Feykir


Feykir - 16.07.2003, Side 8

Feykir - 16.07.2003, Side 8
Fréttablaðið á Norðurlandi vestra 16. júlí 2003,25. tölublað, 23. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Sjálfsagt láta þessir slyngu harmonikkuleikarar að sér kveða á hátíðinni á Blönduósi um helgina ekkert síður en við vígslu Heimilisiðnaðarsafnsins í sumar. Matur og menning á Blönduósi Fjölskylduhátíðin „Matur og menning 2003” verður haldin á Blönduósi í fyrsta sinn um næstu helgi, 18.-20. júlí. Markmiðið með hátíð- inni er að festa í sessi ímynd héraðsins sem matvælafram- leiðanda í hæsta gæðaflokki, þar sem byggt er á heföum, innlendu hráeíhi og stöðugri nýsköpun í nýtingu og fram- leiðslu. Þá er um leið haldið upp á 15 ára kaupstaðaafrnæli Blönduóss. Til að gestir geti kætt bragðlaukana verður á svæð- inu matgæðingatjald þar sem boðið verður upp á rétti fram- leidda úr afurðum af staðnum, bæði kjöt- og fiskmeti. Til að kynna starfsemi sína munu fyrirtæki á Blönduósi bjóða íslendingum í mat laug- ardaginn 19. júlí frá kl. 13 til 17, þar sem áherslan er annars vegar á að kynna heföbundna matvælaframleiðslu, og hins vegar á að kynna þær nýjung- ar sem ferskt gæðahráefni héraðsins býður matgæðing- um landsins upp á. Á mat- seðlinum er að fínna áhuga- verðar útfærslur á hráefnis- flóru héraðsins. Einnig verður margt til skemmtunar um helgina, bæði fyrir þá yngri og eldri. Fjölbreytt leiktæki verða stað- sett á lóð grunnskólans, auk þess sem trúðar og gleðigjafar skemmta gestum og gang- andi. Fyrir eldri gesti er m.a. boðið upp á söng og lifandi tónlist, hannonikkuleik, hag- yrðingakvöld og tónlistarat- riði á kaffihúsinu Við árbakk- ann auk fjölda annarra uppá- koma. Þá verður dansleikur i Félagsheimilinu með hljóm- sveitinni Landi og sonum og samkvæmt heimildum net- miðilsins Húnahoms mun Kántrýkóngurinn sjálfur, Hallbjöm Hjartarson frá Skagaströnd stiga á svið og syngja nokkur lög með hljómsveitinni. © SheJ^x £ «“« VlDEQ^ft* Sveitarstióm Húnaþings vestra Lýst illa á að friðlýsa eigi stórt svæði á afréttinum „Skipulags- og bygginga- nefhd Húnaþings vestra gerir þá kröfu að eignarhald land- svæðis umhverfis Sléttafells- hveri verði skráð sem afréttur i eigu Húnaþings vestra en ekki einungis afréttur. Umrætt svæði er í eigu sveitarfélagsins Húnaþings vestra og þvi er rétt að það sé tekið fram með skýr- um og afdráttarlausum hætti.” Skipulags- og bygginga- nefhd Húnaþings vestra gerir athugasemdir við drög að nátt- úruvemdaráætlun 2003-2008, þar sem settar em ffarn tillögur um friðlýsingar í sveitarfélag- inu. Tillögur um friðlýst svæði em umhverfís Sléttafellshveri, sem em náttúmfyrirbrigði á af- rétti Hrútfírðinga, og umhverf- is Hópið. Ólafur Stefánsson byggingarfulltrúi Húnaþings vestra segir að mönnum lýtist þannig á að samkvæmt drög- unum eigi að friðlýsa allt Sléttafellið, jafhvel yfir í Bæj- arhrepp, og fínnist það alltof stórt svæði. I athugasemdunum segir m.a. að skipulags- og bygg- inganefnd Húnaþings vestra sé ekki ljóst hvaða áhrif friðlýsing umræddra svæða í sveitarfélag- inu hafi í för með sér varðandi umferð, nýtingu og fram- kvæmdir. í drögum að náttúm- vemdaráætluninni komi ekki nægilega skýrt ffarn hvaða á- hrif ffiðlýsing hafl á slík atriði sem hér em nefnd, þó vill nefhdin koma á ffamfæri eftir- farandi athugasemdum: Að í gildi sé aðalskipulag fyrir allt sveitarfélagið og þar kemur m.a. ffam að stór hluti affétta og heiðalanda þess em skilgreind sem svæði á náttúm- minjaskrá. Skipulags- og bygg- inganefhd Húnaþings vestra á- skilur sér rétt til að koma á ffamfæri ffekari athugasemd- um varðandi ffamlögð drög að náttúruvemdaráætlun 2003- 2008. A.m.k. meðan áætlunin er i vinnslu og hefur ekki hlot- ið staðfestingu viðkomandi yf- irvalda. Skipulags- og bygginga- nefnd Húnaþings vestra furðar sig á stærð landsvæðis sem lagt er til að ffiðlýst verði umhverf- is Sléttafellshveri þ.e. 85,9 km2. Nefndin álítur að ekki sé þörf á að ffiðlýsa svo stórt svæði og leggur til að það verði einungis nánasta umhverfi hverasvæðisins sem falli undir ffiðlýsingu verði hún staðfest. Einnig verði haft fullt samráð við landeigendur við Hópið vegna ffiðlýsingar á því svæði. Búið að selja gistiheimilið Samkomulag hefur náðst um sölu á gistihúsinu Mikla- garði á Sauðárkróki, húsi sem lengi gekk undir nafninu Rússland, til hjónanna Ingva Þórs Sigfussonar og Amrúnar Antonsdóttur. Þau hyggjast reka áffam gisiheimili í hús- inu og koma þar í nýtingu gistirými fyrir um 30 manns. Gistiheimilið hefur um hríð verið í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem leysti hús- eignina til sín ffá fyrri eigend- um. Til stóð að skóladagheim- ilið Árvist færi í Miklagarð, en það hefur verið á hrakhól- um með húsnæði að undan- fömu og var seinast í Tinda- stólshúsinu við Freyjugötu. Nú hefur verið ákveðið að færa eitt þriggja hús i eigu sveitarfélagsins við Lamba- nesreyki í Fljótum inn á skólalóðina við gamla bama- skólann og starfsrækja Arvist í því húsnæði. Kauptilboð bámst í öll þijú húsin á Lambanesreykjum þegar þau vom auglýst ný- lega. Byggðaráð hafnaði öll- um tilboðunum en samþykkti að fela tæknideild sveitarfé- lagsins að fara í nauðsynlegan undirbúning vegna flutnings á A eða B húsi á Lambanes- reykjum til Sauðárkróks. Árvist verður ekki í Mikla- garði heldur í einu Mikla- laxhúsanna. wf ki&cjíjtow /f mrtMttcrnfq >> BókabúðBrynjars BÓKABÚÐ hefur opnar á nýjum stað, Kaupvangstorgi 1 á Sauðárkróki BRYBcJARS

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.