Feykir - 16.07.2003, Qupperneq 4
4 FEYKIR 25/2003
Þá riijast upp sögur
hjá gömlum Króksurum
Kristján Runólfsson umsjónarmaður Minjahúss Sauðárkróks seg-
ir að aðsóknin sé ákaflega dræm. Á þeim sex árum sem Minjahúsið
hefur verið opið, hafa gestimir ávallt verið talsvert innan við eitt þús-
und yfír árið. Aðspurður segir Kristján að brottfluttir Sauðkræking-
ar og Skagfirðingar sé sá hópur sem sýni mestan áhuga að skoða sýn-
ingar í Minjahúsinu, enda margt þar sem rifjar upp sögu bæjarins og
héraðsins. Það sé því oft þannig að þegar þeir gestir rölti í gegn og
skoði munina, þá rifjist gjaman upp sögur af hinu og þessu, jalhvel
þó viðkomandi þekki ekki eiganda hlutarins sem vekur upp þessar
skemmtilegu minningar.
eru í einu hominu og þá er safh Krist-
jáns Runólfssonar sjálfs nokkuð áber-
andi, með urn 11-1200 munum. Úrval
safns Andrésar Valbergs er í einum
skáp, svo eitthvað sé nefht, en eftir er
að koma upp og skrá muni sem borist
hafa og tengjast íbúum gamla bæjarins
á Sauðárkróki, svo sem Blöndalsfólk-
inu, dóti sem Ami Blöndal færði fyrir
skömmu.
Árátta frá blaut barnsbeini
En Kristján Runólfsson heldur á-
ffam að sanka að sér munum og virk-
ar í sálfú sér eins og ígildi „byggða-
safhs”, en að sjálfsögðu tekur Byggða-
safn Skagfirðinga við merkilegum
munum til varðveislu.
Söfnunaráráttan virðist Kristjáni í
blóð borin eins og ffam kom i viðtali
við hann í Feyki fyrir rúmum áratug,
en þá var hann algjörlega óþekktur
safnamaður, og búinn að koma sér
fyrir með safhið í bílskúr sínum í
Raftahlíðinni. Hann tók þá ákvörðun
Það var á affnælisári Sauðárkróks-
bæjar 1997, sem Minjahús Sauðár-
króks var fonulega opnað, af Ólafi
Ragnari Grímssyni forseta íslands í
heimsókn hans til Sauðárkróks. Vonir
standa til að minjahúsið muni með tíð
og tima leggja lóð á vogarskálina til að
laða fleira ferðafólk til Sauðárkróks,
en gestagangur út á Krók er aðeins
brot af því sem er á staði eins og
Glaumbæ og Hóla á hveiju sumri.
En Minjahúsið hefúr alla burði til
þess að uppfylla að gestir fari þaðan á-
nægðir. Sýningum verið snyrtilega
upp komið i húsinu, s.s. götumyndinni
af Gamla Króknum, með verkstæðin
fjögur og gamla Ford A ffá 1930 sem
gefur götunni glæsiega mynd. Á
veggnum fyrir endanum er svo mynd
úr Aðalgötunni, sem virkar eins og
ffamhald götunnar í húsinu. Fordinn
er glæsivagninn hans Bjöms Sverris-
sonar, sem mynjasafhið fær að geyma,
enda á hann þar sannarlega heima.
Verkstæðin fjögur em mjög sér-
stæð og auk þess skarta þau sinn
hvorri •húsveggja-gerðinni. Það em
völundamir, bræðumir Jón og fngólf-
ur Nikodemussynir, Jörgen Frank
Michelsen úrsmiður og svo er saman-
safn söðlasmíði og leðuriðju, m.a. ffá
Ögmundi Magnússyni söðlasmiði.
Jámsmíðaverkstæði Jóns Niko-
demussonar var að mestu flutt í heilu
lagi með sínum steinvegg. Trésmíða-
verkstæði Ingólfs Nikódemussonar er
rammað inn af forsköluðum timbur-
vegg. Úrsmíðaverkstæði Franks með
bámjámsklæddum timburvegg og síð-
an söðla- og leðurverkstæðið með
blikkklæðingu á timbri, sem algengt
var á húsum á millistríðsárunum.
Fallbyssan hans Jóns Nikk dokar
fyrir utan verkstæðið og á myndinni
fyrir enda götunnar er maður að spúla
stéttina, eins og jafhan var gert í Aðal-
götunni á vorin. Verkstæðin láta ekki
mikið yfir sér að utan að sjá, en þeim
mun merkilegri þegar inn er komið.
Fram í salnum em svo ntunir ffá
ýmsum tímum. Jón Ósmann og gestir
hans áberandi upp á vegg, ásamt byss-
um, klökkum, söðlum og fleiri mun-
um úr gamla tímanum. Heimilismunir
Verkstæðin gömlu og götumyndin frá Króknum eru skemmtileg í Minjahúsinu.
Kristján Runólfsson með söðulinn sem hann er nýbúinn að ná til sín.
að nota skúrinn ekki undir bílinn eða
annað dót, heldur safngripina.
- En hvenær gerði þessi söfnunar-
árátta fyrst vart við sig?
„Mér er sagt að ég hafi þá verið
þriggja ára. Það hagaði þannig til
heima á Brúarlandi í Deildardal, að
þar var gömul súrheysgryfja sem lok-
ið hafði hlutverki sínu og var farin að
falla saman, orðin trektlaga. Við jaðra
giyfjutinar var opið niður í moldina og
þar fór strákurinn að róta. Það vom
glerbrot með marglita myndum sem
vöktu athygli drengsins. Honum
fannst þau raunar ekkert merkileg, en
fór að róta meira, enda hafði gryfjan
verið byggð í gömlurn öskuhaug, sem
sjálfsagt hefur verið notaður alveg ffá
því búskapur hófst á jörðinni, sem er
landnámsjörð. Það komu því margir
hlutir í ljós í öskuhaugnum.”
Kristján segir að safn sitt telji hátt í
tvö þúsund muni sem hafa verið
skráðir, og annað eins er óskráð. „Eg
hef mikinn hug á því að ná heim mun-
um sem tengjast Skagafirði og ern í
eigu einstaklinga hingað og þangað
um landið. Eg veit um fjöldann allan
af munurn sem gaman væri að fá”,
segir Kristján og sýnir blaðamanni
m.a. heillegan kvensöðul sem hann er
nýbúinn að fá og var í eigu Önnu Clas-
sen í Reykjavík, sem mun hafa verið
dóttir samnefúdrar konu sem kom við
sögu í brúðkaupinu ffæga, sem m.a.
var minnst á affnælisári á Sauðárkróki.
- En hver er svo merkilegasti hlut-
urinn sem þú hefúr sankað að þér?
„Það er alltaf sé hlutur sem ég hef
augastað á í það og það skiptið. Mér
finnst alltaf sá gripur merkilegastur
sem nýkominn er í höfh, eins og ég
kalla þegar mér hefúr tekist að ná
hlutnum til mín”, segir Kristján Run-
ólfsson.
Hann vonast að sjálfsögðu til þess
að aðsóknin í Minjahúsið fari að
aukast. Reynt hefúr verið að auglýsa
Minjahús Sauðárkróks að undanfömu
en það er ekki farið að skila sér ennþá.