Feykir


Feykir - 16.06.2004, Blaðsíða 6

Feykir - 16.06.2004, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 22/2004 il Frá Sveitarfelaginu Skagafjörður SkagafirðÍ Mikið að gerast í kyimingarmálum Það verður ekki annað sagt en nokkuð sé lagt í að kynna Skagafjörð um þessar mundir, ekki síst fyrir ferðamönnum. Nýlega var endurprentaður kynningarbæklingur fyrir Skagaijörð þar sem glæsilegur hvítur hestur prýðir forsíðuna og mun þeim bæklingi verða dreift á allar upplýsingamið- stöðvar í landinu innan tíðar. Honum hefur þegar verið dreift á Ferðatorgi í Smáralind og á sýning- unni Sumarið 2004 í Reykjavík, í ferð Karla- kórsins Heimis til Skotlands og á nýafstöðnu Lionsþingi, svo eitthvað sé nefht. Auk þess er ráðgert að dreifa honum á landsmóti hestamanna á Hellu í næsta mánuði. I bæklingnum er að finna fróðleik um Skagafjörð og glæsilegar myndir, auk þess sem í honum er listi yfir alla þjónustu sem ferðamenn sækja í Skagaijörð, þjónustuaðilum að kostnaðarlausu. Auk þess eru í bæklingnum kort af Skagafirði. Anægjulegt er að bæklingurinn var unninn „í heimabyggð”, uppsetning var i höndum Hinna sömu og Hvítt og svart prentaði. Auk þess var á dögunum dreift inn á öll heim- ili á landinu kynningarriti um Landsmótin í sumar þar sem einnig var lögð áhersla á að draga ffam þá fjölbreyttu afþreyingu og það öfluga mannlíf sem finna má í Skagafirði. Eiga starfsmenn Lands- mótanna heiður skilinn fyrir að hafa staðið vel að þeirri útgáfu. Upplýsingamiðlun til gesta á Landsmótum UMFÍ á Sauðárkróki í sumar verður mikil. Ætlunin er að reisa tjald á Flæðunum þar sem Upplýsingamiðstöðin mun hafa aðsetur og miðla upplýsingum, auk þess að selja handverk ffá Alþýðulist, líkt og gert er í Varmahlíð. Mikið samstarf er í gangi milli Sveitafélagsins Skagafjarðar og Markaðsskrifstofú ferðamála á Norðurlandi. Markaðsskrifstofan dreifir nú kynn- ingarefni um Norðurland bæði hérlendis og erlendis, auk þess sem hún hefúr staðið fyrir kynn- ingarátökum á Norðurlöndunum og víðar. Ferða- þjónustuaðilum hefúr ennþá ekki verið boðið að gerast þátttakendur í rekstri stofúnnar en það mun gerast innan tíðar. Gert er ráð fyrir að tveir sjónvarpsþættir verði teknir upp í Skagafirði í sumar. Annars vegar er um að ræða þátt í syrpunni Krakkar á ferð og flugi sem Linda Ásgeirsdóttir stýrir, en þessir þættir hafa notið mikilla vinsælda hjá krökkum á öllum aldri, enda afar vandaðir og vel unnir þættir. Þá mun Súsanna Svavarsdóttir heimsækja Skagafjörð á næstunni og taka upp hér þátt í seríunni Lands- homaflakkarinn sem sýnd verður á Skjá einum í sumar. Þátturinn verður helgaður ferðaþjónustu og afþreyingu í héraðinu. Sveitarfélagið Skaga- fjörður styrkir báða áðumefnda sjónvarpsþætti. Þá átti sjónvarpsfólk ffá Stöð 2 einnig leið um Skagafjörð fyrir skömmu þar sem þau tóku upp efni fyrir Island í bítið. Stefnt er að því að bæta við heimasíðu sveitar- félagsins www.skagafjordur.is síðari hluta sumars upplýsingum um ferðaþjónustu í Skagafirði en þær er nú að fmna á www.northwest.is. Þá stendur yfir vinna við nýjan vef fyrir ferðaþjónstu á Norðurlandi öllu, sem vonandi mun líta dagsins ljós á þessu ári. Þá er ráðgert að ráðast á ný í útgáfú fféttabréfs fyrir íbúa Skagafjarðar í haust. Auk alls þessa má nefna að starfsemi í Upplýsingamiðstöðinni í Varmahlíð er komin á fúllt, þar er síminn 455 6161 og netfangið er upplysingar@skagafjordur.is. Það er von á gestum! Gestakomur í Skagafjörð verða með mesta móti í ár. Búist er við 25.000 fleiri gestum í sumar en í venjulegu ári. Gestrisni Skagfirðinga er annáluð, en til að auka vellíðan gesta okkar og ekki minnst okkar sjálffa, þarf sveitarfélagið að vera snyrtilegt. Því hvetur Sveitarfélagið Skagafjörður alla íbúa fjarðarins til að taka til í sínu nánasta umhverfi. Með sameinuðu tiltektarátaki íbúa sveitar- félagsins getum við með stolti boðið gesti okkar velkomna í Skagafjörð. ÆTLUNIN ER AÐ BUA TIL GLÆSILEGU5TU SKRUÐGONGU ALLRA TÍMA Á SAUÐÁRKRÓKI HÖLDUM í HEFÐIRNAR!!! I Varmahlíó veróa hátíóarhöld fyrír unga sem aldna í höndum Ul Smárans. Dagskrá: 14:00 Hátíðarhöld á íþróttavellinum í Varmahlíð. - Hátíðarræða - Hestamenn teyma undir börnum - Farið verður í leiki, bœði fyrir börn og fullorðna - Crillveisla við Varmahlíðarskóla, heitt kaffi á könnunni. VIÐ SKORUM A ÞIG AÐ VERA MEÐ Dagskrá: 12:30 Mætíng í andlítsmálun á planíó víð Skagfíróíngabúð. 13:30 Shrúðganga frá Shagfirðingabúð að Faxatorgi. I göngunni verða furðufígúrur, skátar, krókódíll ogýmislegt annað sem ekki sést á hverjum degi á Sauðárkróki! Hinn glæsilegi Doddi ásamt Tikk Takk genginu leiða gönguna! Ábær verður á staðnum með gasblöðrur, fána, rellur og annan 17. júní varning til sölu NÚ MÆTA ALLIR í SKRÚÐGÖNGU MEÐ ÍSLENSKA FÁNANN, RELLUR, BLÖÐRUR EÐA ANNAÐ SKEMMTILEGT... ,------- ... OG AÐ SJÁLFSÖGÐU MEÐ GÓÐA SKAPIÐ! 14:00 Hátíðarhöld á Faxatorgi á - Hátíðarrœða - Ávarp fjallkonu - Danssýning - Uppistand - Tónlistaratriði - Hljómsveitin Von Á Hofsósi gangast íbúasamtökin út aó austan fyrir fjölbreyttum hátíóarhöldum. Hestamenn safnast saman hL 13:00 við hesthús Svaða hjá Hofsósi. Allir hvattir til þess að mœta. Hátíóarhöld við Grunnshólann á Hofsósi - Clæsileg hópreið hestamanna - Ávarp íbúasamtakanna út að austan - Ávarp fjallkonunnar - Víðavangshlaup - Leikir - fyrir börn og fuUorðna - Hestamenn teyma undir börnum - Kaffiveitingar í Höfðaborg í umsjón Kvenfélags Hofshrepps Fjölbreytt dagshrá á Flœóunum: wEtÁ-L C- - Skáta-Tívolí . Stf - Þorsteinn Broddason stjórnar reiðhjólaþrautum og fjallahjólakeppni fyrir krakka á grunnskólaaldri. v * - Ingimar Pálsson verður með hesta á staðnum og teymir undir þeim sem vilja - Shell-Sport verður með sælgœti, gasblöðrur, og aðrar 17. júní vörur á svæðinu. Frjálsíþróttamót á SauóárhróhsvcUi Keppt í aldursflokkunum 11-12 ára, 13-14 ára og 15 ára og eldri. 11-12 ára: 60m - langstökk - kúluvarp og 5x80m boðhlaup 13-14 ára: 80m - hástökk - spjótkast og 4x1 OOm boðhlaup 17:00 HofsÓS:

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.