Feykir


Feykir - 16.06.2004, Blaðsíða 3

Feykir - 16.06.2004, Blaðsíða 3
22/2004 FEYKIR 3 Smábæj arleikar á Blönduósi Gestkvæmt var á Blöndu- ósi um helgina en þar vom haldnir í fyrsta skipti svokall- aðir Smábæjarleikar Hvatar og KB-banka. Þar attu kappi yngstu flokkar stráka og stelpna, frá bæjarfélögum sem telja 1500 íbúa eða færri, en önnur félög máttu senda til mótins sín næstbestu lið. Keppendur á mótinu vom um 350 talsins ffá níu félögum og ætla má að allt að helmingi fleiri gestir hafí komið í bæinn vegna leikanna, auk keppenda, foreldrar og liðstjórar. Sólin skein í heiði þegar Svanborg Frostadóttir útibús- stjóri KB-banka setti leikana á laugardagsmorgun og bauð Hvatarmenn í brekkunni við setningu leikanna. Tindastóll og Þróttur etja kappi, en Þróttarnir mættu lit- skrúðugir til leiks, með sérstaka hártísku. gesti velkomna. Þátttökuliðin kynntu sig með sínu fagni í á- horfendabrekkunum og stuttu síðan hófst svo keppnin. Þama mátti sjá stráka og stelpur spila saman í liðum og ánægjan skein úr hveiju andliti. Að lok- inni keppni á laugardag var sitthvað til skemmtunar, svo sem bíósýning, en allir vom orðnir hvíldar þurfti þegar gengið var til svefns í íþrótta- og skólahúsinu. Mótinu lauk síðan um miðjan dag á sunnu- deginum, en þá gengu yfír miklar hitaskúrir og þurfti að flytja verðlaunaafhendingu og grillveislu inn undir þak. Gestir vom ánægðir með ffamkvæmd leikanna og mót- tökur allar. Það er vel til fund- ið hjá Blönduósingum að halda mót sem þetta, þar sem ekki em mikil tækifæri fyrir fámennari félög og þá sem ekki komast í bestu liðin, að etja kappi við sína líka. Það er eflaust ómetanlegt og þrosk- andi fyrir krakkana að fínna fyrir þeirri leikgleði og stemn- ingu sem fylgir svona mótum. Ljóst er að smábæjarleik- amir eiga ífamtíð fyrir sér ef jafhvel verður staðið að mál- um áffam og miðað við þátt- tökufjöldann núna á hann trú- lega eftir að fjölga með árun- um. Smábæjarleikamir gætu því orðið vemlega stórt mót í ffamtíðinni og akkur fyrir bæj- arfélagið að fá alla þá gesti sem svona mótshaldi fylgir. Félögin sem sendu lið á Smábæjarleikana auk heima- manna í Hvöt voru: Bolungar- vík, Fram Skagaströnd, Kor- mákur Hvammstanga, KS Siglufirði, Neisti Hofsósi, Smárinn Varmahlið, Tinda- stóll Sauðárkróki og Þróttur Reykjavík. Breskum skútustjórnanda fannst íjörðurinn fallegur Margir Sauðárkróksbúar ráku upp stór augu sl. fimmtu- dag þegar glæsileg skúta kom siglandi utan af hafi og renndi sér inn á Sauðárkrókshöfh fyr- ir fullum seglum. Þetta var á þriðja tímanum um daginn, en Skútan glæsilega dorrar við brvggjuna á Króknum. klukkan sex um morguninn hafði hún lagt upp ffá Látrum í Aðalvík á Homströndum og var því tiltölulega fljót þessa leið, enda var leiði gott undan norðvestanáttinni, að sögn kapteinsins Mark Taylor. Honum fannst stórkostlegt að sigla þessa leið með fannhvít fjöllin í Jökulfjörðum og inn á Skagafjörð beindi hann skút- unni af þeirri einu ástæðu, að honum þótti fjörðurinn ákaf- lega fallegur. Þetta er bresk skúta er lagði upp ffá Plymouth í Englandi fyrir tveim vikum og siglingin tók fimm daga til Seyðisíjarð- ar. Þaðan var svo siglt eftir góða hvíld til Reykjavíkur og síðan vestur fyrir til Isafjarðar. Þeim bresku lýst vel á sig hér við norðan og vestanvert land- ið, því eftir að hafa hvílst við bryggju á Sauðárkróki á fimmtudegi og ffam á föstu- dagsmorgun var ferðinni heit- ið til baka til Reykjafjarðar, og væntanlega lagst að bryggju í Djúpuvík. Taylor kapteinn sagði að ferðalagið til og ffá Islandi væri áætlað um mánuður. Fjórtán vora í áhöfn, fólk á ýmsu reki allt að rúmlega sjö- tíu. Miles Wise er stýrimaður hjá Taylor, en hinir tólf eru ferðamenn sem keyptu ferð- ina hjá ferðaskrifstofu. Fyrir- tækið sem þeir félagar starfa hjá á nítján svona skútur sem eru í siglingum um allan heim. Það er ffemur sjaldgæft að skútur sigli inn á Skagafjörð, enda sagði Taylor að í þeim bókum sem hann styddist við í sínum siglingum og algeng- ar eru meðal sjófarandi í þess- um geira, væri ekkert minnst á Skagafjörð. Hann sagði fólkið í ferðinni vera ákaflega ánægt með túrinn, en það greiðir um 11 þúsund krónur á dag fyrir ferðalagið með þessari glæsi- legu skútu sem er um 20 metr- ar að lengd, ristir um þijá metra og skriður svona 10-12 hnúta miðað við meðalað- stæður. Miles Wise stýrimaður og Mark Taylor skipstjóri, staddir fyrir framan Villa Nova yst í bænum á leiðinni að versla og kíkja á lífið í bænum sl. timmtudag þegar skútan glæsilega birtist fyrir fullum seglum á leið inn til Sauðárkrókshafnar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.