Feykir


Feykir - 29.09.2004, Qupperneq 6

Feykir - 29.09.2004, Qupperneq 6
6 FEYKIR 33/2004 Hagyrðingaþáttur 390 Heilir og sælir lesendur góðir. Nú þegar ég er að setja saman þenn- an þátt hefúr á annan sólarhring verið kalsaveður á norðaustan með stormi og mikilli úrkomu. Hvítt er orðið til fjalla. Kannski hefúr Ragnar Öm frá Kjart- ansstaðakoti haft eitthvað slíkt fyrir augum er hann orti svo. Feig í hlíðum folna strá fer að hríðarvetur, þegar líður ævi á að mér kvíða setur. Þórhildur Sveinsdóttir mun eitt sinn hafa ort svo til samferðamanns á lífs- leiðinni. Ekki get ég gert að því gremju til þó finni, því stærstur hlekkur ert þú í ólánskeðju minni. Næsta vísa er í mínum pappímm sögð eftir Karl Kristjánsson. Ekki veit ég við hvem hann talar þar. Úti gefst þér ágæt sjón ef þú bara vakir, þar er margur fífl og flón fyrir amors sakir. Haglega gerð er næsta visa Jakobs Thorarensen. Tignin bjarmar tindum ffá traustir armar skýla, það er varma og þrótt að fá þann við barm að hvíla. Ekki man ég fyrir víst hvort þessi ágæta vísa Bjöms Levi Gestssonar hef- ur birst áður í þættinum. Konum fyrst ég kanna hjá kærleiks ystu merkin. Dýpra risti og dái þá drottins listaverkin. Góðar glettur hafa verið með mönn- um hér í Húnaþingi er Ámi Bjöm Kristófersson ffá Kringlu orti svo. Sveinar allir sýnist mér sífellt liggja i valnum. Villirósir vaxa hér víst í Langadalnum. Mikið skilur undirritaður vel þá hugsun sem kemur ffam í næstu vísu. Alla mína ævidaga unnað hef ég víni og meyjum. Það er eins og sjálfsögð saga að syrgja og hlæja uns við deyjum. Önnur í svipuðum dúr kemur hér eftir Áma. Geng ég um með geði hryggu þótt gamall sé ég þrái víf. Guð það veit að Góu og Sjggu græt ég meðan endist líf. Að lokum þessi fallega vísa efhr Áma. Árin líða endalaust alltaf þyngist sporið. Ellin hún er eins og haust æskan lík og vorið. Þórhildur Sveinsdóttir sem getið er um hér að ffaman er ættuð ffá Hóli hér í Svartárdalnum. Eftir að hún hafði not- ið leiðsagnar Einars Kristjánssonar skólastjóra á Laugum í Dalasýslu orti hún svo. Snjöll og ffábær ffásögn hans flesta hrifiðgetur. Gömlum tíma og leiðum lands lýsir enginn betur. Mikið hefúr verið að gerast í vísna- gerð er hinn snjalli Páll Ólafsson var uppi. Dauft hefúr verið yfir skáldinu er hann orti svo. Ekki er gleðiffétt að fá fúll í geði af vöku, þreyttur beði fer ég ffá fæ ei kveðið stöku. Frægar vom og mér finnst stundum næstum óþrjótandi ástarvísur Páls. Nokkrar sem ég kann er gaman að rifja upp hér. Engan koss ég ffá þér fæ fyrir visur mínar, svona ertu sí og æ sár á varir þínar. Mínar ei þú vísur vilt varla samt þú getur, á Austurlandi eignast pilt sem yrkir stómm betur. Gæti ég með ljóðum lýst láni mínu og raunum fyrir það ég fengi víst faðmlög þín að launum. Braga Bjömssyni á Surtsstöðum mun eitt sinn hafa orðið starsýnt á myndarlega stúlku og þá ort svo. Að gefa þér einkunn og afúrðastig af augljósri vangetu segi ég stopp. Sem nánast í líkingu minnirðu mig á Möðmdalsöræfageldrollukropp. Er þessi þáttur er í smíðum hafa borist þau tíðindi að ritstjóri blaðsins okkar, Þórhallur Ásmundsson, sé að láta af störfúm. Höfúm við átt samstarf um árabil og þrátt fyrir að einstaka sinnum hafi hvesst á milli okkar á þeim tíma, hefúr oftast verið ánægjulegt að vinna með honum að útgáfú blaðsins. Vil ég nú færa honum bestu þakkir fýr- ir það samstarf. Þar sem að ekki er ljóst hvað við tekur og alls ekki víst að ég komi til með að halda áffam með þátt- inn, vil ég nú nota tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sem haft hafa samband og lagt þættinum lið með oft ágætu efni, þau rúmlegu 17 ár sem ég hef haft umsjón með honum. Vonandi heldur okkar ágæta blað áffam lífi og verður með sem fjölbreyttustu efhi. Bið ykkur þar með að vera sæl að sinni. GuðmundurV altýsson,Eiríksstöðum, 451 Blönduósi, sími 452 7154. Glefsur úr rissblokkinni Með morgunkaffinu Þetta var veturinn 1987 og Albert Guðmundsson mikið í fréttunum: Kári Valgarðsson, Hörður Ingimarsson, Guðmundur Guðmundsson, Árni Ragnarsson, Páll Pálsson, Brynjar Pálsson og Ástvaldur Guðmundsson. Gárungamir segja að þama séu lagð- ar línumar fyrir ffamtíðarstefnu í mál- efhum bæjarins og gott betur. Umræðu- efnin em margvísleg, umræðumar fijó- ar og niðurstöðumar nytsamlegar. Inn- lán í hugmyndabankann mjög stöðug og gera miklu betur en anna eftirspum- inni. Það er einu sinni í viku í morgun- kaffitímanum sem nokkrir athafnamenn á Sauðárkróki koma saman til skrafs í Hótel Mælifelli. Athafnamenn segi ég, þar sem vitað er, a.m.k. um eitt fýrirtæki sem varð til í þessum kaffitímum, lík- amsræktarstöðina Kraft. Kaffiklúbbur- inn samanstendur að mestu af blóman- um af „orginölum” bæjarins, en einnig em þama nokkur „aðskotadýr” fædd í Seyluhreppi, vestur í sýslu og kannski víðar. Samsetningin hlýtur að teljast góð, þar er að finna; byggingarmeistara, bóksala, arkitekt, verslunareigendur, innanbúðarmann, bæjarfúlltrúa, skrif- stofúmann, hagyrðinga og allra flokka kvikindi i þokkabót. Að sjálfsögðu em viðburðir liðandi stundar í brennidepli og fá oft mjög itar- lega umfjöllun. Auðvitað vom síðustu stórviðburðir í pólítíkinni til umræðu þegar blaðamaður kom við í morgun- kaffinu. Og umræðumar um Alberts- málið vom á mjög háu plani þrátt fýrir að tvo mikla vitsmunamenn á stjóm- málasviðinu vantaði i hópinn. Menn vom sammála um að enginn stjómmálamaður hefði nokkum tíma fengið eins mikla umfjöllún og Albert Guðmundsson og það aldrei gerst áður að stjómmálamaður hefði fengið að lesa stefnuyfirlýsingu flokks síns í sjón- varpsfréttum eins og Albert fékk að gera kvöldið áður. „Þetta verður einn fijálslyndasti flokkur í landinu, svona svipaður og K- listinn var á sínum tíma”, sagði Kári Valla. Menn tóku nú að rqyna að skil- greina stöðu þessa nýja flókks (Borg- araflokksins), en vom ekki á eitt sáttir. Sumir sögðu hann hægra megin yið Framsóknarflokkinn og aðrir báðum megin við Sjálfstæðisflokk. Einhver hélt því frarn að málatilbún- aður fýrir Albert og hans menn mundi reynast erfiður í kjördæmunum úti á landi, t.d. að hér í kjördæminu hefði Steinullarverksmiðjan verið látin fara á hausinn ef hann hefði fengið að ráða. Nei, menn héldu að það mundi ekki skipta máli. Það kenndu allir svo í brjósti um hann að það yrði ekki kosið um málefnin. Það væri hægt að skoða þetta alveg upp og niður úr, þetta væri á móti allri rökréttri hugun. „Þetta var röð mistaka hjá Þorsteini alveg fra upphafi. Hann átti að setja hnefann í borðið strax og skattamál Al- berts komu upp á borðið, og síðustu mistökin hjá honum vom svo að taka sjálfúr iðnaðarráðuneytið”, sagði arki- tektinn. Frá miðborðinu kom rödd jafn- aðarmannsins sem ásakaði Þorstein fýr- ir dóna- og mddaskap í garð Helga Helgasonar í þættinum með Ingva Hrafhi í Sjónvarpinu. Einhvemveginn tókst einhveijum að beina umræðunum annað. Einhveijir í hópnum höfðu séð Sæluvikuleikritið og létu vel af. Frábær leikur hestsins frá Hofi í Þið munið hann Jörund sem sýnt hefúr verið á Hofsósi undanfarið kom einnig til umræðu, en sagt er að hann skíti alltaf á sviðinu í snúningnum. Þetta þykir hafa tekist mjög vel hjá Hofsós- ingunum. Umræður í bæjastjóm nýverið bám einnig á góma. Þar vom fjölmiðlar gagnrýndir fýrir neikvæðan fréttaflutn- ing fra staðnum. Kom mönnum saman um að neikvæð umfjöllun um málefni staðarins gæti haft mikil áhrif á viðhorf fólks til hans. Vom menn sammála um að umfjöllun DV um málefni Steinull- arverksmiðjunnar væri einstaklega ræt- in og aðeins til þess eins fallin að skemma fýrir. „Þetta er böl bæði hjá DV og Sjón- varpinu. Þessir fjölmiðlar hafa alltaf hundelt Steinullarverksmiðjuna frá því hún var fýrst stofnuð. Þetta er angi af þessari Reykjavíkurstefnu sem felur það i sér að þegar minnst er á byggða- stefnu, þá halda menn að einhveijir þingmenn úti á landi séu að pota. I Reykjavík kjósa ákaflega margir Albert af því hann er ekki mikill byggðastefhu- maður.” Aftur hafði talið borist að um- talaðasta manni þjóðarinnar. ÞÁ.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.