Feykir


Feykir - 23.10.2002, Page 5

Feykir - 23.10.2002, Page 5
36/2002 FEYKIR 5 Ársæll Guðmundsson. sveitarstióri Staða fj ármála í Sveitarfélaginu Skagafjörður Mikið hefur verið ritað og rætt um fjárhagsstöðu Sveitarfé- lagsins Skagafjörðurundanfarið. Tvö milliuppgjör á rúmu ári bera vott um áhyggjur sveitarstjómar- manna af þessum málum. Nauðsynlegt er að sveitarstjóm rýni vel í þessar bókhaldstölur en sýnt er að ekki túlka allir niður- stöðumar á sama hátt. Tölumar tala þó sínu máli og nauðsynlegt að fara yfir farinn veg og meta hvemig til hefur tekist. Hitt er og mikilvægt en það er að varpa ljósi á hina raunveru- legu fjárhagsstöðu eins og hún blasir við okkur í dag til að hægt sé að meta af skynsemi það svig- rúm sem sveitarstjóm hefúr við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og næstu ára. Rétt er að geta þess að oft er rætt um annars vegar stöðu sveit- arsjóðs sérstaklega og hins vegar stöðu samstæðunnar í heild sem er sveitarsjóður, fyrirtæki og stofhanir sveitarfélagsins. Því miður hafa sumir leikið þann illa leik að gefa út yfirlýsingar um vemlega lækkun skulda sveitar- sjóðs án þess að geta þess að það hafi verið gert með því að flytja skuldir yfir á fyrirtæki og stofh- anir sveitarfélagsins, sem þýðir að heildarskuldir sveitarfélagsins em þær sömu eftir sem áður. Til samanburðar er ágætt að skoða ársuppgjörin fyrir árin 2000 og 2001 og milliuppgjörin 30.06.2001 og 30.06.2002. Ætti þetta að geta gefið nokkuð góða mynd afþróun fjármálanna. Sala eigna og skuldir Frá miðju ári 2001 og ffam á mitt ár 2002 var Rafveita Sauð- árkróks seld fyrir kr. 330 milljón- ir og hlutur sveitarfélagsins í Steinullarverksmiðjunni fyrir kr. 175 milljónir en heildarskuldir lækkuðu á þessu tímabili um kr. 331 milljón. Þess ber að geta að á fyrstu sex mánuðum þessa árs varð gengishagnaður rúmlega 28 milljónir vegna skulda sveitarfé- lagsins i erlendri mynt. Einng vom tekin ný langtímalán til að greiða óhagstæðari lán og hefúr það skilað rúmlega 28 milljón- um í bættum hag. Því er ljóst að mun minna fjármagn fór i að greiða niður skuldir en ætla mætti. Heildarskuldir sveitarfé- lagsins hafa þróast þannig (upp- reiknað miðað við neysluvísitölu júní 2002): 31. des 2000 kr. 2.125.000.000 30. júní 2001 kr. 2.419.000.000 31. des 2001 kr. 2.182.000.000 30. júni 2002 kr. 2.088.000.000 Ef rekstur málaflokka (þ.e. fræðslumál, félagsþjónusta, í- þrótta- og æskulýðsmál o.s.ffv) sveitarfélagsins er skoðaður kemur í ljós að á fyrstu sex mán- uðum þessa árs er hann 92% af skatttekjum sveitarsjóðs en skv. fjárhagsáætlun fyrir árið 2002 var áætlað að 84,9% færi í rekst- ur málaflokka. Samkvæmt milliuppgjörinu 30.06.2001 var rekstur málaflokka 86% en í lok ársins var rekstur málaflokka komin í 91% sem hlutfall af skatttekjum. Hér hefúr þvi eitt- hvað farið verulega úr þöndun- um hjá síðasta meirihluta. Rétt er að geta þess að talið er eðli- legt að rekstur málaflokka sé 80% - 85% af skatttekjum sveit- arsjóðs. Einnig er áhyggjuefni að tekjur sveitarsjóðs eru minni en reiknað var með í fjárhagsáætlun. Varðandi bókun Snorra Styrkárssonar Á sveitarstjómarfúndi þann 8. október lét Snorri Styrkársson frá sér bókun þar sem hann dá- samar þann mikla árangur sem meirihluti Skagafjarðarlista og Framsóknarflokks náði við að laga skuldastöðu sveitarfélags- ins. Hann nefúirþarað „hcildar- skuldir sveitarsjóðs hafi lækkað um 91 milljón kr á fyrstu 6 mán- uðum ársins” en hafa ber í huga að á þessu tímabili voru hluta- bréf í Steinullarverksmiðjunni seld á kr 175 milljónir og hag- stætt gengi íslensku króununnar skilaði rúmum 28 milljónum króna svo eitthvað hefúr farið milli fingra. Einnig segir Snorri í bókun sinni að skuldir „hafa þá lækkað um 488 milljónir á að- eins einu ári eða ffá júlí byijun árið 2001 til lokajúní árið 2002”. í þessu sambandi vil ég nefiia að skuldir lækkuðu hjá sveitar- sjóði vegna flutningsaðgerða á skuldum innan sveitarfélagssam- stæðunnar. Þannig voru skuldir fluttar frá sveitarsjóði til Hús- eigna Skagafjarðar ehf að upp- hæð kr. 106 milljónir og Hita- veitan tók yfir skuldir sveitar- sjóða að upphæð kr. 198 milljón- ir. Þar sem bæði Húseignir Skagafjarðar og Hitaveitan (Skagafjarðarveitur ehf) eru í 100% eigu Sveitarfélagsins Skagafjörður þá er ljóst að ein- ungis hefúr verið beitt sjónhverf- ingum til að lækka skuldir sveit- arsjóðs því ekki lækka heildar- skuldimarmeðþessumóti. Hins vegar er rétt að geta þess að til- flutningur skulda hefúr kostað sveitarfélaigð margar milljónir. Það er því beinlínis rangt hjá Snorra Styrkárssyni þegar hann segir „sveitarfélagið hefúr náð vopnum sínum á ný í fjárhags- legri stöðu sinni” og má í því sambandi nefna að í síðustu viku varð sveitarsjóður að taka kr. 45 milljónir í skammtímalán til að eiga fyrir skuldbindingum sínum en slíkt hefði ekki þurft ef síðasti meirihluti hefði skilað af sér góðu búi. Að lokum Eg hef í stuttu máli farið yfir helstu atriði varðandi fjárhags- stöðu sveitarfélagsins eins og hún blasir við okkur. Það er ljóst að skuldir hafa lækkað og fjár- hagsstaðan batnað en það eru veruleg vonbrigði hversu litlu Framsóknarflokkurinn og Skaga- fjarðarlistinn fengu áorkað eftir allar eignasölumar. Tvennt fer þar fremst í flokki. í fyrsta lagi er gerð fjárhagsáætlun sem ekki stenst, m.a. gleymdist þar að færa burt hlutabréfaeign i Stein- ullarverksmiðjunni að andvirði kr 66 milljónir en ekki verður þar bæði sleppt og haldið. I öðm lagi sýnist mér að menn hafi ver- ið svo uppteknir við að selja eignir að það fórst fýrir að taka á rekstri sveitarfélagsins. Núver- andi meirihluti sveitarstjómar hefúr einsett sér að ná tökum á rekstrarvanda sveitarfélagsins og mun sýna aðhald í hvívetna. Það er nauðsynlegt að snúa bökum saman í þessari baráttu og horfa frarn á við. Hvarvetnaí Skagafirði er verið að byggja upp af dugmiklum og útsjónar- sömum einstaklingum, fyrirtæk- um og stofnunum, atvinnuleysi er hverfandi og engin ástæða til annars en bjartsýni. Það er skylda okkar sem fömm með sameiginlega fjármuni almenn- ings að fara vel með fjármunina og nýta þá í þágu fólksins til uppbyggingar og horfa til lengri tíma. R Skagafjörður Sauðfjárbændur - Hundaeigendur Gamaveikibólusetning og hundahreinsun 2002 Samiö hefur verið viö dýralæknana Margréti Sigurðardóttur og Höskuld Jensson um að framkvæma garnaveiki- bólusetningu og hundahreinsun í Sveitarfélaginu Skagafiröi haustið 2002. Sauöfjár og hundaeigendur eru beðnir aö tilkynna til dýralæknis fyrir 1. desember nk. ef þeir þurfa aö bólusetja lömb viö garnaveiki eöa ormahreinsa hunda. Verð á bólusetningu: 1 -10 lömb kr. 120 + lyf pr. lamb Fleiri en 10 iömb kr. 65 + lyf pr. lamb Lyf pr. lamb kr. 68 Vitjunargjald kr. 1800 pr. býli + akstur. Vitjunargjald lækkar í kr. 1500 pr. býli ef bólusett er á 4 bæjum eöa fleirum á sama svæöi í sömu ferö. Verð á hundahreinsun er kr. 800 á hund auk lyfja (fer eftir þyngd) Fari hundahreinsun fram samhliöa annari vitjun á sama býli lækkar verð í kr. 350 pr. hund. 20% álag leggst á garnaveikibólusetningu eftir 15. des. hafi fjáreigandi ekki pantað fyrir 1. desember. Öll verö eru með VSK. Hafi eigendur ekki sinnt þessum lögboðnu skyldum fyrir 31. desember nk. mega þeir búast við hörðum aðgerðum frá opinberum aðilum. Símar dýralækna eru: Mararét símar 453 8848 / 854 7558 /894 7558 Höskuldur símar 453 6865 / 8541784 / 8941784 Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.