Feykir


Feykir - 23.10.2002, Side 4

Feykir - 23.10.2002, Side 4
4 FEYKIR 36/2002 „Það þótti ótækt að slátra með minnkandi tungli og á útfallinn“ Spjallað við Róar frá Grafargerði um sérvisku varðandi heimaslátrun og fleira Þeir eru margir sem eiga erfitt með að sætta sig við það að sumarið sé á enda og veturinn að hefja innreið sína. Hún var velþegin tíðin í sept- ember og fram í miðjan þennan mánuð, sannarlega sumarauki, eftir blautt og ífemur kalsasamt sumar. Og svo brá fólki við þegar kólnaði á dögunum og gránað í rót. Margir tala um vetrarkvíða og víst er að flest- ir vilja gjaman sleppa við snjóþunga og harða vetur. Þessvegna er það sjálfsagt sem reynt hefur verið að spá fyrir um vetrar-veðráttuna og víst er að margir hafa gaman af þeim spám. Það var um þetta leyti, í síðustu viku sumars, fyrir um það bil tíu-tólf árum sem blaðamaður Feykis gaf sig á tal við einn af starfsmönnum Sauðárkróksbæjar, þar sem hann var við vinnu sína í bænum. Starfsmaðurinn, Róar Jónsson sem gjaman er kenndur við Grafargerði við Hofsós, sagði Feykismanni ffá því að vin- kona sín ein hefði sér til gamans spáð í gamir til að sjá fyrir um veðráttu vetrarins. Þetta hefði hún tíðkað um langt skeið og haldið þannig við gömlum sið, en þetta var ein af þeim aðferðum sem bændafólk hafði á öldum áður til að spá fyrir um tíðarfarið yfir erfiðasta árstímann. Það var sem sagt þetta spjall við Róar, sem varð til þess að gamaspákon- an á Kárastöðum í Hegranesi, Sigurlaug Jónasdóttir var uppgötvuð. Reyndar var Róar ófáanlegur til að gefa upp nafh hennar í fyrstu atrennu, sagðist þurfa að spyrja hana fyrst hvort þetta mætti opin- berast, og þegar leyfi fékkst birtist svo fyrsta gamaspáin í Feyki og í allmörg ár svo á hverju hausti upp frá því. Aðrir fjölmiðlar fóra svo í fótspor Feykis og fylgdust gjörla með því hvemig Lauga á Kárastöðum sá veturinn fyrir sér í gömunum. En nú era tvö aða þijú haust síðan Lauga hætti að spá í gamir, enda orðin harðfúllorðin og heilsan búin. Það tók enginn við, kunnátta Laugu var slík að það var ekki fyrir hvem sem er að fara í fótsporin. Venjur við heimaslátrun „Það var ekki fyrr en ég fluttist á Sauðárkrók, um 1970, og kynntist fólk- inu á Kárastöðum sem ég heyrði af þessum gamaspám. Faðir minn, Jón Kristvinsson á Vatnsleysu og Vilhjálm- ur Jónasson á Ytri-Brekkum, eitt systk- inanna ffá Hróarsdal, vora miklir vinir og kunningjar. Það hefúr líklega verið vegna þessa kunningsskapar þeirra sem kynni tókust með minni fjölskyldu og Hróarsdalssystkinum, á Kárastöum og Hegrabjargi. Ég var einhvem tíma staddur á Kárastöðum þegar heimaslátr- un stóð yfir og þá heyrði ég af þessum gamaspádómi, en ég varð sjálfúr aldrei vitni af þvi þegar Lauga spáði í gamim- ar. Það var ævinlega í síðustu viku sum- ars, sem tekið var til heimaslátranar. Gamimar sem raktar vora til spádóma áttu helst að vera úr veturgamalli kind, sem hafði verið inni næturlangt. Það var talið að mesta væri að marka spána við þessi skilyrði og gamimarteknar upp af jörðinni og raktar á vetramóttum, síð- ustu nóttum sumarsins.” - Þetta er mjög sérstakt, en var mikið um hjátrú í kringum heimaslátrun héma áður fyrr? „Já blessaður vertu ég kynntist því sjálfúr þegar ég var að alast um á Vatns- leysu á sínum tíma. Þá var sirkað á að slátra þegar tungl væri í vexti og á sjáv- arflóðinu, þá átti að blæða best og slát- urmatur allur með besta móti. Það þótti ótækt að slátra með minnkandi tungli og á útfallinu. Svona var sérviskan mik- il.” Sigurlaug á Kárastö>um a> draga í dilk í Skar>aréttinni. Fyrst að Róar er kominn í viðtal á annað borð liggur beint við að spyija gamla bóndann út í búskapinn nú og þá. Þá kemur Róar reyndar með mótleik og spyr blaðamann. - Hvemig heldur þú að hafi gengið héma áður fyrr að heyja með orfi og hrífú eins og tíðarfarið var síðasta sumar? Þegar blaðamanni vefst tunga um tönn svarar Róar þessari spumingu sjálfúr: „Það hefði orðið hörmulegt”. Nægjusemi og nákvæmlega engar kröfur „Ég hef alla mína tíð búið í Skaga- firði, lengst af í Hjaltadal. Það var ætl- unin eins og hjá inörgum ungum mönn- um að fara í Hólaskóla. En hlutimir æxluðust þannig að þegar ég var 17 ára í Garðakoti, þá missti faðir minn heils- una og ég varð að vinna að búinu, ann- að kom ekki til greina”, segir Róar, en þau ár sem í hönd fóra vora þó frjáls- ustu árin hjá honum við búskapinn. Það var á þessum tíma sem gullald- arár Hjalta voru i knattspymunni, og liðin úr héraðinu máttu vara sig á þeim Hjaltdœlum. Til Hóla varfenginn kenn- ari til að leiðbeina í íþróttinni, Axel Andrésson. Róar segir að á þessum árum hafi verið margir hraustir og magnaðir menn í sveitinni, ogþað hafi verió gaman að leggja á klárinn og ríða heim til Hóla á œfingar. Keppnin fór að- allega fram á Króhmm, og af gamni rifjar hann upp liðsskipanina hjá Hjalta. Róar var í markinu og bakkarar Jens bróðir hans og Garðar í Neðra - Ási. Þrír varnarmenn þarjyrirframan voru svo Jónas frá Göngustöðum í Svarfaðardal, sem var jjósamaður á Hólum, Maron Pétursson fjármaður á Hólum, seinna bóndi i Asgeirsbrekhi, og Páll Sigurðsson frá Lundi. Þarfyrir framan á miðjunni voru svo Friðrik Rósmundsson mágur Róars, Guðmund- urfrá Hrafnhóli og einhver einn i við- bót, og ekh kom Róarþvi heldurfyrir sig hverjir voru íframlínunni, enda eðli- lega samshpti marhnannsins mest við þá sem voru aftarlega á vellinum. „Við vorum 14 ár i Garðakoti, en við Konkordía byijuðum siðan búskap upp á eigin spítur á Nautabú ásamt Hólm- ffíði systur minni og Bergi mági mínum Guðmundssyni”, segir Róar og að- spurður um bústofúinn, segir hann að hvor um sig hafi haff um hundrað kind- ur, þau sex kýr og Bergur og Hólmfríð- urtíu. „Búin vora nú ekki stærri í þá daga. Nægjusemin var mikil og kröfúmar ná- kvæmlega engar. Við voram í tíu ár á Nautabúi, þá var flutt í Grafargerði þar sem við bjuggum í 12 ár. Ég væri sjálf- sagt að fást við búskap enn í dag, ef ég hefði þolað heyið. Það var ástæðan fyr- ir því að við hættum búskap og fluttum á Krókinn og við tók verkamannavinn- an.” Hvar fannst þér nú best að búa? „Eins og tæknileysið var þá, var best að vera á Nautabúi. Þó svo að vegurinn væri ekki kominn þá að vestanverðu i dalnum og flytja þurfti mjólina austur fyrir á, gjaman á hestum fyrstu árin, og að vetrinum þurfti að bera brúsana yfir ána þegar hún var á sköram. Þetta var erfítt en vissulega gaman, þetta var þeg- ar maður þóttist geta eitthvað”, segir Róar og hlær. „Það var aftur á móti bölvað bras að búa í Grafargerði. Það var vatnsleysið sem var svo erfitt þar. Brannurinn gaf alltof lítið miðað við bústofúinn sem við voram með, og að vetrinum þurfti iðulega að sækja vatnið í Grafarána.” - Vildirðu ekki búa við þá tækni sem nú er? „Jú vissulega ef maður hefði sjálf- stæði til þess, ef maður myndi ekki hlaupa eftir tískunni hjá nágrannanum. Þá væri það aldeilis talsvert ólíkt því sem var”, segir Róar en minnist þess í leiðinni, að reyndar hafi það verið stór- kostleg bylting þegar hann keypti 30 hestafla Dautz dráúarvélma með á- moksturstækjunum 1966. - En það þætti kannski fúlllítill véla- kostur á meðalbúum í dag, svo við slá- um botninn í þennan pistil.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.