Feykir


Feykir - 18.06.2003, Blaðsíða 6

Feykir - 18.06.2003, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 22/2003 Könguló - Könguló uss molar.. Það er kannski ekki í frásög- ur færandi að ég fór í göngu- ferð upp í fjall um hvítasunn- una. Reglulega hnýti ég á mig gönguskóna og held af stað. Það er gaman að fylgjast með vori og sumri. Fuglamir makast, gera sér hreiður og sinna ungunum. Með þessu hef ég fylgst náið mér til óbland- innar ánægju. Ég hef líka fylgst með hvemig ný og ný tegund plantna tekur að blómgast eftir því sem á líður. Um hvítasunn- una sá ég til dæmis fyrstu út- spmngnu iyfjagrösin. I þessari göngu vom það þó einkum pöddur sem vöktu athygli. Fiðrildi flugu upp í flokkum í gróðurdældunum og köngulær vom hreinlega um allt. Mig langar að segja ykkur svolítið frá köngulóm. Þær em heillandi! Rétt er samt að benda á í upphafi að almennt gætir þess misskilnings að langleggur, sem er ein algeng- asta padda landsins, sé köngu- ló. Báðar em með átta fætur en köngulær em með tvískiptan bol en bolur langleggs er ekki skiptur. Einfalt! Aðalsmerki köngulóa er einstakur hæfileiki þeirra til að spinna. Við þekkjum hinn dæmigerða hjólvef eins og við myndum sjá í teiknimyndun- um en til em mun fleiri vef- gerðir. Flér á landi spinna ekki nema þijár nokkuð algengar köngulær hjólvefi. Vefir flestra annarra tegunda hérlendis líkj- ast láréttum þéttofiium teppum. Þræðimir em ekki límkenndir. Teppið minnir á öryggisnet í sirkus utan þess að þeirra bíður dauðinn sem i því lenda! Köngulóm er oft skipt með til- liti til lifnaðarhátta í vef- köngulær og föruköngulær. Vefköngulær spinna vefi til að afla matar. Fömköngulær spinna ekki vefi í fæðuöflunar- skyni, en spinna þá engu að síður til ýmissa annarra nota. Stundum sjáum við köngulær með ljósleita kúlu fasta við sig. Þetta er kvenkönguló á ferð með eggin sín vel pökkuð. Hugum nánar að lífsferli köngulóa. Fullvaxið karldýr spinnur lítinn vef sem það setur sæði í og sýgur það því næst upp í fálmarana. Að því loknu hefst makaleit. Aðalvandinn er síðan að fullvissa kvendýrið um að það sé ekki bráð heldur boðleg- urmaki! Karldýrið fer að vef kven- dýrs og um leið fer það að huga að gestinum sem væntanlegri bráð. Karlinn forðar sér með því að síga niður í öryggislínu. Hann endurtekur leik sinn og hættir ekki fyrr en kvendýrið kemur einnig sígandi í línunni á eftir honum. Karlinn gefur merki með því að kippa í vef- inn á vissan hátt. Þegar kven- dýrið gefur merki á móti getur rnökun átt sér stað. Fömköngulær hafa þokka- lega sjón og nteðal þeirra tíðkast biðilsleikir sem em í ætt við dans. Karlamir fylla sér á tá og veifa þreifurunum á ákveð- inn hátt. Kvendýrin velja svo á milli karlanna eftir því hvemig þeim líkar dansinn. Sumir karlar em mjög á varðbergi gagnvart því að vera étnir við mökunina sem kemur reyndar fyrir hjá sumum teg- undum. Ymsar leiðir hafa þró- ast sem andsvar við þessari hættu. Hjá sumum tegundum tíðkast það að karldýrin gefa kvendýrunum flugu sem er pökkuð inn í silki. Mökun á sér þá stað meðan kvendýrið er í óðaönn að éta. Aðrir karlar festa kvendýrið með silki á meðan mökun fer ffarn. Kvenköngulóin býr til skál úr silki þar sem hún verpir eggjunum um leið og hún fijóvgar þau með sæðisvökv- anum sem hún hefur tekið við frá karlinum. Köngulóin spinn- ur meira og býr til silkilok á skálina. Minnstu köngulæmar verpa fáum eggjum en þær stærri allt upp í þúsund! Sumar köngulær ferðast með skálina en aðrar koma henni fyrir ná- lægt bæli sínu. Eftir 2-4 vikur opnar móðirin skálina og ung- amir skriða út. Egg, sem verpt er mjög seint að sumri, klekjast ekki fyrr en að vori. Afkvæmin em heldur hjálp- arvana í fyrstu. Hjá sumurn tegundum sjá mæðumar þeim fyrir fæðu um sinn. Fljótlega verða afkvæmin þó að standa á eigin fótum og spinna sinn vef. Systkinahópurinn sundrast fljótt því nokkur hætta er á að systkini éti hvert annað. Þegar afkvæmi köngulóa yfirgefa æskustöðvamar ganga þau eða fljúga. Það kann að koma á ó- vart að köngulær fljúgi en það gera þær svo sannarlega. Þær einfaldlega spinna þráð sem tekur á sig vind og þannig feykjast þær af stað. Hvar þær lenda er seinni tíma vandamál. Gefið gaum að köngulón- um. Ef þið skoðið þær ineð stækkunargleri komist þið ef- laust að raun um að þær em að- laðandi á sinn hátt. Það er aldrei að vita nema þið upplifið litið ævintýri á gönguför. Ég lifi í þeirri vona að sjá einhvem tíma köngulóarkall tylla sér á tá! Sólrún Harðardóttir. (Höfundur er í stjóm Um- hverfissamtaka Skagafjarðar. Texti þessi er byggður á náms- efni um köngulær eftir hana sjálfa.) Kristín Sölvadóttir — kveðja Vornóttin blíðláta bjó henni værð, og blærinn hann vill okkur sýna. Að hljóðlega skuli sú fregn okkar færð. „Hún var farin í morgun hún Stína.” Hendi er veifað frá hásætis stól. þá hrukku þau, jarðnesku böndin. í sólguðsins vagni með hringmyrkvuð hjól, hún hélt inn í ódáinslöndin. Kristján Árnason. Kynntar tillögur verkefnis ungs fólks í Húnaþingi vestra Verkefninu „Ungt fólk og atvinna “ var hmndið af stað með fundi þann 30 desember árið 2002. Það vom Elín R Líndal og Bjöm Traustason sem boðuðu með bréfi allt fólk á aldrinum 20 - 30 ára í Húnaþingi vestra til þessa fundar. Tilgangur þess var að skapa um- ræðugmndvöll fyrir ungt fólk sem hefur á- huga á að setjast að í Húnaþingi vestra, um at- vinnumál og önnur mál sem tengjast búsetu fólks á svæðinu. Markmið verkefhisins er að auka möguleika ungs fólka á að lifa og starfa í Húnaþingi vestra. Verkefnisstjóm var skipuð á fyrsta fundi og vom þau Elín Jóna Rósinberg, Margrét Sigurðardóttir og Erling Viðar Eggertsson til- nefhd af fundinum. Auk þeirra vom Elín R Líndal, Bjöm Traustason, Skúli Þórðarson, Karl Sigurgeirsson, Gudmn Kloes og Andri Þorleifsson í verkefhisstjóm tilnefnd af stuðn- ingsaðilum verkefnisins. Leitað var til fyrir- tækja um að styrkja verkefnið með ýmsum hætti; með ráðgjöf, aðgangi að starfsmönnum, með beinum fjárframlögum og fl. Stuðnings- aðilar verkefhisins vom Sparisjóður Húna- þings og Stranda, Kaupfélag Vestur Húnvetn- inga, Húnaþing vestra, Forsvar ehf, Hagfé- lagið ehf og Sjónaukinn. Haldnir voru 6 opn- ir fundir auk funda verkefhisstjómar. Einnig var boðið uppá námskeið í gerð viðskipta- áætlana og námskeið um fjármál. Þátttaka á fundunum hefur verið rnjög góð. Að meðaltali hafa mætt milli 15-20manns og hafa umræður verið líflegar og frjóar. Fimmtudaginn 12 júní var skýrsla og til- lögur verkefhisstjómarinnar kynnt í Félags- heimilunu á Hvammstanga. Fmmmælandi var Elín Jóna Rósinberg og fór hún yfir það hvers vegna verkefninu var hmndið af stað, þ.e. að auka möguleika ungs fólka á að lifa og starfa i Húnaþingi vestra. Einnig fór hún í er- indi sinu yfir starfssemi Fmmkvöðlaseturs ungs fólks í Húnaþingi vestra. Margrét Sig- urðardóttir fjallaði um ferðamál og þær hug- myndir sem ffarn komu á opnum fundum verkefnisins. Einnig fjallaði hún um gerð við- skiptaáætlana og fjármálanámskeið svo og könnun sem gerð var meðal fyrirtækja í Húnaþingi vestra um framtíðarsýn fyrirtækja og tækifæri innan þeirra fyrir ungt fólk. Erling Viðar Eggertsson sagði frá kynningum sem fyrirtæki á svæðinu héldu fyrir ungt fólk. Einnig fjallaði hann urn fyrirhugaða unglist- hátíð en hún verður haldin 24-27 júli n.k. Að lokunt afhenti Elín Jóna Rósinberg Skúla Þórðarsyni sveitarstjóra Húnaþings vestra eintak af lokaskýrslu verkefhisins. Myndir frá kynningarfundi ern hér til hliðar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.