Feykir


Feykir - 03.11.2004, Page 3

Feykir - 03.11.2004, Page 3
38/2004 Feykir 3 Bjarni Jónsson skrifar___________________ Átak í uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra Ferðaþjónusta er orðin miklvægur og vaxandi atvinnuvegur á Norðurlandi vestra. Gríðarlegir möguleikar felast í því að leggja enn meiri kraft í þá upp- byggingu. Ávinningurinn er margþættur. Margir hafa með beinum hætti atvinnu af ferðaþjónustu en það hefur einnig sýnt sig að efling ferðaþjónustu hefur mjög jákvæð áhrif á aðra þjónustustarfsemi og hún verður því einnig til að styrkja búsetuskilyrði á landsbyggðinni. Margfeldisáhrif greinar- innar koma svo ffam í mörg- um öðrum atvinnugreinum. Árið 2004 er það umfangsmes- ta hingað til í ferðaþjónustu í Skagafirði með öllum þeim fjölmörgu viðburðum og öðrum gestakomum sem við höfum notið á árinu. Sú jákvæða kynning sem héraðið hefur fengið er mikilvæg sé litið til framtíðar verður til að styrkja enn frekar búsetu í Skagafirði. Á landsvísu er ferðaþjónustan sú atvinnu- grein sem vex nú hvað hraðast og skilar mestri árlegri aukningu í nettó gjaldeyris- tekjum til þjóðarbúsins. Áætíanir gera ráð fyrir þreföl- dun ferðamanna til landsins á næstu 10 árum. Fjármagn til að efla grunnstoðir og markaðsstarf ferða- þjónustunnar Norðurland vestra er auðugt af náttúruperlum, sögu og menningararfi. Þessa fjöl- breyttu kosti má nýta enn betur á sjálfbæran hátt til eflingar ferðaþjónustu sem atv'innugreinar. Jökulvötnin í Skagafirði með víðfrægum fljótasiglingum, heiðarnar, Skagi, Vatnsnesið og gjöfular veiðiár. Fá svæði á landinu eiga viðlíka möguleika í uppbyg- gingu ferðaþjónustu sem atvinnuvegar. Styrking ferðaþjónustunnar er eitt nærtækasta verkefnið til að auka fjölbreNtta atvinnu á svæðinu sem heild. Til þess að svo megi verða þarf að styrkja grunnstoðir og markaðsstarf ferðaþjónustunnar á Norður- landi vestra og þar vantar fjár- magn sem eðlilegt er að hið opinbera leggi til. Margt hefúr verið gert á undanförnum mánuðum til að efla kynningar og markaðsstarf ferðaþjónust- unnar á svæðinu. Flest sveitar- félögin taka þátt í starfi Mark- aðsskrifstofu Norðurlands og í haust tekur forntlega til starfa heilsárs upplýsingamiðstöð í Varmahlíð sem jafnframt er landshlutamiðstöð fyrir Norð- urland vestra. En fleira þarf til sem er myndarlegur fjárhagslegur stuðningur stjórnvalda. Áskorun til stjórnvalda og alþingismanna Sveitarfélög á NV hafa blásið til stórátaks í uppbyggingu ferða- þjónustu á svæðinu. Aukaþing SSNV, Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra haldið að Löngumýri 29. október sl. samþykkti að skora á stjórn- völd og alþingismenn kjördæmisins að beita sér fyrir sérstöku átaki í uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra í samvinnu við ferðaþjónustuaðila og samtök sveitarfélaga á svæðinu. Ennfremur lagði þingið til að gerð verði sérstök átaks áætlun til 5 ára og að ríkið komi þar að með verulegt nýtt fjármagn. Hér er um mikilvæga stefnumótun að ræða og viðurkenningu á vaxtar- möguleikum ferðaþjónustu sem atvinnuvegar. Nú reynir á stjórnvöld og alþingismenn að bregðast við af myndugleik og sýna \'ilja í verki með því að tryggja stór- átaki í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra brautar- gengi. Bjarm Jónsson Lánshlutfall er allt að 80% af markaðsverði og ekkert hámark er á lánsfjárhæð. Kynntu þér KB ÍBÚÐALÁN í næsta útibúi, á kbbanki.is eða í síma 444 7000. Skilyrði fyrir láni er að viðskiptavinur sé með launareikning hjá KB banka og tvennt af eftirfarandi: greiðsluþjónustu, kreditkort eða lífeyrissparnað. Lánshlutfall er 80% í sveitarfélögum þar sem bankinn starfar, 60% á öðrum stöðum. Lánsfjárhæð getur aldrei orðið hærri en 100% af brunabótamati. Uppgreiðsla er heimil hvenær sem er gegn 2% þðknun. KB BANKI Útibúið á Sauðárkróki Sími 455 5300 KB IBUÐALAN ÞU (3ARFT EKKI AÐ , HAFA AHYGGJUR AF ÞVI AÐ VEXTIRNIR^HÆKKI NÆSTU 40 ARIN Engin óvissa, einfaldlega fastir vextir allan lánstímann og uppgreiösla heimil hvenær sem er. Könnmin Hvað var ömurlegast í október? ísland - Sviþjóð 1-4 (18.7%) Kennaraverkfallið! (48.2%) Dómarinn í leik ManUtd og Arsenal! (14.4%) Veðríð! (5.6%) George W Bush og John Kerry! (13%) Hægt er að taka þátt i könnunum sem birtast í Feyki með því að fara inn á heimasiðuna Skagafjörður.com og kjósa þar. Æskiiegt er að hver aðiii kjósi aðeins einu sinni en itrekað skal að könnunin er meira tii gamans og taka skai niðurstöðurnar með nokkrum fyrirvara. ^\oUr Uppskeruhátíð Hvatar Laugardaginn 6. nóvember, verður haldin uppskeruhátíð Hvatar. Yngra fólkið heldur sína hátíð í Félags- heimilinu á Blönduósi. Veittar verða viðurkenningar í hverjum flokki íj'rir sig fj’rir frammistöðu á æfingum og keppni fyrir sumarið 2004. Eldra fólkið, meistaraflokkur karla og kvenna, heldur svo sína hátíð í Sjálfstæðishúsinu laugardagskvöldið 6. nóvember. Þá verður nýr þjálfari m.fl. karla formlega kvnntur til sögunnar ásamt þvi að hinar árlcgu viðurkenningar verða veittar. Heimild: www.huni.is Fiskeldisnemar í rannsóknarferð Nemendur i Fiskalíffræði á fiskeldis- braut fóru 28. október í rannsóknar- ferð um Skagafiörð. Markmiö ferð- arinnar var að kynnast fiölbreytileika straumvatna í Skagafirði og sjá livaða hfvcrur búa i mismunandi gerðum straumvatna. Skagafiörður er sérstakur fyrir hver- su margar gerðir straumvatna má finna á litlu svæði. Þannig er hægt á litlum hring, frá Sauðárkróki austur um Blönduhlíð og gegnum Varma- hlíð í bakaleiðinni, að sjá fiölmargar árgerðir; jökulá (Héraðsvötn), linda- læk (Hjarðarhagalækur), hreina dragá (Þverá) og votlendistempraða dragá (Húseyjarkvísl). Á lciðinni heim til Hóla sást svo lika jiikul- skotin dragá (Hjaltadalsá). Heimild: holar.is Hillebrandshús Bæjarráð Blönduóss hefur ákveðið að verja tveimur milljónum króna á næsta ári til uppbyggingar gallerí- og safnaaðstöðu i Hillebrandshúsi , en húsið er elsta tilburhús Blönduóss og eitt af merkustu húsum í gamla bæjarkjamanum. Heimild: ruv.is

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.