra Snæs Magnasonar, kom út fyrir nokkrum árum. Þetta var í miðju jólabókaflóðinu, en íslensku bókmenntaverðlaunin eru aflient á þeim tíma og hafa kannski fengið þann stimpil fyrir vikið, að gegna því hlut- verki framar öðru að auglýsa upp bókina þannig að hún rati ffekar í jólapakkana. Þess- vegna kannski tók maður ekki alveg mark á því lofi sem Blái hnötturinn fékk, en síðan reyndar hefur þetta verk hlotið fleiri verðlaun. í sýningu Leikfélags Sauð- árkróks á Bláa hnettinum, fær leikhúsgesturinn hinvegar tækifæri til að leggja sitt mat á verkið. Og það verður að segj- ast eins og er að pistilritari er stórhrifinn að þessu „stykki”. Það eru vinsælar klisjur að segja að þetta og hitt verkið höfði jafn til bama og fiill- orðna, jafnt í dag og á þeim tima sem það var skrifað; þótt margar aldir séu liðnar, og það hafi yfir svo og svo miklum boðskap að bjóða. En þetta em ekki klisjur með Bláa hnöttinn, þetta kem- ur allt heima og saman í þess- ari sýningu. Andri Snær Magnason hefur greinilega mikið til bmnns að bera sem höfundur og Blái hnötturinn býr yfir ótrúlega miklum boð- skap, tekur á svo mörgu, en er um leið frumlegur, líflegur og skemmtilegur. Þessi sýning skilur ýmislegt eftir í huga á- horfandans, en fyrst og fremst gleði og þakklæti yfir skemmtilegri sýningu. Það er mikið að gerast strax í upphafi á Bláa hnettinum. Leikamir hrífa leikhúsgesti með sér í leikinn og síðan er nostrað í gegnum hlutina með hnittnu og skemmtilegu ívafi. Það er bryddað upp á hárbeittu háði og gagnrýni á ýmsa ver- aldlega hluti, sérstaklega verð- ur það áþreifanlegra þegar kemur fram í seinni hluta sýn- ingarinnar. Þetta er ein beittasta ádeilan á „sýndarvemleikann” sem pistilritari man eftir að hafa orðið vitni að. Það er Glaumur sem aðal- persónan í sýningunni, þó ekki sami karakekterinn og birtist „UndirNöfunum” í Feyki. Sig- urður Halldórsson, sá feikna- skemmtilegi leikari fer með hlutverk Glaums og gerir það stórvel. Árni Jónsson og Sigur- laug Vordís Eysteinsdóttir em í næststærstu hlutverkunum og skila þeim virkilega vel. Guð- brandur Guðbrandsson er leið- togi teymisins á sviðinu og bregst ekki, en eginlega rennur frammstaða leikhópsins öll inn í leikinn, sem rennur ljúfur í gegn, ekkert sem angrar og þá stendur sýningin fyllilega fyrir sínu. Það var gaman að höfundur leiksins, Andri Snær, var við- staddur frumsýninguna sl. laugardag, og var hann og leik- stjórinn Þröstur Guðbjartsson heiðraðir með blómvöndum að sýningu lokinni. Það er ástæða til að færa Leikfélagi Sauðárkróks ham- ingjuóskir með góða sýningu, og í leiðinni að hvetja fólk til að sjá þennan bráðskemmti- lega leik, sem svo sannarlega er ekkert siður fyrir fullorðna en böm. Það er góð tilbreyting og feikileg skemmtun að bregða sér í leikhús svona í lok sláturtíðarinnar. Miðlun menningararfsins - Grettissaga í fortíð og nútíð, er yfirskriff málþings um Grettis- sögu sem haldið verður á Laugarbakka í Miðfirði nk. laugardag 26. október. Þar verða margir fróðlegir fyrir- lestrar fluttir og efnt til vett- vangsskoðunar á slóðum Grett- is á Bjargi. Málþingið hefst um tíuleyt- ið með setningarávarpi Skúla Þórðarsonar sveitarstjóra. Því næst kynnir Pétur Jónsson stjómarformaður Grettistaks, átaksverkefnið í erindi sem heitir: „Ok er af myndi þriðj- ungr af nótt”. Bergur Þorgeirs- son flytur erindi um Snorra- stofu í Reykholti - menningar- verkefni í framkvæmd. Jón Hámundur Marinósson fjallar um teiknimynd um Gretti og miðlun sögunnar. Þvi næst em umræður og ffamsögumenn svara fyrirspumum og þá er komið að hádegisverði og leik- sýningu. Eftir hádegið fjallar Sólveig Una Pálsdóttir um fræðistörf Hermanns Pálssonar. Ömólfur Thorsson tekur til umfjöllunar „myndina af íslandi”, og Guð- varður Már Gunnlaugsson veltir fyrir sér hver Grettir Ás- mundarson hafi verið. Áður en farið verður að Bjargi verða umræður og framsögumenn svara fyrirspumum. Á síðasta spretti málþings- ins flytur Viðar Hreinsson fyr- irlestur um „Illfylgjur tím- anna”, Ásdís Amalds um skap- gerð Grettis og Jón Torfason kallar sinn fyrirlestur „Upp undir Eiríksjökli” um Grett- isömefni. Reiknað er með að þingslit verði á sjöunda tíman- um á Laugarbakka á laugar- daginn.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.