Feykir - 24.03.2004, Qupperneq 2
2 FEYKIR 11/2004
Lokið ritun á sögu
Kirkjukórs Sauðárkróks
Magnús Sigurjónsson afhendir Jóhanni Má Jóhannssyni
handritið af „Með söng í hjarta“, í Safnaðarheimilinu fyrir
kóræfingu sl. fimmtudagskvöld.
Sýning um sögu
Reykjaskóla
Áður en kórfélagar í
Kirkjukór Sauðárkróks fóru til
sinnar venjubundnu æfrngar í
kirkjunni sl. fimmtudagskvöld,
var komið saman í saífiaðar-
heimilinu af því tilefni að
Magnús Siguijónsson, sem ný-
lokið hefur við að rita 60 ára
sögu kirkjukórins, afhenti
formlega handrit sögunnar,
sem hefur fengið nafnið „Með
söng í hjarta”. í þessu riti er
ekki eingöngu rakin saga
kirkjukórsins heldur einnig
fjallað um söng í Sauðárkróks-
kirkju fyrir stofnun kórsins.
Jóhann Már Jóhannsson
formaður kirkjukórsins tók á
móti handritinu og vék um leið
að tilurð þess að ákveðið var að
fara út í þessa söguritun. Meg-
intilgangurinn hafí verið að
bjarga menningarverðmætum
ffá glötun. „Og ég er sannfærð-
ur um að þegar ffam líða stund-
ir þá getum við verið montin
yfir að hafa ráðist í þetta”,
sagði Jóhann Már og gat þess
jafnffamt að draumurinn væri
sá að sagan kæmi út í hefð-
bundnu formi á bók þegar búið
væri að fjármagna útgáfuna,
helst í skinnbandi, en altént
væri hún þá til í raffænu formi
þar sem hægt væri að nálgast
hana.
Magnús Sigurjónsson
greindi ffá tildrögum þess að
hann var fenginn til að hefja
þessa vinnu á haustdögum
2001, þegar Jóhann Már hitti
hann að máli, og sagði að sér
hafi komið á óvart hvað þetta
hafi verið skemmtileg vinna.
Heimildir hafi að vísu skort á
köflum, og því stundum orðið
að geta í eyðumar þegar sum
árin vom ekki til nema reikn-
ingsbækur kórsins til að styðj-
ast við. En til að rnynda hefðu
dagbækur þeirrra Kára Steins-
sonar og Þóris Stephensen
komið að góðum notum. Aðrar
heimildir em m.a. rit Krist-
mundar Bjamasoar og greinar í
dagblöðum. í ritinu em einnig
viðtöl við stjómendur kórsins
og nokkra kórfélaga, sérstak-
lega þá eldri í hópnum.
Þeir Jóhann Már og Kári
Steinsson þökkuðu Magnúsi
fyrir mjög góða samvinnu við
ritun sögunnar og sögðu að
hann hefði sýnt þessari vinnu
einstakan áhuga og þeir væm
sannfærðir um að Magnús
hefði skilað þessu verkefni
með miklum sóma.
Staðarhaldarar að Reykjum í
Hrútafirði vinna nú að gerð sýn-
ingar um sögu Héraðsskólans
að Reykjum. Tilgangur sýning-
arinnar er að upphefja sögu
skólans og koma á framfæri
þeiiri merku sögu sem hann á.
I fyrsta áfanga er ætlunin að
koma upp Ólafsstofu, sem
kennd er við Ólaf H. Kristjáns-
son, sem lengst var skólastjóri
að Reykjum og í hans tíð náði
skólahaldið hámarki sínu, með
Qölda nemenda, nýjum bygg-
ingum og festu í skólahaldi. í
Ólafsstofú verða til sýnis þær
gjafir sem Reykjaskóla hafa
borist í áranna rás, málverk,
myndir, verðlaunagripir og
fleira. Einnig er unnið að við-
gerðum á þeim skólaspjöldum
sem til eru af nemendum skól-
ans.
I öðmm áfanga er ætlunin að
safna og sýna muni sem tengjast
nemendum Reykjaskóla með
beinum hætti, t.d. Ijósmyndir frá
Héraðsskólaárunum, kennslu-
bækur, kennslugögn, inunir úr
félagsstarfi, saga hemámsins að
Reykjum og fjölmargt fleira.
í þriðja áfanganum verður
leitað liðsinnis ýmissa aðila til
að koma skólastjóraíbúðinni
sem er í skólahúsinu aftur í upp-
runalegt horf og útbúa þar
fræðimannastofu líkt og víða
hefitr verið gert. Tilgangurinn
með þeim áfanga er að fá ýmiss
konar fræðimenn, listamenn og
fleiri til að koma að Reykjum og
njóta aðstöðunnar þar meðan
þeir vinna að verkum sínum.
Til þess að geta lokið fyrsta
áfanga sýningarinnar með
vígslu Ólafsstofu og hefja und-
irbúning að öðrum áfanga biðja
staðarhaldarar nú fyrrum nem-
endur og starfsmenn Héraðs-
skólans að Reykjum um að at-
huga í fómm sínum hvort eitt-
hvað leynist nú ekki ffá Reykja-
skólaárunum. Allt sem fólk vill
sjá af og leggja til sýningarinnar
er vel þegið. Ljósmyndir er
hægt að skanna og því þurfa
þeir sem eiga myndir ekki að sjá
á eftir þeim, heldur einungis
lána þær í stuttan tíma meðan
unnið er með þær. Allir munir
sem tengjast sögunni em einnig
vel þegnir.
Ölafsstofa verður vigð á
pálmasunnudag 4. april nk.
klukkan 15.00 og em allir vel-
unnarar skólans velkomnir. Að
vígslu lokinni verður gestum
boðið upp á kafifiveitingar og að
skoða húsakynni skólans.
Þeim sem vilja leggja eitt-
hvað til sýningarinnar er bent á
að hafa samband í síma 451-
0000 eða 451-0004 eðaá
skolabudir@skolabudir.is
Tryggjum framtíð Sauðárkróksflugs
Ómar Benediktsson ffam-
kvæmdastjóri Islandsflugs hef-
ur með bréfi dags. 27. febrúar
sl. tilkynnt sveitarstjóm Skaga-
fjarðar, bæjarstjóm Siglufjarðar
og samgönguráðherra að ís-
landsflug treysti sér ekki til að
halda uppi flugi milli Sauðár-
króks og Reykjavíkur að ó-
breyttum rekstrarskilyrðum.
Eina leiðin að mati íslandsflugs
til að tryggja áffamhald um-
rædds flugs er að það verði
styrkt með fjárframlögum. Að
óbreyttu verði fluginu hætt í
maí n.k.
Eg tók ffamtíð Sauðárkróks-
flugsins upp við samgönguráð-
herra í fýrirspumatíma á Al-
þingi sl. miðvikudag. Sveitar-
stjóm Skagafjarðar hefur einnig
beitt sér í málinu.
Gríðarlegt hagsmunamál
Sauðárkróksflugvöllur er
hluti af gmnnneti samgöngu-
kerfisins samkvæmt skilgrein-
ingu samgönguáætlunar. Það
þýðir að gert er ráð fyrir reglu-
bundnu áætlunarflugi um völl-
inn. Hér í Skagafirði em fyrir-
tæki, skólar og þjónustustofn-
anir í ömm vexti og starfskil-
yrði þeirra og vaxtarmöguleikar
háðir góðum samgöngum og
ekki síst við höfuðborgarsvæð-
ið. Háskólinn á Hólum, Fjöl-
brautaskóli Norðurlands vestra,
Byggðastofnun, íbúðalánasjóð-
ur, Sjúkrahúsið og fyrirtæki
Kaupfélagsins svo að nokkur
séu nefnd byggja vöxt sinn og
samkeppnishæfhi á greiðum og
ömggum samgöngum og stutt-
um ferðatíma. Þá er flugið ekki
síður mikilvægt fyrir Siglu-
fjörð, en þegar fellt var niður á-
ætlunarflug þangað var farþeg-
um beint á Sauðárkróksflugið
og ganga rútubílar á milli til
Siglufjarðar.
Reglubundið áætlunarflug
hefur mikla þýðingu fyrir ferða-
þjónustuna á svæðinu.
Ný markaðssókn
Nú em 8 ferðir á viku milli
Sauðárkróks og Reykjavíkur og
samkvæmt upplýsingum frá Is-
landsflugi var farþegafjöldi
9.461 árið 2002 en árið 2003
var talan 7.448. Um þriðjungur
em farþegar til og frá Siglufirði.
Sætanýting er nokkuð góð
að vetrinum en hefur reynst
mun lakari að sumrinu.
Ljóst er því að gera þarf átak
til að auka fjölda þeirra sem
nýtir sér flugið einkum að
sumrinu. Ríkið styrkir áætlun-
arflugið til Hafnar í Homafirði
en þar var sama uppi á teningn-
um að farþegum fækkaði að
sumrinu. Nú hefur Islandsflug
gert markaðsátak í samstarfi við
ferðaskrifstofiir og ferðaþjón-
ustu heima fyrir um dagsferðir
frá Reykjavík með ferð á
Vatnajökul sem beitu. Er sú
markaðssókn að skila árangri
og eykur hagkvæmni flugsins.
Þetta ættum við einnig að at-
huga hér í Skagafirði.
Dagsferð með fljótasigl-
ingu, Drangeyjarferð, hestasýn-
ingu eða söguskoðun um
Skagafjörð myndi auka sæta-
nýtingu í fluginu og veita at-
vinnu heima fyrir, ef vel tækist
til.
Allt þarf þetta sinn markaðs-
tíma en er tilvinnandi að reyna.
Samkeppnishæfni héraðsins
Flugvöllurinn á Sauðárkróki
er vel búinn og veðurfar með
þeim hætti að þar fellur sjaldan
niður flug. Það kostar líka stór-
fé að láta slík mannvirki standa
ónotuð.
Það er okkur mikið kapps-
mál að sem öflugust flugþjón-
usta verði um Alexandersflug-
völl á Sauðárkróki og frekar
verði hægt að fjölga þangað
ferðum en fækka. Flugið eykur
samkeppnishæfni héraðsins og
styrkir ímynd þess.
Á Alþingi kvað samgöngu-
ráðherra það valda sér von-
brigðum að íslandsflug treysti
sér ekki til að halda áffam flugi
við óbreytt Skilyrði. En farið
yrði yfir málið í ráðuneytinu og
með Vegagerðinni : „við mun-
um reyna að finna leiðir til að
bæta þar úr”.
Samgönguráðherra, sveitar-
stjómarmenn og aðrir heimaað-
ilar ásamt þingmönnum og
flugrekendum verða að taka
höndum saman um að tryggja
áætlunarflugið og ná um það á-
kvörðun sem fyrst.
Jón Bjarnason,
alþingismaður.
Mh. ói láð fréttablað á 1 Sorðurla ndi v estra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Áskriftarverð 210 krónur hvert tölublað með Póstfang: Box 4,550 Sauðárkróki. Símar: 453 vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. 5757, 897 5729 og 854 6207. Netfang: feykir Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & @ krokur. is. og feykir@simnet.is Svart hf.