Feykir


Feykir - 29.09.2004, Side 5

Feykir - 29.09.2004, Side 5
33/2004 FEYKIR 5 Höfðavatns ævintýrið Björn Jónsson frá Bæ að koma úr vitjun í Höfðavatni. í síðasta Feyki var í írétt á baksíðu fjallað um að jarðir á Höfðaströnd væru gulls ígildi og það sem bændurþar væru að sjá fyrir lendur sínar í dag, hefði líklega ekki séstsíðan a.m.k. frá Höfðavatnsævintýrinu fyrir tæpri öld. Sá ágæti skriffinnur Bjöm Jónsson í Bæ greindi frá þessum atburðum íágætri grein um Höfðavatnið í Safhamálum, riti Héraðsskalasafhs Skagfirð- inga, fyrir allmörgum árum. Þar sem gaman er að rifja þetta upp núna, kemurhérá eftir smákafli úr þessari ritsmíð Bjöms í Bæ. Allt íram undir 1940 vom á Skagafirði ein bestu sildarmið íslenska flotans. Síldin var oft uppi í landsteinum, allar víkur fylltust stundum af síld og oft mátti sjá sílarskip við veiðar svo grunnt, að rétt flaut. Fyrir kom að farið var í land og snurpað ffá landi. Síldarmóttaka var á þessum ámm á Siglufirði og vestur á Ströndum. Því var það ekki ó- eðlilegt, að útgerðarmenn og saltendur litu til Höfðavams sem álitlegs hafharstæðis og söltunarstaðar, en þar þurfti fjárffekt mannvirki að gera til að slíkt gæti orðið. Einn síldar- kaupmaður á Siglufirði, Gustav Grönvold, fór ffam á að faðir minn, eigandi Bæjar, seldi að- stöðu til hafnarmannvirkja- gerðar á Bæjarmöl og í Höfða- vatni. Punktar úr samningi þeirra, 17. september 1916, hljóða svo: að Jón Konráðsson selji Gustav Grönvold spildu úr Bæjarmöl út við Þórðarhöfða, þar sem stór ós var í gegnum mölina til sjávar. Á landspildu þessari er hugmynd að gera skipgengan skurð og skal stærð hinnar seldu landspildu vera 75 metrar ffá hvomm skurðbarmi ásamt skurðinum. Skal kaup- andi mega gera hverskonar mannvirki á hinni seldu land- spildu. Einnig hefur kaupandi afnotarétt af Höfðavatni á þeim parti, sem tilheyrði Bæ til skipalegu og annars atvinnu- reksturs á vaminu, einnig til að dýpka og laga, þar sem þörf krefur. Verði ekki byijað á fyr- irhuguðu mannvirki innan fimm ára, fellur landið aftur til seljandans. Kaupverðið er kr. 400.000. 21. apríl 1919 kom yfirlýsing ffá ekkju Gustav Grönvold um að hún afsalaði sér fyrir hönd dánarbús manns síns öllu til- kalli til áður seldrar landspildu. Þar með var sá draumur búinn um þá hafnarffamkvæmd. Á ámnum 1918 og 1919 fær svo einn þekktasti þálifandi ís- lendingur, Jóhann Sigiujónsson skáld frá Laxamýri, mikinn á- huga fyrir hafnarmannvirkjum við Höfðavatn. Mikill skyld- leiki var með Jóhanni og föður mínum og man ég að Jóhann kallaði hann alltaf frænda. Hann var hér mikið þessi tvö sumur, þó sérstaklega fyrripart ársins 1919. 15. mai 1919 var samningur gerður um kaup á Bæ, Mannskaðahóli og Vatni. Höfði var ríkisjörð og fékkst ekki keyptur. Bær var seldur fyrirkr. 70.000, Vatn 40.000 og Mannskaðahóll á 20.000. Kaupendur vom danskt-ís- lenskt milljónafélag, nefnt Höfðavatn. Framkvæmdastjóri og aðalmenn þess félags vom Carl Sæmundsen Kaupmanna- höfn og direktör Dehnfeld í Odense, en umboðsmaður þeirra hér var Jóhann skáld Sig- uijónsson. Samningur þessi er langur og mjög ítarlegur. Nokkur hluti söluverðs, rúml. 1/3 verðs, var greiddur eftir undirskrift samnings. Eftir- stöðvamar áttu að greiðast sem hlutafé við fullnaðarstofhun hlutafélags um Höfðavatn. Ég var 17 ára þegar þetta gerðist og man því greinilega viðburði alla. Jóhann Sigur- jónsson, hár og grannleitur, ffekar lotinn í herðum, nokkuð stórt kónganef, augun ógleym- anleg, skörp og út úr svipnum skein eldlegur áhugi. Annars var Jóhann veikur síðustu daga, er hann var hér, og grun hefi ég um að hann hafi haldið sér uppi með víni, þvi að nokkrum sinn- um var sent eftir bijóstbirtu, sem hann kallaði, til Magnúsar Jóhannssonar læknis í Hofsósi. Jóhann fór héðan um mánaða- mótin maí-júní 1919, en í ágúst mun hann hafa dáið. Um sumarið voru hér einn og tveir verkffæðingar við mælingar og kortagerð i vatn- inu. Vom það Petersen, dansk- ur, og Benedikt Jónsson. Einnig komu hér landverkffæðingur, Kirk að nafni. Ég var mikið með þessum mönnum til hjálp- ar, bæði við dýptarmælingar og landmælingar kringum vatnið. Einnig fór töluverður tími í að bora niður í malarkambinn til að athuga, hvort klöpp væri í undirlögum. Var þetta seinlegt, því að teinar, sem ffamlengdir vom, vom reknir með sleggj- um. Oft hitti á stóra steina, en þá þurfti að færa um set. Út úr þessu öllu kom svo kort af vatninu og fyrirhuguðum hafn- armannvirkjum. Á ég þetta kort, sem ég tel merkilega heimild ffá þessum tíma. Eins og alþjóð er ljóst, fór þetta milljónafyrirtæki á höfuð- ið effir stríðsárin fyrri, og þá var ekki Jóhann Siguijónsson hér með sína óbilandi trú að þama væri besta hafnarstæðið á land- inu. Þar sem ekki var staðið við gerða samninga, gengu öll kaup á jörðunum til baka og urðu þær eign fyrrverandi eigenda. En mikið umtal varð um, að huldufólk í Þórðarhöfða hefði átt dijúgan hlut að andláti þeirra manna, er mest börðust fyrir málefninu. Og það man ég, að Petersen verkffæðingur var mjög hræddur, eftir að Jóhann var dáinn, um að dagar sínir væm senn allir. Hafnarverkfræðingar hafa komið hér síðan og litið á að- stæður. Hafa þeir sagt öll skil- yrði einhver hin bestu hér á landi, en vitanlega þyrfti á bak við svona ffamkvæmdir að vera rekstur, sem réttlætti þá hluti, sem í væri ráðist. Góöur tími til að spara Þar sem KB banki hefur hækkað vexti á óverðtryggðum innlánum er kjörið að nota tækifærið og hyggja að sparnaði. Við bjóðum frábæra kosti til að ávaxta sparifé. Kostabók *Vextir 3,5 til 6,2%, stighækkandi eftir tímalengd innistæðu. *Fyrir þá sem vilja hámarksávöxtun með lágmarksbindingu. *Hver innborgun er bundin í aðeins 10 daga en eftir það er hún alltaf laus til útborgunar. *Sparifjáreigandi er verðlaunaður með því að spara lengi, því eftir því sem innistæðan er lengur á reikningnum, því hærri vexti ber hún. ‘Hefur 5 stighækkandi þrep með mjög hagstæðum vöxtum og ekkert úttektar-gjald. *Hentar vel fyrir reglubundinn spamað. Lífeyrisbók *Við endurtökum loforð okkar um hæstu ávöxtun Lífeyrisbókar. Markaðsreikningur *Vextir 3,5 til 6,2%, stighækkandi eftir upphæð innistæðu. *Fyrir þá sem em með háar fjárhæðir og vilja skamman binditíma. ‘Sveigjanlegur reikningur með stighækkandi vöxtum eftir innistæðu fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem vilja ávaxta lausafé sitt á hagkvæman hátt. ‘Samcinar kosti innlánsreikninga og verðbréfa fyrir hærri innistæður. *Hver imiborgun á reikningiim er bundin í aðeins 10 daga en eftir það er hún alltaf laus til útborgunar. *Til hagræðis fyrir reikningseigendur er engin lágmarksinnstæða á reikningnum og ekkert úttektargjald reiknast. Œ KB B A N K I - kraftur til þín!

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.