Feykir


Feykir - 18.06.2003, Blaðsíða 2

Feykir - 18.06.2003, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 22/2003 IpEY raJLk Óháð fréttablað ; I Öháð íréttablað á Norðurlandi vestra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstig 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4,550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757, 897 5729 og 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. og feykir@simnet.is Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Áskriftai'verð 210 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Súla finnst á Sauðárkróki á Sauðárkróki Þeir nemendur sem hyggjast stunda nám við FNV á haustönn og hafa enn ekki sótt um skólavist eru hvattir til að gera það sem fyrst. Enn er hægt að bæta við nemendum á grunndeild tréiðna. Einnig eru nokkur rými laus á heimavist skólans. Námsframboð skólans er að finna á heimasíðu hans www.fnv.is. Upplýsingar á skrifstofu skólans og í síma 453-6400. Skólameistari. Sá fágæti atburður átti sér stað nýlega á Sauðárkróki, að Súlu rak inn fjörðinn. Einar Stefánsson fann Súluna við höfnina og kom henni í hendur Jóns Pálmasonar. Greinilegt var að Súlan haföi lent í grút og var orðin nokkuð máttfarin. Jón hafði síðan samband við Náttúrustofúna og var hafist handa við að hreinsa grútinn og koma fúglinum til heilsu á ný. Erfiðlega gekk að fóðra fúglinn og sýndi hann lítil bata- merki. Eftir þurrkun var farið með hann niður í fjöru og gefið ffelsi. Því miður var hann orð- inn of máttfarinn og hrökklað- ist undan öldunni, enda um 700-800 gr undir kjörþyngd. Súlur eru meðal tignaleg- ustu sjófúgla við Island og er oft nefúd drottning Atlands- hafsins. Hún flýgur oft í litlum hópum lágt yfir haffletinum, en flugið er kraftmikið með djúp- Fólksbíladekk, jeppadekk og dráttarvéladekk Rafgeymar í Frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra Unnið að hreinsun Súlunnar. Talið frá vinstri: Trausti Rafn Þorsteinsson, Jón Pálmason og Páll Stefánsson. Jónsmessuhátíð á Hofsósi um vængjatökum, brotið upp af sviflugi með aftursveigðum vængjum. Eitt aðal einkenni flugs Súlunnar er svokallað súlukast, en það er þegar hún steypir sér eftir æti með aðfell- um vængjum, úr allt að 40 m hæð. Um 60% íslenskra súla verpa í Eldey, sem er þriðja stærsta súluvarp í heiminum í dag. Stofústærð súlustofnsins hér á landi er um 25000 pör. Á árunum 1944-1949 voru 1-2 súluhreiður í Kerlingu við Drangey en ekki er vitað um fleiri tilraunir til varps í og við Drangey. Benda skal á að ef fólk kemst í návígi við Súlur að vara sig á goggi hennar. Fugl- inn er mjög kraftmikill og goggurinn bæði beittur og stór. I goggi fúglsins eru einnig hvassar tennur sem snúa inn og hafa menn fengið slæm sár eft- ir bit fúglsins. Hofsósingar blása til mikillar jónsmessuhátíðar um næstu helgi, 20. og 21. júní. Hátíðin hefst með jónsmessugöngu út í Þórðarhöfða á föstudagskvöld. með leiðsögumanni og einnig verður Leikfélag Hofsóss með uppákomu út í Höfðanum. Fjöl- breytt dagskrá er síðan á laugar- deginum. Dagskráin á laugardag hefst með kvennahlaupinu og safnast konumar saman við Höfðaborg. Um hádegisbil verður síðan kvennareið og urn svipað leyti verður bömum smalað í hey- vagn og haldið í óvissuferð. Karlamir verða hinsvegar á sama tíma að dunda sér í knatt- spymu á íþróttavellinum. Klukkan þijú verður svo vigður hjólapallur við Vestur- farasetrið og um fjögur leytið byrjar grillveisla að hætti heimamanna. Því næst verður fjölskyldudansleikur í Höföa- borg og Jónsmessuhátíðinni lýkur síðan með stórdansleik þar sem hljómsveitin Upplyft- ing leikur fýrir dansi. Bílabúð

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.