Feykir


Feykir - 19.11.2003, Page 6

Feykir - 19.11.2003, Page 6
6 FEYKIR 40/2003 Skagafjörður Frá Sveitarfélaginu Skagafirði Aðalskipulag Skagafjarðar Nú stendur yfir vinna við gerð aðalskip- ulags Skagafjarðar. Aðalskipulag er skipu- lagsáætlun fyrir sveitarfélagið þar sem fram kemur stefna sveitarstjómar um land- notkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar á minnst 12 ára tímabili. Aðalskipulag er ekki fonn sem vond yfirvöld vilja þröngva yfír þegnana, heldur tæki þeirra sjálfra til að móta umhverfi sitt. Aðalskipulaginu er ætlað að lýsa sveitar- félaginu íyrir íbúum þess og líka út á við og verður hluti af ímynd sveitarfélagsins. Lýðræðisleg vinnubrögð em áskilin í skipulagslögum og að allir eigi aðgang með sjónarmið sín. Nauðsynlegt er við gerð aðalskipu- lagsins að sem flestir konri að gerð þess og mikilvægt er að fá stofnanir, íyrirtæki, félög og einstaklinga til samstarfs um stefnumótunina. Hvað er það sem einkenn- ir byggðaþróunina í Skagafirði? Hver er staða Skagafjarðar, sérstaða og ímynd? Hver em sóknarfærin og hvaða bresti þarf að berja í? Víst er að ffamtíðin kemur, en emm við tilbúin til að taka á móti henni, mótar hún okkur eða getum við mótað hana? Nú hafa ráðgjafar Skipulags - og bygg- ingamefndar, Lendisskipulag ehf, gert aðra tillögu skipulagsins til nefndarinnar. Tillagan er nú til umfjöllunar i nefndinni. Sú umfjöllun nrun leiða til þriðju tillögu sem fara mun út í almenna kynningu í sveitarfélaginu. Við viljum hvetja alla til að kynna sér þessa vinnu og hafa á hana áhrif með skoðunum sínum og sjónanniðum. Byggðakvóti Sveitarfélagið Skagafjörður fékk nýlega til umsagnar skiptingu byggðakvóta sem Sjávarútvegsráðaneytið úthlutar. I hlut skagfirskra báta komu 20,7 tonn. Byggðaráð gerði þá tillögu til sjávar- útvegsráðaneytis að þessum aflaheimildum verði skipt milli fiskiskipa á gmndvelli 3. gr. reglugerðar nr. 596/2003 þó þannig að aðeins koma til greina fiskiskip minni en 50 bmttótonn. Sjávarútvegsráðaneytið hefur samþykkt þessa tilhögun. Menningarhús Skipaður hefur verið starfshópur um menningarhús í Skagafirði. í hópnum sitja tveir fulltrúar menntamálaráðaneytisins og fulltrúar Skagafjarðar eru þeir Gísli Gunnarsson, Ársæll Guðmundsson og Gunnar Bragi Sveinsson. Áskell Heiðar Ásgeirsson verður ritari hópsins og hópurinn mun hittast á næstu dögum. Hugmyndir um uppbyggingu menn- ingarhúsa í Skagafirði verða kynntar á næstu vikum. Fréttaskot frá Árskóla í stómm skóla er alltaf mikið um að vera og nú á haustmánuðum hefur megin- áherslan verið lögð á að vinna að eineltis- málum undir merkjum Svíans Dan Olweusar. Starfsmenn skólans funda að jafnaði hálfsmánaðarlega ásamt fúlltrúum frá sundlaug, íþróttahúsi, félagsmiðstöð og skólabílstjórum. Að undanfömu hafa for- eldrar og nemendur komið saman í skólanum og horft á myndbönd um einelti og afleiðingar þess. Auk þess em umsjón- arkennarar að vinna með nemendum innan bekkjanna að bættum samskiptum, samdar hafa verið eineltisreglur í öllum bekkjum og haldnir em bekkjarfundir. Vikuna 24. - 28. nóvember verður haldin þemavika i Árskóla, og nær hún til allra árganga. Nemendum verður skipt upp í vinnuhópa sem vinna að fjölbreyttum viðfangsefiium sem tengjast þemanu „heil- brigð sál í hraustum líkama“. í tengslum við þemavikuna verða settar fréttir á hverjum degi á heimasíðu skólans svo foreldrar og aðrir geti fylgst með því sem er í gangi. Síðasta dag þemavikunnar munu nemendur og starfsfólk skólans ganga fylktu liði fi'á skóla að kirkju strax að morgni kl. 8:10 og mynda friðarkeðju, en það er orðinn árlegur viðburður i upphafi aðventu. Friðarljós er látið ganga á milli manna frá kirkju, upp kirkjustíginn og að krossinum á Nöfúnum og ljós tendrað á honum þegar friðarljósið er komið alla leið upp. Þemavikunni mun síðan ljúka með sýningu fýrir foreldra og aðra gesti föstu- daginn 28. nóvember. Á foreldradaginn í síðustu viku voru foreldrar nemenda í 2., 4., 7. og 10. bekk beðnir um að svara nokkrum spumingum um viðhorf sitt til skólans. Þeir svöruðu beint á tölvur í tölvuvemm skólans og lágu niðurstöður könnunarinnar fyrir þegar að henni lokinni. Þær eru birtar á vef skólans. Fréttasíða skólans er orðin mjög virk og það segir því í raun meira en mörg orð að skoða vef skólans og fylgjast með fjöl- breyttu skólastarfi Árskóla þar. Slóðin er www.arskoli.is . Arndís Ólöf í úrslit í „Idolinu“ Amdís Ólöf Víkingsdóttir frá Blönduósi er kominn áffarn í keppninni fdol-Stjömuleit á Stöð 2. Tveir Skagfirðingar vom í þeim hópi sem valinn var til þátttöku í keppninni, en komust ekki áffam. Þetta vom þau Guðrún Jónsdóttir ffá Mið- húsum í Blönduhlíð og Ragnar Már Magnússon ffá Sauðár- króki. Þau stóðu sig engu að síður ffábærlega vel. Amdís Ólöf heillaði lands- menn með söng sínum á fostu- dagskvöldið fyrir rúmri viku, í þættinum Idol-Stjömuleit sem sýndur var á Stöð 2. Amdís söng lagið End of the world og fékk næst flest atkvæði í síma og sms kosningu og þar með sæti i úrslitum keppninnar. Bubbi Morthens, einn af þrem- ur dómumm, sagði m.a. að Ar- dís ætti mikla möguleika á að vinna keppnina þar sem hún hefði allt að bera, útlit, ffam- komu og sönghæfileika. Níu manna hópur keppir í undanúrslitum. Gert er ráð fyr- ir að undanúrslitin taki sex vik- ur frá 5. desember 2003 til 16. janúar 2004. í fyrsta úrslita- þættinum þar sem keppa niu falla tveir keppendur út í al- mennri atkvæðagreiðslu en eff- ir það, í næstu fjórum þáttum, verður einn þátttakandi (í hverri úrslitaviku) útilokaður með almennri atkvæðagreiðslu þar til þrír keppendur, úrslita- keppendumir, verða eftir í keppninni. Gert er ráð fyrir að lokaþátturinn verði sendur út í þriðju vikujanúar2004. Sigur- vegarinn er valinn með al- mennri atkvæðagreiðslu eftir söng í beinni útsendingu, segir á Húna.is, þar sem Ragnar Z, fjallar ítarlega um „Idolið”. Wake me up before you gogo Sýningar: Miðvikudaginn 19. nóv. kl. 20,00 og síðasta sýning föstudaginn 21. nóv. kl. 17, nokkur sæti laus (var flýtt vegna óviðráðanlegra ástæðna) Ef hópar hafa áhuga á að koma á sýningu er möguleiki fyrir aukasýningu. Áhugasamir eru beðnir að hafa samband í síma 898 8071 eða nemo@fnv.is Nemendafélag FNV.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.