Feykir


Feykir - 18.06.2003, Blaðsíða 7

Feykir - 18.06.2003, Blaðsíða 7
22/2003 FEYKIR 7 Nýr samningur milli Fjöl- brautaskólans og ráðuneytis Fyrir skömmu var undirrit- aður nýr skólasamningur milli Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra og Menntamálaráðuneyt- isins fyrir árin 2003-2005. Und- anfarið hafa forsvarsmenn skól- ans unnið að því að fá fram- haldsdeild tréiðna við skólann og sú vinna bar árangur nú í vor, því samkvæmt samningnum féllst ráðuneytið á starfrækslu ffamhaldsdeildar í húsasmíðum með því skilyrði að fyrir liggi á hveijum tíma staðfestar um- sóknir þess nemendafjölda sem þarf til þess að standa undir hallalausum rekstri deildarinnar. Rík hefð er fyrir tréiðnanámi á Sauðárkróki og við Fjöl- brautaskólann hefúr verið byggð upp afar öflug deild á þessu sviði. Með tilkomu fram- haldsdeildar í húsasmíði við skólann verður námið heilsteypt og sambærilegt við tréiðna- deildina í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti sem er fjölmcnnasti skólinn á þessu sviði á landinu. Við framhaldsdeildina takast nemendur t.d. á við það verk- efhi að byggja sumarhús, sem er verkefni sem tekur til margra þeirra þátta sem fúllnema smið- ir þurfa að kunna. Með þessari aukningu í náminu breytist sjálfkrafa annar hluti námsins, t.d. verður iðnteikningin tengd sumarhúsinu, þar sem nemend- ur teikna hlutina og smíða svo eftir þeim. Tréiðnadeild Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra er með góða aðstöðu og er vel tækjum búin þar sem allar vélar Gísli Gunnarsson forseti sveitarstjórnar Skagafjarðar og Jón F. Hjatarsson skólameistari skrifa undir samning um tréiðnadeild við Fjölbrautaskólann. eru nýjar og þær fúllkomnustu á landinu. Deildin ætti því að vera ----------------------------- vel í stakk búin til að takast á ------------------------------ við þessa aukningu og tæki verða betur nýtt. Nemendur fá því góða þjálfún við góðar að- stæður. Tréiðnadeildin er einnig í góðum tengslum við atvinnulíf- ið þar sem fyrirhugað er að for- svarsmenn (eftirlitsmenn) fyrir- tækja geti fylgst með nemend- um og ffamvindu mála, þar kynnast þeir nemendum og væntanlegu vinnuafli ffamtíðar- innar. Mikilvægur þáttur í nám- inu er að heimsækja fyrirtæki og fylgjast með nýjungum. Nú þegar hafa margir nem- endur sótt um í ffamhaldsdeild- inni og fer hún því vel af stað og mun efla skólann með auknu námsffamboði og fleiri nem- endum. Smáauglýsingar Ýmislegt! Til sölu Toyota Hilux double cab, árg. ‘92, 2.4 bensín, ekinn 200.000 km. Upplýsingar í síma 453 8135 eða 866 9906. Til sölu Tedi 3, bamavagn, lítið notaður, sem nýr, og tveir ungbamabílstólar. Allt mjög vel farið. Selst ódýrt. Upp- lýsingar í síma 453 6686 eða 860 1260 eftir hádagi. Hestamenn! Gúmmí í básana fæst hjá Bjarna. Einnig mikið úrval af grillum. Verslun Haraldar Júlíussonar Verkefnisstjórnin vann vel og ágæt mæting var á fundi. Elín Jóna afhendir Skúla sveitarstjóra lokaskýrsluna. JÓNSMESSU FJÖLSKYLDUHÁTIÐ Á HOFSOSI DAGANA 20 OG 21JÚNI 2003 c o —) o CN D ö) ö "ö D oo :Q Kl: 20:00 Jónsmessuganga Mœting við Höfða ó Höfðaströnd. Fólki verður ekið ó vögnum fram í Þórðarhöfða. Gengið um höfðann með leiðsögn. Félagar úr Leikfélagi Hofsóss með uppókomu. Kl: 24:00 Höfðaborg. íslensk kjötsúpa að göngu lokinni. Tilkynna þarf þótttöku í göngu og kjötsúpu. Barirnir opnir. Pöbbarölt fram eftir nóttu. c 'D CN L_ D ö) ö "ö ö ö) D ö Kl: 10:30 Höfðaborg Kvennahlaup ÍSÍ. Kl: 13:00 Hesthúsahverfið Kvennareið að hœtti Svaða kvenna. Tilkynna þarf þótttöku, hœgt að fó leigða hesta. Kl: 13:00 Grunnskólinn Hofsósi. Börnum smalaó ó heyvagn. Áfangastaöuróviss. Farið í gamla leiki og fleira. Kl: 13:00 Hofsósvöllur Knattspyrna fyrir fullorðna karlmenn. Fyrirkomulag ókveðið síðar. Kl: 15:00 Vígsla ó hjólapalli við Vesturfarasetrið Kl: 16:00 Höfðaborg. Grillveisla að hœtti heimamanna. Kl: 17:00- 20:00 Höfðaborg Fjölskyldudansleikur Kl: 23:00 Höfðaborg. Stórdansleikur með hljómsveitinni Upplyftingu. Vinsamlegöst tilkynniö þátttöku fyrir 18. júní. Kristján Jónsson - Sigmundur Jóhannesson ■ Brynhildur Bjarkadóttir - Bjarni og Veiga Hóli - Guðrún Þorvaldsdóttir - 4537407 - Ó923059 8995046 4537451 -8626165 4537435-8461280-8668986 4537434 - 8930220 Mœtum öll á Hofsós þesso helgl og rifjum upp gömlu góðu dagana. Ætlunin er að þetta verði árlegur viðburður ef vel tekst til. P.S. Látið þetta berast til allra sem málið varðar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.