Feykir - 23.06.2004, Page 6
6 FEYKIR 23/2004
Hagyrðingaþáttur 385
Heilir og sælir lesendur góðir.
Byijum að þessu sinni á vísu sem
ýmsum kann að þykja hálf skrítin og er
ég ekki viss um hvort hún er rétt með
farin. Hún er talin vera eftir Guðmund
Illugason og talar hann þar trúlega til
Skálda-Rósu.
hér og er í mínum pappímm Adam
Þorgrimsson talinn höfúndur.
íslensk ljóð og listamál
lýsa þjóðar snilli.
Sem í óði yngdu sál
íss og glóða milli.
Skorðin hringa geigvæn gefin.
Gulls mig styngur málum,
eða syngur að mér svefn
á hendinga málum.
Gaman væri að heyra ffá lesendum
ef þeir kunna aðra og þá kannski betri
útgáfú af þessari vísu.
Því miður hnignar nú óðum þeim
byggðum sem að áður skörtuðu mörg-
um góðbændum. Um slíka hrömun
mun Eyjólfúr S. í Stykkishólmi hafa ort
svo.
Allt er hér í eyði nú
og í dauðateygjum.
Áður vom blómleg bú
i Breiðafjarðareyjum.
Sigurður Kristjánsson bóksali mun
hafa ort næstu vísu um það leyti er
hann gaf út í prentuðu kveri prédikanir
séra Páls Sigurðssonar í Gaulveijabæ.
Djöfla óðum fækkar fans
fyrir góðum penna,
uns á hlóðum andskotans
engar glóðir brenna.
Önnur vel gerð hringhenda kemur
Kannski er þá næst heppilegt að
bæta við einni ágætri eftir Jón M. Mel-
stað.
Hjartans vaka von ég finn
veldi ei sakar nauða.
Kærleiks akur algróinn
er á bak við dauða.
Jón Ásmundsson Lyngum mun
hafa ort svo eitt sinn um reiðhest sinn.
Prati, greið með hörku hót
hófúm meiðir ffónið.
Fer á skeiði fen og gijót
fagurt reiðar - ljónið.
Gaman er að bæta við annarri góðri
hestavísu sem mig minnir að sé effir
Húnvetninginn Bjöm S. Blöndal.
Þrýtur leiðin, lund er hlý,
léttir reiðar stífúr.
Mér til heiðurs hlaðið í
hlemmiskeiðið þrífur.
Skrítin þykir mér stundum, er ég
rifja upp í huganum þessa vísu Ólafs
Vigfússonar. Það má þó ekki skilja orð
mín svo að ég telji hana illa gerða.
Dauðans nótt að dyrum ber
dómur ótta vekur.
Æskan hljótt því undan fer
elli flótta rekur.
Kunn vísa kemur hér næst. Höfúnd-
ur er Ingibjörg Sigfúsdóttir ffá For-
sæludal.
Kæti hrakar, stimar stef
stormablak ég hræðist.
Raun er að vaka alein ef
engin staka fæðist.
Ég veit að næsta vísa okkar góða
Gísla héðan ffá Eiríksstöðum hefúr
verið mörgum kunn, og er vonandi
enn, en ég birti hana engu að síður.
Stormar eija úfin sjá
ágjöf hveija skoðum,
meðan feijan flýtur hjá
feigðar skeijaboðum.
Þá kemur falleg sumarvísa eftir Sig-
ríði Sigfúsdóttur frá Forsæludal.
Sunna hlý af hafsins djúpi
hefúr göngu þetta sinn,
fagurrósarauðum hjúpi
reifar norðuihimininn.
Þá er tilvalið að rifja upp eina af
mörgum góðum hringhendum Rós-
bergs G. Snædal.
Þó að syndir sumum hjá
saurgi lindir tærar.
Stolnum yndisstundum ffá
stafa myndir kærar.
Sá ágæti hagyrðingur og hestamað-
ur Eyjólfúr Jónasson í Sólheimum í
Dalasýslu orti svo er hann missti uppá-
halds fjárhund sinn á efri árum undir bíl
og bjóst ekki við að eignast fleiri
hunda.
Ég græt ei þó fákana felli
og fjarlægist vinir um stund,
ég græt ekki af gigt eða elli
ég græt minn síðasta hund.
Önnur vísa kemur hér eftir Eyjólf
og mun hún vera ort á hörðu ári.
Þó að nú sé þröngt um gull
og þurfi víða að lóga,
og mín sé ekki flaskan fúll
farga ég aldrei Spóa.
Annar snillingur og trúlega félagi
Eyjólfs hér áður fyrr, Dala Jói, á næstu
vísu.
Ekki lenti af laginu
liggur fyrri dauður,
festist ekki í flaginu
fótalipri Rauður.
Verður þá gott að enda að þessu
sinni með ágætri vísu eftir Norðlend-
inginn Hjört Gíslason.
Þegar vorið vængjablátt
um ver og dali streymir,
horfins tíma hófaslátt
Húnvetninginn dreymir.
Veriði þar með sæl að sinni.
GuðmundurV altýsson,Eiríksstöðum,
451 Blönduósi, sími 452 7154.
Skipan í kjördeildir í Sveitafélaginu Skagafirði
Við kosningar til forseta íslands, laugardaginn 26. júní n.k. er skipting í kjördeildir sem hér segir:
=> í Kjördeild 1 í Félagsheimilinu Skagaseli kjósa íbúar fyrrum Skefilstaðahrepps. - Kjörfundur hefst kl. 12:00
=> í Kjördeild II í Bóknámshúsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra kjósa íbúar fyrrum Sauðárkrókskaupstaðar, Rípurhrepps og Skarðshrepps. Kjörfundur hefst kl. 09:00
=> í Kjördeild III í Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki kjósta vistmenn sem þar eiga lögheimili, svo og þeir sem lögheimili eiga á Dvalarheimilinu Sauðá. - Kjörfundur hefst kl. 12:00
=> í Kjördeild IV í Félagsheimilinu Miðgarði kjósa íbúar fyrrum Staðarhrepps og Seyluhrepps. - Kjörfundur hefst kl. 10:00
=> í Kjördeild V í Félagsheimilinu Argarði kjósa íbúar fyrrum Lýtingsstaðahrepps. - Kjörfundur hefst kl. 12:00
=> í Kjördeild VI í Grunnskólanum Hólum í Hjaltadal kjósa íbúar fyrrum Viðvíkurhrepps og Hólahrepps. - Kjörfundur hefst kl. 12:00
=> í Kjördeild VII í Grunnskólanum í Hofsósi kjósa íbúar fýrrum Hofshrepps - Kjörfundur hefst kl. 10:00
=> í Kjördeild VII í Grunnskólanum á Sólgörðum kjósa íbúar fyrrum Fljótahrepps - Kjörfundur hefst kl. 12:00
Kjörfundi skal slitið eigi síðar en kl. 22:00 sbr. 89. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis. Yfirkjörstjórn
Vinabæjamót á
Skagaströnd
Það hefúr mikið staðið til á
Skagströnd að undanfomu enda
byrjar þar á morgun, fimmtu-
dag, vinabæjamót. Von er á 33
gestum sem munu gista á heim-
ilum í þorpinu meðan mótið
stendur yfir, en það endar á
sunnudag.
Ágúst Þór Bragason umhverf-
isfræðingur Skagastrandar segir
bæinn skarta sínu fegursta og
Skagstrendingar ætla að gera
vel við gesti sína, farið verður í
skoðunarferðir og sitthvað á dag-
skránni til fræðslu og gamans.
Vinabæir Skagastrandar á Norð-
urlöndunum em Lohja í Finn-
landi, Ringerike Noregi, Aaben-
raa Danmörku og Vaxjö Sví-
þjóð.
Athugasemd vegna mynda
í síðasta blaði Feykis vom birtar skemmtilegar myndir sem
Jens P. Eriksen tók á Króknum þegar lýðveldið var stofnað.
Hörður Ingimarsson skrifaði ágætan texta með þessum mynd-
um, sem því miður missti nokkuð marks þar sem myndimar
vom skomar þröngt á síðuna. Em bæði Hörður og lesendur
blaðsins beðnir velvirðingar á þessu.
Áskrifendur góðir!
Þeir sem eiga ógreidda seðla fyrir
ákriftargjöldum eru vinsamlegast beðnir
að greiða hið fyrsta.