Feykir


Feykir - 18.06.2003, Blaðsíða 1

Feykir - 18.06.2003, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Keldudaluf í Hegranesi Kumlteigur úr heiðni finnst Þegar Þórarinn Leifsson bóndi í Keldudal í Hegranesi var að vinna að ffamkvæmdum á jörð sinni sl. fimmtudag, varð hann þess var að bein stóðu út úr jarðvegslaginu í skóflu vél- arinnar. Við frekari rannsókn á þessum stað um helgina kom í ljós fom graffeitur, svokallaður kumlteigur, og fundust í hon- unt fjórar grafir. Þessar menjar eru taldar úr heiðni, ffá vík- ingaöld. Kumlin hafa greini- lega að mati fomleifaffæðinga verið rofm, en engu að síður hafa þau merka hluti að geyma, m.a. fannst klæðapijónn með útskomum drekahaus og perl- ur. Mannabein og hauskúpur fundust heillegar í kumlunum, auk hesta- og hundsbeina. Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður Fomleifavemd- ar var að yfirgefa svæðið þegar Feykir var á ferðinni. Kristín Huld sagði að þetta væri rnjög merkilegur fomleifafundur, og svæðið mjög áhugavert, sér- staklega með tilliti til þess að þama væri að finna menjar bæðiffá 10. og 1 l.öld,enífyrra- haust fannst í Keldudal sem kunnugt er kirkjugarður ffá því í ffumkristni, en ffekari rannsókn- ir fara ffam á honum í sumar. Þór Hjaltalín minjavörður Norðurlands vestra fór með blaðamann á vettvang, þar sem kumlateigurinn er, á svokölluð- um Sjónhól eða Hraunhól, um 500 metrum norðan bæjarhúsa í Keldudal og kirkjugarðsins foma. Þar litlu norðar er svokölluð Messuklöpp. Þór segir að á næstu dögum verði gengið úr skugga um hvort fleira sé að finna þama í námunda, en kurnlin vom ntjög gmnnt í landinu, og telur Þór að þurrkvöllur fyrir mó, sem var þama á hólnum, hafi átt þátt í því að menjamar varð- veittust betur. Nú í seinni tíð em kumlfundir að verða fátíðír hér á landi og kumlteigurinn í Keldudal því með þeim merki- legri sem komið hafa í ljós á seinni árum. Munir sem grafn- ir vom upp hafa verið fluttir til varðveislu. Heillegustu munirnir sem fundust í kumlingu. Þór Hjaltalín minjavörður Norðurlands vestra á Hraunhól þar sem kumlateigurinn er. Enn og aftur efnt til fjöru- hlaðborðs við Hamarsbúð Hið árlega fjömhlaðborð verður í Hamars- búð í Húnaþingi vestra laugardaginn 21. júní n.k. og hefst kl. 19:00. Þar munu húsffeyjur á Vatnsnesi reiða ffam margvíslega rétti, flesta tengda sjávarfangi. Má þar m.a. nefna selkjöt bæði nýtt og reykt. Saltað selspik, súra sels- hreifa, sviðasultu, svartfugl og ný og súrsuð egg. Signa grásleppu, reyktan rauðmaga og grafinn fisk. Einnig má nefna höffungakjöt, há- karl og harðfisk og margskonar heimabakað brauðmeti með áleggi, ásamt fjölda annarra rétta. Einnig verður boðið upp á fjallagrasa- mjólk, ábrystir og heimagert skyr ffá Illuga- stöðum. Hátíðin í Hamarsbúð við Hamarsrétt er nú haldin í áttunda sinn og hefiir öðlast sérstakan sess á sumarhátíðinni Björtum nóttum í Húna- þingi vestra. Hún hefur verið ákaflega vinsæl og gestir komið viðsvegar að. Að þessu sinni munu Skúli og Marinó sjá unt tónlistarflutning í stórtjaldinu. Kvæðamenn af Vatnsnesi kveða stemmur, einnig verður al- mennur söngur, að ógleymdu hinu vinsæla bögglauppboði. Tvisvar hafa verið famar gönguferðir á Vatnsnesi sem fléttast þá inn í dagskrá Bjartra nátta. Göngufólkið hefúr endað ferðina i Ham- arsbúð við fjöruhlaðborðið. Svo verður einnig nú og gengið með leiðsögn ffá Illugastöðum, ffam Brandafell og niður í Hamarsbúð. Göngu- leiðin er nokkuð krefjandi, hún er 13 km löng með 700 m hækkun. Af Brandafelli er mjög víðsýnt í góðu skyggni. Lagt verður af stað kl. 12:00 á hádegi. Nánari upplýsingar um göngu- ferðina gefur Guðmundur í síma 894 0695. —KTcH$tf? chjDI— Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN jrvj bílaverkstæði súni: 95-35141 Sæmundargata Ib 550 Sauðárkrákur Fax: 36140 JfcBílaviðgerðir 0 Hjólbarðaviðgerðir & Réttingar # Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.