Feykir


Feykir - 16.07.2003, Qupperneq 6

Feykir - 16.07.2003, Qupperneq 6
6FEYKIR 25/2003 Hagyrðingaþáttur 364 Heilir og sælir lesendur góðir. Mér hefur verið bent á mistök í síð- asta þætti þar sem ég eignaði Jóni Pét- urssyni eina vísu er þar birtist. Mun hún vera eftir son hans Pétur Jónsson. Þá kemur að fyrstu vísunni að þessu sinni. Höfúndur hennar er Sigríður Jó- hannsdóttir. Mörg ein skýrist mynd sem svaf í muna hulin skugga, er strýk ég móðu áranna af eigin sálarglugga. Jón Böðvarsson bóndi í Grafardal yrkir svo. Þegar sundur liggur leið lítið mundi saka gleðja lund, að líta um skeið litla stund til baka. Halla Lovísa Loftsdóttir mun eiga þessa. Út á veginn óljós þrá augna bendir steinum. En að hveiju er ég að gá sem ekki á von á neinum. Hinn kunni snillingur Hjörtur Gíslason á Akureyri rifjar upp liðna tíð. Manstu vorsins vængjaslátt vonir hugans eggja. Þá var sól og sunnanátt í sálum okkar beggja. Þá var hlegið hjalað kysst heitin þurfti ei skrifa. Þá var úti og inni gist alls staðar gott að lifa. Ógnun vona enginn sá í einu stjömuhrapi. Aftans gróði gerði þá gull úr dagsins tapi. Meðan geymast geislar ffá gleði æskustunda, granda enginn máttur má minning okkar fúnda. Okkar ágæti Bjami ffá Gröf mun hafa ort þessa. Æsku minnar fymist fjör finn ég stóm töpin, þegar á mig fingrafor festa elliglöpin. Tvær vísur koma hér í viðbót eftir Bjama. Lít ég stór í lífið skörð lengist milli vina. Græningjamir grafa í jörð gömlu kynslóðina. Æsku sinni eldri menn ekki vilja gleyma. Litlu sporin em enn endurtekin heima. / Sigrún Fannland ffá Sauðárkróki á næstu vísu. Fjólan unga finnst mér breytt fetað tæpt er vaðið. Syndin tínir eitt og eitt af henni krónublaðið. Önnur vísa kemur hér eftir Sigrúnu. Alltaf verða einhver ráð auðs þó lækki sólin, meðan gefúr guð af náð gull í Tindastólinn. Þá langar mig að vita hjá lesendum hvort þeir kannist við eftirfarandi vísu. Magnús hefúr farið flatt flæktur í gögnum hæpnum. Dæmdur fyrir að segja satt en sýknaður af glæpnum. Sagt er að Jón ffá Hvoli hafi ort þessa. Ytra flosið oft nær skammt yfir los á gleði, þó ég brosi þá er samt þungur rosi í geði. Jóhann Bárðarson mun hafa ort svo um kveðskap Páls Ólafssonar. Dýrar veigar mærðarmáls munu teygjast lengi, vengjafleygar vísur Páls verðfast eiga gengi. Önnur vísa kemur hér eftir Jóhann. Nú er kveldið síðla séð sumars eldar dvína ógnar veldi ellin með innreið heldur sína. Jón Sigurðsson frá Skúfsstöðum mun hafa ort þessa. Æviskeiðið allir sjá út er bráðum mnnið. Drottinn leggur dóminn á dagsverkið er unnið. Rögnvaldur Rögnvaldsson er höf- undur að þessari. Sunnan golan seiðir hlý suma angar mýið. Hress og glaður held ég í hinsta sumarffíið. Ónnur vísa kemur hér eftir Rögnvald. Sólargeislinn sí og æ sína töffa myndar. Leiftri slær á lönd og sæ loga fjallatindar. Sætar hafa þær verið sem Rögn- valdur talar svo fallega til. Meðan ást er augum skín sem á sér djúpar rætur. Dáðar verða Dísa og Hlín drottins fyrirsætur. Er þá góður kostur að enda með þessari vísu Rögnvaldar. Vinahöndum tek ég tveim töffa myndir, bróðir, þegar mér er hugsað heim á Húnvetningaslóðir. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 540 Blönduósi, sími 452 7154. Bjöm Hjálmarsson frá Mælifellsá Björn fæddist á Breið í Tungusveit, Lýtingsstaða- hreppi, 7. desember 1903. Hann var sonur hjónanna Hjálmars Sigurðar Péturssonar (1866-1907) og Rósu Bjöms- dóttur (1871-1955). Systkini Bjöms vom: Efemía Kristín (1895-1988), Petrea (1896- 1897), Pétur (1897-1917), María (1899-1993), Elísabet (1900-1984), Steingrím- ur( 1901-1946), Sólborg (1905-1984) og Valborg (1907-1997). Fjögurra ára gamall missti hann fóður sinn og fór síðan sex ára gamall í fóstur til O- feigs móðurbróður síns og Bjargar konu hans. Með þeim var hann einn vetur á Sauðár- króki og gekk þar í bamaskóla og femtdist þar. Hann varvetr- armaður, m.a. á Silfrastöðum og Mælifelli og efíir að Efem- ía systirhans missti mann sinn árið 1931, stóð Bjöm fyrir búi hjá henni á Hömmm. Þann 31. desember 1936 kvæntist Bjöm Þorbjörgu Ó- lafsdóttur ffá Starrastöðum í Lýtingsstaðahreppi. Hún var fædd 12. janúar 1906, dóttir hjónanna Ólafs Sveinssonar (1870-1954) og Margrétar Eyjólfsdóttur (1867-1923). Þau Bjöm og Þorbjörg bjuggu einn vetur á Starrastöðum, eitt ár á Lýtingsstöðum, sjö ár á Reykjum, eitt ár á Brúnastöð- um, eitt ár á Mælifelli og á Mælifellsá frá 1946 til 1977 að þau bmgðu búi og fluttu til Sauðárkróks. Þorbjörg lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 17. júlí 1993. Böm Bjöms og Þorbjargar em: 1) Margeir, bóndi á Mæli- fellsá, fæddur 1938. Fyrri kona hans var Amfríður H. Rík- hardsdóttir og eiga þau tvö böm, Hrafn og Þorbjörgu. Hrafh á tvo syni og þijár dæt- ur. Þorbjörg á eina dóttur. Seinni kona Margeirs erHelga Þórðardóttir. Þau eiga þrjá syni, Svein, Bjöm og Ölaf. Helga átti áður Starra og Rakel Heiðmarsböm. 2) Rósa, bóndi og húsfreyja á Hvíteymm, fædd 1941, gifí Indriða Sigur- jónssyni. Þau eiga fjórar dæt- ur; Eydísi Þorbjörgu, Margréti Heiði, Helgu Rós og Berg- lindi. Margrét á tvö böm og Berglind einn son. 3) Anna Steingerður, kaupmaður á Akranesi, fædd 1946. Hún er gifí Viktori G. Sigðurðssyni og eiga þau tvo syni, Bjöm Þorra og Viktor Elvar. Bjöm Þorri á tvær dætur og einn son og Viktor Elvar á einn son. Bjöm andaðist á Dvalar- heimili aldmðra, Sauðárkróki, þann 25. júní 2003. Útforin fór fram í Reykjakirkju, Lýtings- staðahreppi, laugardaginn 5. júlí. Með þessum orðum langar okkur til þess að þakka elsku afa Bjössa samfylgdina. Sadd- ur lífdaga hefúr hann fengið hvíldina og við sjáum þau fyr- ir okkur, saman á ný, hann og ömmu Þorbjörgu. Okkur er hlýtt um hjartarætur þegar við hugsum til baka um öll árin sem við fengum að þekkja hann og njóta kærleika hans, hjálpsemi og gjaffnildi. Hann gaf okkur systrum og bömum okkar ómetanlegar gjafir með þeim tíma sem hann átti i ó- mældu magni fyrir okkur, bæði í leik og starfi. Alveg til enda var hugur hans bundinn við fólkið sitt og hamingja hans fólst í því að hafa vissu fyrir því að okkur liði vel við það sem við tókum okkur fyr- ir hendur hveiju sinni. Glaðværð og hlýja vom á- berandi í fari hans og með því létti hann oft þunga af huga þeirra sem hættir til þess að velta sér of lengi upp úr vanda genginnar fortíðar eða ókom- innar ffamtíðar. Hann hafði þann effirsóknarverða hæfi- leika að kunna að njóta lífsins, líðandi stundar og samskipta við samferðafólkið. Nú þegar komið er að kveðjustundinni koma upp í hugann ótal fagrar og skemmtilegar minningar um samverustundir liðinna ára sem munu lifa í hugum okkar og verða uppspretta gleði um ókomna tíð. Megi minningin um einstakan mann lifa í hjörtum allra sem vom svo lánsamir að fá að kynnast honum. Guð blessi elsku afa okkar. Eydís, Margrét, Helga Rós, Berglind og fjölskyldur.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.