Feykir


Feykir - 23.06.2004, Side 1

Feykir - 23.06.2004, Side 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Rafmafflisveitur ríkisins Halda fast í áform að virkja Jökulsána Rarik heldur fast í áform sín um að virkja við Villinga- nes, þrátt íyrir að allt útlit sé fyrir að skipulagi virkjunar- svæða við Héraðsvötn og Jök- ulsá verði frestað í allt að fjög- ur ár. Þetta kemur fram í for- síðuffétt Mbl. sl. mánudag, þar sem Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri Rarik segir að vegna hagkvæmni Villinganesvirkj- unar sé áhugi Rarik enn til staðar, og Tryggvi gerir því skóna að eflaust verði margir heimamenn svekktir, verði niðurstaðan sú að fresta skipu- laginu við Villinganes. „Að vísu er staðan þannig að ekki er hægt að fara í nein- ar ffamkvæmdir við Villinga- nes nema notendur fyrir ork- una finnist á Norðurlandi. Þeir (heimamenn) hafa verið að leggja svolítið upp úr þvi að fá orkufrekan iðnað á svæðið en hafa gjaman viljað að jarðveg- urinn væri klár heima fyrir. Þetta er hluti af því”, segir Tryggvi og segir að óhjá- kvæmilega myndi frestun skipulagsins seinka undirbún- ingi virkjunarinnar. Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri segir að tillögum- ar um ffestun skipulagsins við Jökulsámar, byggist á heimild í skipulagslögum til að ffesta skipulagi á tilteknum svæðum, eins og t.d. Kópavogsbær hafi gert á Sandskeiði. Ársæll segir tillögur skipulags- og bygg- ingamefndar endurspegli vilja sveitarstjómarinnar þótt þær geti vissulega tekið breyting- um í meðforum hennar. Miðað við þær bókanir sem Bjami Maronsson Sjálfstæðis- flokki og Gunnar Bragi Sveinsson Framsóknarflokki gerðu á fúndi nefndarinnar og greint var ffá í síðasta blaði, er ljóst að eins og staðan er núna, er ekki einhugur um þessar til- lögur skipulags- og bygging- amefiidar, og því má allt eins búast við að sveitarstjóm verði ekki samstíga í málinu þegar þar að kemur, en þá verður væntanlega langt liðið á kjör- tímabilið, þar sem að skipu- lagsferlið tekur talsverðan tíma. Nóg að gera í unglinga- vinnunni Eins og nærri má geta em næg verkefni hjá unglingum og vinnuskólanum í Skaga- fírði nú þegar allt er á fxillu við að snyrta fyrir landsmótið sem aðeins er hálfúr mán- uður í. En það þarf líka að sinna því að slá lóðimar í bænum og þeir Jón Kristinn Skúlason og Amar Ámason vom á fúllu við að slá lóðir í Túnahverfinu í gær. Það hefúr verið mikil sprettutíð að undanfomu og því mikið gras. út um sveitir er sláttur byijaður á einstaka bæ, sum- staðar var byq'að fyrstu daga í þessum mánuði. Skattheimtan að sliga samkomuhald um verslunarmannahelgi? Kántrýið verður ekki á Skagaströnd Engin hátið er fyrirhuguð á Skagaströnd um komandi verslunarmannahelgi. Það er Höfðahreppur sem hefúr verið bakhjarl kántríhátíða á Skaga- strönd undanfarin ár. Magnús Jónsson sveitarstjóri segir að það sé af ýmsum ástæðum sem sveitarfélagið sjái sér ekki fært að standa að baki kántríhátíðar, og þar vegi þungt á metum löggæslugjald sem innheimt er fyrir hátíðir út um landið. Höfðahreppur þurfti m.a. að greiða eina milljón fyrir löggæslukostnað vegna kántrítónleika sem haldnir vom á Skagaströnd um síðustu verslunannanna- helgi. Þá var einnig haldin gospellmessa á sunnudegin- um, en sú helgistund hefúr þótt gulls ígildi á kántríhátíð- unum um tíðina. Nú bendir ekkert til þess að eitthvað verði að gerast á Skagaströnd um verslunarmannahelgina, ekki einu sinni gospellmessan vinsæla. „Það virðist vera orðið þannig að það sé ekki hægt að standa fyrir svona viðburðum nema í Reykjavík þar sem að ríkið borgar brúsann. Staðir eins og Skagaströnd hafa ekki bolmagn til að standa undir þessum kostnaði sem er farið að leggja á þetta, hvað þá ein- staklingar”, segir Hallbjöm Hjartarson kántríkóngur sem var upphafsmaður kántríhá- tíðanna á Skagaströnd og kom Villta vestrinu inn á kortið. „Það er ósköp lítið að ger- ast héma núna. Lífið gengur bara sinn vanagang og ferða- mannatraffíkin er svona rétt að byija, maður sér merki þess”, sagði Hallbjöm sem reyndar var kvefaður og slappur þegar blaðamðaður Feykis hafði samband við hann á mánudag og ekki beint bjartsýnishljóð í kalli, sem bú- inn er að gera ótrúlega hluti á Skagaströnd, m.a. byggja upp glæsilegan Kántríbæ eftir bmnann, og ennþá hljómar Útvapið við Flóann á öldum ljósvakans þegar vegfarendur um þjóðveg eitt fara í gegnum Húnavatnssýslumar. —|0fcH£tt! chjDI— Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA jttrth ílaverkstæði ÆAJLMUm. Sæmundargata Ib 550 Sauðárkrókur ^FBílaviðgerðir & Hj Réttingar # ólbarðaviðgerðir Sprautun

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.