Feykir


Feykir - 29.09.2004, Qupperneq 3

Feykir - 29.09.2004, Qupperneq 3
33/2004 FEYKIR 3 Alltaf er Laufskálaréttin jafn vinsæl Enn og aftur var fjölmenni þegar réttað var stóði á Lauf- skálum sl. laugardag. Óvenju margir kom ríðandi með stóðið úr Kolbeinsdalsaffétti til ráttar. Réttargestir voru svipaðir að fjölda og mörg síðustu árin, sjálfsagt um 3000 þar sem að bílalestin náði talsvert niður með veginum í áttina að Ás- bæjunum. Sem sagt miklu fleira fólk en hross. Það er eins og hestaáhuga- og útivistarfólk á höfúðborgar- svæðinu og víða um land fái fiðring þegar sumri hallar og komið er að vinsælustu stóðrétt landsins. Margir koma líka til að skoða falleg hross og vitað er til þess að þónokkuð var um góð boð í efnileg hross að þessu sinni. Til að mynda ffegnaði Feykismaður af því að Jón Garðarson í Neðra-Ási hafi fengið gott boð í fallega hryssu sem hann á núna. Stemningin var góð í rétt- inni, en kvöldið áður héldu gestir í reiðhöllinni Svaðastöð- um upp á 50 ára afmæli Lauf- skálaréttar og einnig fór ffam uppskeruhátíð skagfirskra hestamanna. Þar var Bjöm Jónsson ffá Vatnsleysu fremstur meðal jafningja í Skagafirði þetta árið. Bjöm átti gott ár í hesta- mennskunni og náði stórgóð- um árangri á Lydíu ffá Vatns- leysu, varð meðal annars lands- mótsmeistari í tölti á henni. í ungmennaaflokki var það Heiðrún Ósk Eymundsdóttir ffá Saurbæ sem fékk titilinn. Eyrún Ýr Pálsdóttir ffá Flugu- mýri var valin hestaíþrótta- maður Skagafjarðar í unglinga- flokki og svo þótti Sigurlína Magnúsdóttir ffá íbishóli skara ffam úr af þeim sem kepptu í bamaflokki á árinu. Ræktunarbú ársins var að þessu sinni valið Miðsitja og ekki í fyrsta sinn. „Ræktun Jó- hanns Þorsteinssonar og Sól- veigar Stefánsdóttur er löngu heimsffæg og þarf lítillar kynn- ingar við”, segir m.a. á Eið- faxavefnum. Það var mikið sungið á flötinni við veitingaskýlið. Stungið saman nefjum við réttarvegginn. Það var nóg að gera í drættinum en frekar blautt og forugt í almenningnum að þessu sinni. G0TT HELGARTILB0Ð fifrír cfóðaM- dag m W' »” '^4 W

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.