Feykir


Feykir - 16.06.2004, Blaðsíða 4

Feykir - 16.06.2004, Blaðsíða 4
4I EYKIK 22/2004 Matur er mannsins Sjálfsagt finnst mörgum það einkennilegt að fátækt og vannæring fólks fyrirfmnist í heiminum þegar flest lönd í veröldinni eru sjálfum sér nóg hvað matvælaframleiðslu varðar og vel það. Við Islendingar þekkjum það vel, þegar kjötfjöll og smjörhólar hafa hlaðist upp og körtöflu- og grænmetisgeymslur orðið yfirfullar. Engu að síður er það svo að landbúnaðurinn og matvælaiðnaður eru mjög mikilvægar atvinnugreinar meðal þjóða og hollusta matvæla það sem neytandinn gerir kröfur um. Þegar sýnt er í sjónvarpsfréttum, svo sem frá markaðstorgum í Kina, þar sem götusalar em að selja alskyns matvæli, gjaman matreidd á teinum eða prímusum, þá kemur nú ósjálfrátt í hugann hvort að með öllu sé óhætt að leggja sér slíkan mat til munns.Það em sem sagt færri kallaðir en útvaldir þegar kemur að því að koma matvælunum á markað, og margir sem beijast um hituna. Það flokkast því kannski undir talsverða bjartsýni þegar veðjað er á þennan markað eins og Blönduósingar gerðu þegar þeir mörkuðu þá stefnu í atvinnumálum fyrir skömmu að markaðssetja Blönduós sem mat- vælaffamleiðslubæ. Að vísu hefur Blönduós alla burði til að hafa góða ímynd í þessa vem, mikið landbúnaðarhérað og þá er bærinn kominn ffamarlega í ffáveitumálunum, þannig að umgengnin við sjóinn er ekki til að spilla þessari ímynd, ferskleika og hreinleika sem þarf í sambandi við matvælin. Það var minnst á nauðsyn hollustu matvæla hér á undan og engir vita jafh mikið um mikilvægi þess og þeir sem hafa lent í því að fá einhvem tíma matareitmn eða einkenni hennar. Það hefur reyndar ritari þessa pistils lent í, og það hittist raunar þannig á fyrir algjöra slysni, að án efa kom Blönduós þar við sögu í fyrra skiptið og saga að segja frá því. Líflegar umræður um kjördæmaskipan Það var á þingi SSNV sem haldið var á Blönduósi 1998. Gott ef það var ekki á þessu þingi sem eitt aðalmálið var væntanleg breyting á kjördæma- skipan og kynntar vom tillögur þeirrar nefndar sem um það fjallaði. I þessum tillögum áttu rnörkin milli norður- kjördæmanna að vera um Vatnsskarðið og Skagfjörður því að lenda í aust- urkjördæminu og Húnavatnssýslur í vesturkjördæminu. Fulltrúar Skagfirð- inga höfðu á þessu þingi uppi hávær mótmæli við þessum hugmyndum og kváðust í engu vilja verða jaðarsvæði í austurkjördæminu og þar með bakland Akureyrar og Eyjafjarðar, frekar vildu þeir þá vera jaðarsvæði í norðvestur- kjördæmi og eiga áfram gott samstarf við Húnvetninga. Menn viðmðu ýmsar hugmyndir varðandi kjördæmaskipun- ina, m.a. það hvort hreinlega væri ekki betra að landið yrði allt eitt kjördæmi. Friðrik Sophusson þáverandi ráðhena var gestur þessa þings og sagði hann að ef út i svo víðtæka breytingu yrði farið, þá yrði menn að gera sér grein fyrir þeirri hættu að ffamboðslistamir yrðu ákveðnir á flokksskrifstofunum í Reykjavík. Og raunar væri hann sann- færður um að svo færi ef landið yrði gert að einu kjördæmi. Eftir að hafa hlýtt á líflegar umræður þennan fyrri dag þingsins á Blönduósi var hugsað til heimferðar, en svo hittist á þennan dag, 20. ágúst, að Fjóla Þorleifsdóttir fyrrum ljósmóðir á Sauðárkróki, ættuð ffá Sólheimum í Svínavatnshreppi, hélt upp á 70 ára affnæli sitt þetta kvöld í Skagaseli í Skefilsstaðahreppi. Það var því ákveðið að fara rólega heimferð, fýrir Skagann og koma við í affnælinu hjá Fjólu í Skagaseli. Aður en haldið var ffá Blönduósi var komið við í söluskála og það veitti ekkert af því að fá sér eina pylsu og malt með, enda nokkuð til kvölds og þónokkur krókur fyrir Skagann. Það var eins og oft vill verða á Skaganum þung- búið loft þegar við fórum þar um og sást ekkert alltof vel heim að bæjum, sem margir hveijir em ekki alveg við veg- inn, synd því það er býsna fallegt á Skaganum og margt þar að sjá. Það var t.d. svolítið dulúðugt að keyra ffam hjá Kálfshamarsvíkinni og hugsa til þess að þar hafi verið nærri 100 manna byggð á fyrrihluta þessarar aldar sem var að kveðja. Og þegar við fómm ffamhjá Höfnum kom óneitanlega i hugann að forvimilegt væri nú að líta þangað heim og eiga tal við nytjabóndann Jón Benediktsson, sem var natinn við selveiðamar og æðarvarpið um árabil. Þegar komið var yfir í Skefilsstaða- hreppinn í Skagasel var fjölmenni mætt í veisluna til Fjólu. Veitingar vom þar miklar, borð svignuðu undan kræs- ingum og að sjálfsögðu vom margar kveðjur og ávörp flutt til afmælis- bamsins, og vitaskuld sungið Fjólu til heiðurs og sagðar sögur. Það var margt góðgæti á borðum og m.a. „laxapate” eða þvíumlíkt, ákaflega gott og borðaði pistilritari nokkrar sneiðar af því, en gerði ekki svo langan stans í þessari miklu affnælisveislu, því fyrir lá að fara aftur næsta morgun yfir Vatnsskarðið til Blönduóss til að fylgj- ast með lokastörfum þings SSNV. Gott ef það var ekki á þessu þingi og þessum seinni degi sem samgöngu- og vegamál bám á góma og Guðmundur Vilhelmsson bóndi á Sævarlandi flutti skelegga ádrepu til þingmanna kjördæmisins, að þeir yrðu að taka sér tak í því að útvega peninga til sveita- veganna sem rnargir hveijir væm í algjörri niðumíðslu og hefðu orðið útundan í vegakerfinu um árabil. Það Frá hátíðinni „Matur og menning“ á Blönduósi í fyrra. vom líflegar umræður og drepið á margt, þó svo að margir þingfulltrúar og gestir hefðu átt leið um gleðinnar dyr kvöldið áður og um salinn gengu mynd- ir af þeim sem slegið höfðu í gegn í skemmtiatriðunum, sem vom i höndum heimamanna eins og venjan er á þessum þingum. Gestimir höfðu þó greinilega látið þar til sín taka, einkanle- ga sumir þingmennimir, án þess að nokkur nöfh séu nefnd í því sambandi, en bítlamir komu þar einnig við sögu. Þingstörfum lauk upp úr hádeginu og þá var ekið heim. Pistilritari var farinn að finna fyrir einhverjum óþægindum þegar leið á morguninn og þau ágerðust á heimleiðinni. Það var ekki umvillst, þetta voru einhverskonar veikindi, hiti og magakveisa. Þegar heim kom tóku við stanslausar salemis- ferðir og liturinn á því sem í skálina fór var ansi ljósleitur, líkt og af broddskitu- lambi að vori. Þannig var staðan í eina þijá daga og heilsan fór ekki að lagast fyrr en á fjórða degi. Það var ekki um að villast að hér var um matareitrun að ræða. Og það var mér ferskt í minni að þegar ég vaknaði á laugardagsmorgun til að fara á Blönduós, þá var ennþá nokkuð sterkt í munni bragðið af pylsunni sem ég hafði innbyrt á Blönduósi daginn áður. Samt lá einnig undir grun „laxapatið” í veisl- unni hjá Fjólu, en þegar var grennslast eftir því hvort einhveijir veislugesta hefðu veikst, þá reyndist það ekki vera, þannig að böndin bámst að pylsunni, enda þekkt að ef svo slysalega vill til að pylsa er hituð upp oftar en einu sinni, getur hún verið varasöm. Pistilritari hefur samt engu að síður fengið sér pylsu á Blönduósi frá því þetta gerðist án þess að verða meint af. Pitzur á Litla Birni Ég lenti síðan aftur illa í því í vetur, staddur út í Mora í Svíþjóð að taka þátt i Vasagöngunni. Við dvöldum nokkrir í vikutíma að skíða í þessari paradís skíðagöngumannsins, að hita upp fyrir 90 km gönguna sem 15 þúsund rnanns taka þátt í ár hvert. Það þurfti að sjálfsögðu að borða talsvert og t.d. var þama ágætis pitzu- staður, Litli Bjöminn. Pitzumar vom mjög ljúfengar, osturinn ofan á mjög góður, og undirritaður valdi einkum sjá- varréttarpitzu, m.a. með kræklingi fyrsta kvöldið. Aftur þamæsta kvöld var farið á Bjöminn og borðuð pitza þá með annarri útgáfu, en í þriðja sinn þegar flatbaka varð fyrir valinu, þá var sú valin sem tekin var fyrsta kvöldið, með sjávarglundrinu og kræklingnum. Eitthvað fannst mér skrítið bragð af ein- hverju á pitzunni þetta kvöld, líklega af kræklingnum en spáði ekkert í það ffekar. Það var síðan um miðja nótt sem ég vakna upp við það að líða mjög ein- kennilega í kojunni. Það spratt út á mér kaldur sviti og eins og ég væri að missa allt jafnvægisskyn, mig snarsvimaði i rúminu. Mín fyrsta hugsun var, þvílíkt áfall að vera orðinn veikur og bara þrír dagar í Vasagönguna. Vanliðanin jókst, það var greinlegt að það var eitthvað mikið að gerast í magnum á mér og ég yrði að losa mig við það sem þar ólgaði. En nú vom góð ráð dýr manni sem var í hálgerðu sjokki, ekkert salemi í þessu sumarhúsi þar sem þrír félgar mínir sváfú. I örvæntingu settist ég frarn á rúmstokkinn um leið og ég segi stund- arhátt, „það er ljótt strákar ég er orðinn veikur, hvar get ég gubbað?” Mér var ljóst að þessi yfirlýsing var líka ótta- blandin fýrir hina í hópnum, þar sem að ef þetta var einhver umgangspesti þá vom þeir í stórhættu líka. „Þú verður bara að fara út og æla þar”, sagði félagi minn í efri kojunni og það var líka það eina sem kom til greina þó það væri 15 gráðu ffost úti. Og ég fór út á pallinn og þar stóð spýjan út úr mér í stjömubjartri marsnóttunni. Og það var ekki um annað að ræða en smeygja sér í föt og fara út í snyrtingarhúsið og reyna að losa sig við sem mest af því sem borðað var kvöldið áður. Þegar það gekk varð ég þess var að svitinn var að minnka og jafúffamt skjálffinn og þegar ég kom inn í kojuna aftur, eftir drjúga stund á snyrtingunni, var mér farið að líða bæri- lega. Síðan sveif svefnhöfginn á og vaknaði ég síðan stálsleginn morguninn effir. En ekki var farið aftur í pitzumar á Litla Bjöminn og áreiðanlega verður sneytt hjá kræklingnum hér eftir. En það sem sjálfsagt bjargaði málunum að þessu sinni, var hve fljótt tókst að losna við þennan skemmda mat.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.