Feykir


Feykir - 16.06.2004, Blaðsíða 2

Feykir - 16.06.2004, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 22/2004 Frá undirritun við stofnun Guðbrandsstofu, sr. Einar Sigurbjörnsson frá Háskóla íslands. Skúli Skúlason skólamcistari Hólaskóla og Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup. Guðbrandsstofa stofimð á Hólum Skálinn opnaður á Blönduósi Laugardaginn 12. júní var formlega opnuð á Blönduósi ný þjónustumiðstöð sem hlotið hefúr það hversdagslega nafh Skálinn. Reis Skálinn á sama grunni og gamli Essóskálinn sem rifinn var til grunns 20. febrúar. Sá skáli var 270 fer- metra bygging, en sá nýi er 485 fermetrar, búinn allri þeirri bestu aðstöðu sem kosin verð- ur fyrir starfsfólk og gesti. Ferðamann á hjólastól bar að garði og kvað hann upp þann úrskurð að hann hefði hvergi komið að veitingaskála þar sem væri jafngott aðgengi fyrir fatlaða. Skálinn er að efhi til inn- fluttur frá Finnlandi. Trésmiðj- an Stígandi á Blönduósi var aðalverktaki að byggingu hans og lauk verkinu á rúmum þremur mánuðum, sem er að dómi Tryggva Sigurðssonar byggingarfulltrúa hjá Olíufé- laginu skemmri framkvæmda- tími en áður hefur þekkst með hliðstæðar byggingar á vegum félagsins. Frá því á sl. hausti hefur Trésmiðjan Stígandi á Blöndu- ósi lokið tveimur stórfram- kvæmdum í héraðinu, þar sem er Skálinn og veiðihúsið Flóð- vangur í Vatnsdal. Vegna um- fangs framkvæmdanna og hraða hefur nokkuð þurff að leita út úr héraðinu með sér- hæfða menn um einstaka verk- þætti, en að meginefni hefur þetta í heild verið unnið af starfsmönnum Stíganda. Fyrsta skrefið í uppbyggingu stofhunar sem ber nafn Guð- brandar Þorlákssonar, var tekið sl. þriðjudag með formlegri stofhun hennar, sem fram fór í hinni nýju Auðunnarstofu, að- setri Hólabiskups. Jón Aðal- steinn Baldvinsson vígslubisk- up bauð gesti velkomna og sagði ánægjulegt að nú yrði það skref stigið, sem marka mundi tímamót í glæstri uppbyggingu Hólastaðar þar sem menntun, trú og menning mundu saman renna í einum farvegi. Guðrún Helgadóttir tók þessu næst til máls og rakti und- irbúning að því að Guðbrands- stofhun var sett á laggimar, en vilji heimamanna var til þess að tengja saman ffæðastörf, sögu og helgi Hólastaðar, og þótti einsýnt að til þess væri best, að koma á fót stofhun kenndri við einn þekktasta biskup staðarins, sem allt var í senn, trúmaður, vísindamaður og listamaður. Samkomulag varð á milli Hólaskóla og embættis biskups, að leita eftir samvinnu við Há- skóla íslands, sem komið varð á, og var Einar Sigurbjömsson tilnefndur fulltrúi Háskólans í stjóm auk vígslubiskups Jóns A. Baldvinssonar og Skúla Skúla- sonar rektors. Sagði Guðrún að vonast væri til að auk ýmiskonar ffæða- og menningarstarfs mundi Guð- brands-stofnun sinna útgáfu- starfi, og stæðu vonir til að starf stofnunarinnar yrði orðið svo mótað að hún yrði í lykilstöðu á 900 ára afmæli skólastarfs á Hólum árið 2006. Þá setti stjómarformaður Jón A. Baldvinsson biskup fyrsta stjómarfund, en fyrir lá aðeins eitt mál, stofnun Guðbrands- stofnunar og undirskrift sam- starfssamnings varðandi hana, sem allir stjómarmenn undirrit- uðu. Stjómarformaður afhenti Steinunni Jóhannesdóttur rithöf- undi og ffæðimanni lykil að Auðunnarstofú, en Steinunn er fyrsti ffæðimaðurinn sem hefúr aðsetur og vinnuaðstöðu þar. 1 Hólaskóla var þessu næst haldið málþing um Guðbrand Þorláksson og hlutverk stofhun- ar hans. Skúli Skúlason setti málþingið og því næst tók til máls Einar Sigurbjömsson. Benti Einar á að rætur bæði Hólaskóla og Háskóla Islands lægju djúpt í sögu þjóðarinnar. - Hjalti Hugason fjallaði um Guð- brand Þorláksson sem biskup og mann. Síðast á málþinginu tók til máls Steinunn Jóhannesdótt- ir, sem fjallaði um það verkefni sem hún nú vinnur að, en það er í raun ffamhald af bók Stein- unnar um Guðríði Símonardótt- ur, en nú fjallar hún um Guðríði og síðari mann hennar sálma- skáldið Hallgrím Pétursson. Að málþingi loknu var helgistund í dómkirkjunni á Hólum. gg- Færaveiðimenn! Rústfríu damparasökkumar slá í gegn. Hagstætt verð. Upplýsingar í síma 893 7316. Fjólmundur ehf. Er Norðurland vestra á iðnaðarkortmu? Nýlega sendi iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, ffá sér fallegan bækling sem inniheldur meginstefnumið iðnaðar- og viðskipta- ráðherra árin 2004-2007. Þar er sérstak- ur kafli: Að treysta búsetu á lands- byggðinni, þar sem „ráðherra hefur skilgreint leiðir að því marki að treysta búsetu á landsbyggðinni.” Það vakti at- hygli undirritaðs við skoðun á þessum kafla, að hvergi er þar tekið sérstaklega ffam að markmiðunum sé beint að því svæði sem samkvæmt gömlu kjördæm- isskiptingunni var kallað Norðurland vestra. En sem betur fer fá Vestfirðir þar umfjöllun, og Vesturland. Þá er mikil áhersla lögð á eflingu Eyjafjarð- arsvæðisins, og ekki nema gott eitt um það að segja, þó svo að betra hefði ver- ið að áhersluatriðin hefðu náð víðar um Norðurland. Þetta leiðir kannski hug- ann að því hvort að ráðherrann sjái lítið út fyrir eigið kjördæmi eða hvort núver- andi þingmenn stjómarflokkanna séu ennþá fastir inni í gömlu kjördæma- skipaninni, en sem kunnugt er þá eiga þeir engan þingmann á gamla Norð- vestursvæðinu núna. Svo gripið sé niður í þessum kafla um leiðir til að treysta búsetu á lands- byggðinni, þá segir þar m.a. í byijun kaflans: Lokið verður við gerð áætlunar um byggðaþróun við Eyjafjörð, gerð vaxt- arsamnings og aðgerðaráætlunar hrint í ffamkvæmd í samvinnu við heima- menn. í samræmi við áætlanir verði lögð áhersla á uppbyggingu menntunar, á rannsóknir og þróunarstarf í þágu at- vinnulífsins, uppbyggingu sérhæförar heilbrigðisþjónustu og á ferðaþjónustu og matvælaiðnað. Leitað verði erlendra og innlendra fjárfesta sem áhuga hafa á að taka þátt í því að koma upp iðnaði á landsbyggð- inni. Undirbúningsrannsóknir em haffi- ar á Norðurlandi og síðan kemur að staðarvali. Einnig verður m.a. unnið að þvi að reisa álver Norðuráls í Hvalfirði, byggja iðjuver í Helguvík, reisa polýol- verksmiðju, koma upp kísilduffverk- smiðju við Mývatn og kalkþörunga- verksmiðju við Amarfjörð. Lokið verði við gerð ffamkvæmda- áætlunar um byggðaþróun fyrir Vest- firði í samvinnu við heimamenn. Lagt verður kapp á að hrinda í ffamkvæmd atvinnuþróunarverkefnum sem byggj- ast á sérstöðu Vestfjarða og því sem þeir hafa að bjóða ffam yfir aðra lands- hluta. Unnið verði að þróun fyrirtækja- klasa á ísafirði og í nágrannabyggðum. Það er liður í því að styrkja atvinnulífið á Vestfjörðum og bæta samkeppnis- stöðu þess. I samvinnu við mennta- málaráðhena verður áffam unnið að uppbyggingu háskólanámssetra á Isa- firði og Egilsstöðum. Stuðningur við atvinnuþróun á landsbyggðinni verður aukinn. Starf- semi Nýsköpunamiiðstöðvar á Akur- eyri verði fest í sessi og henni komið fýrir í Rannsókna- og nýsköpunarhúsi við Háskólann á Akureyri. Stoðkerfi nýsköpunar og atvinnuþróunar á lands- byggðinni verður samhæff og gert markvissara.” Svo vitnað sé í helstu atriði fyrr- nefnds kafla í bæklingi Valgerðar Sverrisdóttur. ÞÁ. Ól táð frcttablað á 'torðurla ndi \ estra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Áskriftarverð 210 krónur livert tölublað með Póstfang: Box 4,550 Sauðárkróki. Símar: 453 vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. 5757, 897 5729 og 854 6207. Netfang: feykir Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvitt & @ krokur. is. og feykir@simnet.is Svart hf.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.