Feykir


Feykir - 12.05.2004, Page 7

Feykir - 12.05.2004, Page 7
17/2004 FEYKIR 7 Margrét Jónsdóttir frá Fjalli Mín ágæta vinkona, Mar- grét frá Fjalli, lést aðfaranótt 23. apríl sl. tæplega 92 ára gömul. Hún lifði sumardaginn fyrsta sem sinn síðasta dag og hvarf þannig inn í sumarið, birtuna og ljósið. Það er vissu- lega heilshugar bæn mín, að andi hennar megi njóta eilífs sumars hér eftir, umvafmn kærleika Guðs ríkisins. Margrét var athyglisverð manneskja fyrir margra hluta sakir. Hún var bókhneigð og skáldskaparlega sinnuð, fróð og minnug, hafði næma dulvit- und og skynjaði fleira en það sem séð verður. Þrátt fyrir góða hæfileika gáfust henni samt engir kostir til menntunar, því bæði var það að foreldrar henn- ar voru fátækir af þessa heims gæðum og svo var ekki talin mikil þörf á því á þeim tímum, að konur menntuðu sig mikið eða hygðu á ffamhaldsnám. Margrét sagði eitt sinn við mig, að hún hefði vel getað hugsað sér að verða læknir. Það hlyti nefnilega að vera eitt göfugasta starfið á þessari jörð, að helga sig því að bæta úr meinum annarra. Þessi af- staða sýnir hvemig hugsun Margrétar var. En það átti ekki fyrir henni að liggja að verða læknir. I lífi sínu varð hún fyrst og ffernst húsffeyja og eiginkona og móðir. Og hún reyndi að standa sig sem best í hveiju því prófi sem lífið lagði henni á herðar. Og prófin vom mörg og sum í strangara lagi. Og víst er um það, að heilsufarið mátti ofl vera betra. Þegar manneskj- ur með mikla innviði til geðs og sálar, þurfa að heyja harða lifsbaráttu, og hafa sjaldan mikil tækifæri til að njóta sín og sinna hæfileika, fer ekki hjá því að off leiðir það til þess að einhver beiskja sækir að. Stundum fannst mér ég finna það á Margréti, að hún væri ekki alveg sátt við að hafa ekki getað sinnt þeim hugsjón- um að neinu marki sem bjuggu henni svo ríkar í bijósti. Hún vildi nefnilega geta gefið af sér og hafði að upplagi það góða hjarta sem til þess þarf. En lífs- aðstæður þær sem tíðarandinn bauð upp á vom henni ekki í hag, ffekar en svo mörgum kynsystrum hennar, og við það varð ekki ráðið. Það er engum boðið upp á annað en að vera bam sinnar tíðar, og þegar Margrét var ung mun sú tíð sem henni bauðst, hafa verið ærið einsleit að kost- um. Af þessum sökum átti hún áreiðanlega stundum nokkuð erfitt og tregaði eflaust það sem var fyrir henni missir þráðra vona. Margrét skrifaði nokkuð um dulræna reynslu og annað sem fyrir hana hafði komið á lífs- leiðinni. Sést vel á þeim skrif- um að hún átti ekki erfitt með að orða hugsanir sínar og ef- laust hefur hana langað til að geta sinnt slíkum hugðarefnum meira. En það var með ritstörf eins og annað, þau vom ekki í askana látin, og kröfuríkari annir kölluðu jafhan að. Og nú er Margrét horfin úr heimi, dáin inn í sumarið, birt- una og ljósið; horfin inn í það sem ávísar trú á lífið sem tekur við effir hvíld hinnar hljóðu nætur. Það var gaman að kynnast henni og fá að þekkja hana og ffóðlegt að heyra hana segja ffá liðinni tíð. Við urðum vinir og mér fór að þykja vænt um þessa konu sem hafði aldrei týnt sjálffi sér í lífinu. Og ég fann að Margréti þótti vænt um mig og bar umhyggju fyrir mér Smáauglýsingar Bílar til sölu! Til sölu Subaru Legacy árg. ‘97. Möguleiki að taka ódýrari bíl upp í kaupverð. Upplýs- ingar í síma 894 7495. Sundkennsla fyrir eldra sundfólk! Mánudaginn 17. maí kl. 19-20 og mínum. Hún var vissulega tiygg þar sem hún tók því og það fann ég ómælt ffá fyrstu kynnum. Með þakklæti og virðingu kveð ég því hér þessa aldur- hnignu vinkonu mína. Hún hafði snemma sett sér að varðveita þau blóm óspillt í sál sinni sem hún hafði eignast og alið með sér í saklausum draumum æsku sinnar, endur fyrir löngu. Þau blóm uxu og döfnuðu í bijósti hennar og í fegurð þeirra gat hún einatt fundið sér athvarf til endumær- ingar og gleði. Ég hygg að hún hafi gengið sátt til hinstu hvíldar, því lang- ferðamanni er hvíldin kær. Ég þakka fyrir vináttu Mar- hefst fyrsta sundnámskeiðið af fjórum fyrir eldra sundfólk, sem sunddeild Tindasóls stendur fyrir. Leiðbeinandi verður Sunnar Björk Bjömsd. sundþjálfari og verður megin- áherslan lögð á að kenna skriðsund. Upplýsingar í síma 453 5632 eða 899 5632, eða á vef sunddeildarinnar. www. tindastóll.is/sund grétar ffá Fjalli og tel það hafa verið ávinning fyrir mig að hafa kynnst þeirri manneskju sem hún var, því þar var merg- ur í muna og hugur í hjarta. Og nú sé ég hana fyrir mér ríða inn í sumardýrð æsku- drauma sinna, á Fálka sínum, og ég kveð hana með þessum línum: Margrét, Margrét,myndir betri streymi, um þinn hug svo angri sál þín gleymi. Megir þú á morgni lífs að nýju, vafin vinarhlýju, fljúga á skeið með Fálka í sólskinsheimi! Rúnar Kristjánsson. Króksara - Dagur KRÓKSARAR allir, búandi og brottfluttir. Mætum öll á Hafnardaginn á Sauðárkróki þann 17. júlí í ár. Notum þennan árlega gleði dag á Króknum til að hittast, svo að jarðarfarir verði ekki eina tilefnið til að endurnýja gömul kynni. Bjami Dagur, Tómas Dagur og Helgi Dagur. Tindastóll í 2. deildinni í fótboltanum Stefnan sett upp um deild Gísli Sigurðsson þjálfari meistaraflokks Tindastóls segir að í herbúðum félagsins ríki á- kveðni í því að standa sig vel í boltanum í sumar og það sé ekk- ert launungamál að menn setji stefnuna upp úr deildinni, en Tindastóll leikur sem kunnugt er í 2. deild, sem er gamla þriðju deildin, cftir að úrvalsdeildin var stofnuð fyrir nokkmm ámm. „Við fömm í hvem leik til að vinna og ef það gengur effir þá þýðir það að við endum ofar- lega. Við ætlum að byggja á heimastrákunum eins og undan- farin sumur og emm með mjög jafnaan hóp ungra leikmanna sem hafa verið að öðlast reynslu síðustu tímabil. Nú eiga þeir að vera tilbúnir og með svolítilli styrkingu sóknarlínunnar eigum við að hafa raunhæfa möguleika á þessum markmiðum”, segir Gisli. Litlar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Tindastóls ffá síðustu leiktíð, en útlit fyrir að hópurinn styrkist eitthvað. Þannig er Þorsteinn Gestsson á heimleið og verður með fyrri hluta tímabilsins, en hverfur þá á braut að nýju. Að öllum lík- indum er að ganga til liðs við Tindastól sterkur örfættur vængmaður frá Vestmanneyj- um, sem söðlaði um eftir að Einar Þór Daníelsson gekk til liðs við ÍBV. Þá hefur Tinda- stóll verið að svipast eftir sterk- um „póstsenter” en lítið miðað í þeim málum ennþá. Öflugt stuðningslið Fótboltavertíðin byijar form- lega hér á svæðinu á sunnudag- inn kemur þegar Tindastóls- menn fá harðjaxlana ffá Víkingi Ólafsvík í hennsókn. Vonast er eftir mikilli og góðri stemningu á vellinum í sumar og vitað er til þess að knattspymuáhugamenn hafa verið að hóa sig saman og vonast til að verða fjölmennir í brekkunni í sumar. Knatt- spymuáhugamenn ætla að hitt- ast á Kaffi Krók í kvöld, mið- vikudag, kl. 20,30. Öm Ragnarsson sem fer fyr- ir þessum hópi, sem vonast er til að verði sem stærstur, þar sem að allir eru velkomnir, segir að markmiðið með félagsskapnum sé það eitt að njóta þess sem fót- boitinn býður upp á, bæði utan vallar sem innan og þeirrar stemningar sem um hann getur myndast. „Margir vom í boltanum hér áður en hafa síðan týnst og sjást alltof sjaldan á vellinum. Eru þeir sérstaklega hvattir til að koma og taka þátt í þessu og rifja um leið upp gamla daga. Það er ljóst að það eiga aldrei allir heimangengt á alla leiki og vonandi mæta sem flestir þegar þeir eiga þess kost. Það er því engin mætingarskylda, menn koma þegar þeir geta og um að gera að drífa sig þegar þeir eru í bænum og vonandi er þá hægt að ganga að því vísu að hitta fé- lagana sem allir vita nákvæm- lega hvemig spila á fótbolta”, segn Öm Ragnarsson. Áskrifendur góðir! Þeir sem eiga ógreidda seðla fyrir ákriftargjöldum eru vinsamlegast beðnir að greiða hið fyrsta. Tilboð! Flaggstangir með húnfestingu 6 metrar 39.000 kr. 7 metrar 43.000 kr. 8 metrar 49.000 Grill frá 4.700 kr. Deta rafgeymar Verslun Har. Júl. Aðalgötu 24 Sími 453 5124

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.